2018
Búa sig undir að hlýða á rödd Guðs
March 2018


Unglingar

Búa sig undir að hlýða á rödd Guðs

Uchtdorf forseti segir frá því að það fyrsta sem Guð gerði eftir að hafa skapað karl og konu var að tala til þeirra og veita þeim leiðsögn og dýrmætar upplýsingar. Við hljótum þessa sömu blessun í apríl og október á aðalráðstefnum, er leiðtogar kirkjunnar tala til okkar og veita þá leiðsögn sem Drottinn vill að við ljáum eyra.

Hafið þið einhvern tíma heyrt rödd Guðs í gegnum þjóna hans á aðalráðstefnu? Hafið þið einhvern tíma upplifað að einhver ákveðinn boðskapur hafi veitt ykkur svör sem þið hafið leitað að? Þið getið skrifað hjá ykkur þá upplifun og hvernig hún hjálpaði ykkur. Búið ykkur síðan undir að hlýða á rödd Drottins á næstkomandi aðalráðstefnu með því að skrifa hjá ykkur spurningar sem á ykkur hvíla og ígrunda þær við ritninganám ykkar. Biðjið til himnesks föður um að hann veiti ykkur svör og skilning á ráðstefnunni. Einblínið á einstaka hugboð er þið hlýðið á þjóna Drottins. Hvað lærðuð þið? Hvaða breytingar fannst ykkur þið þurfa að gera? Skrifið hjá ykkur þessar hugsanir, því þannig talar andinn til ykkar!

Hafið ávallt í huga að himneskur faðir elskar ykkur og mun leiða ykkur á rétta braut. Þegar þið reynið að hlusta eftir rödd hans fyrir tilstilli þjóna hans, munið þið blessuð og upplýst.