2018
Fimm atriði sem góður hlustandi tileinkar sér
Júní 2018


Ljósmynd
Two young women talking

Reglur hirðisþjónustu, júní 2018

Fimm atriði sem góður hlustandi tileinkar sér

Að leggja vandlega við hlustir, mun hjálpa ykkur að uppfylla andlegar og stundlegar þarfir fólks, líkt og frelsarinn hefði gert.

Öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Kannski er jafnvel enn mikilvægara að hlusta en að tala. … Ef við hlustum af kærleika, þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því hvað segja skal. Það mun okkur gefið – af andanum.“1

Að hlusta, er hæfni sem við getum lært. Að hlusta, sýnir kærleika til fólks, stuðlar að sterkari vináttuböndum og gerir andanum kleift að blessa okkur með gjöf dómgreindar, til að skilja betur þarfir fólks.2 Hér eru fimm atriði sem þið getið tileinkað ykkur til betri hlustunar.

1. Gefa tíma

Margir þurfa að koma skipulagi á eigin hugsanir áður en þeir hefja mál sitt. Gefið þeim tíma til að hugsa, bæði áður og eftir að þeir tala (sjá Jakbr 1:19). Þótt fólk geri hlé á máli sínu, er ekki þar með sagt að það hafi sagt allt sem þarf að segja. Óttist ekki þótt þögn verði (sjá Job 2:11–3:1 og Alma 18:14–16).

2. Gefa gaum

Við hugsum hraðar en fólk talar. Forðist að falla í þá gryfju að hrapa að ályktun eða ákveða fyrirfram hvað þið segið eftir að fólk hefur tjáð sig (sjá Okv 18:13). Hlustið þess í stað og reynið að skilja. Þið bregðist betur við, ef þið búið yfir auknum skilningi.

3. Útskýra

Óttist ekki að spyrja til að fá betri skilning (sjá Mark 9:32). Útskýringar minnka líkur á misskilningi og sýna að þið hafið áhuga á málinu.

4. Ígrunda

Umorðið það sem sagt var og hvaða skilning þið hafið lagt í líðan viðkomandi. Það auðveldar fólki að vita hvort þið hafið skilið það og gefur því kost á að útskýra enn frekar.

5. Finna sameiginlegan grundvöll

Þótt þið séuð ekki sammála öllu sem fram kemur, gætuð þið tekið undir það sem þið getið, án þess að ganga gegn eigin sannfæringu. Að vera sama sinnis, getur komið í veg fyrir kvíða og varnarviðbrögð (sjá Matt 5:25).

Russell M. Nelson forseti kenndi: „Lærið að hlusta og hlustið til að læra af öðrum.“3 Ef þið hlustið í þeim ásetningi að þekkja fólk, mun það auðvelda ykkur að skilja þarfir þess og finna með innblæstri hvernig þið getið annast fólk umhverfis ykkur að hætti frelsarans.

Að hlusta, er að sýna elsku

Þessi frásögn öldungs Holland útskýrir áhrifamátt hlustunar:

„Vinur minn, Troy Russell, ók pallbílnum sínum varlega út úr bílskúrnum. … Hann fann að afturhjólið ók yfir ójöfnu. … Hann fór út til að gæta að því og sá hjartfólgin níu ára gamlan son sinn, Austen, liggja á grúfu á malbikinu. … Austen var dáinn.

Troy var óhuggandi og hvorki svaf, né fann frið. … Við þessar hræðilegu aðstæður … birtist John Manning. …

Ég satt að segja veit ekki hver heimsóknaráætlun Johns og yngri félaga hans var til að vitja heimilis Russells-fjölskyldunnar. … Það sem ég hinsvegar veit, er að síðastliðið vor náði bróðir Manning að lyfta Troy Russell upp fyrir hina hræðilegu ógæfu á heimreiðinni, næstum eins og hann hefði lyft Austen litla sjálfum upp af heimreiðinni. John notaði einfaldlega prestdæmið til að elska og annast Troy Russell, eins og … bróður í fagnaðarerindinu ber að gera. Hann byrjaði á því að segja: ,Troy, Austen vill að þú rísir aftur á fætur – líka á körfuboltavellinum – og hér verð ég alla morgna klukkan 5:15. Vertu tilbúinn. …‘

,Ég vildi ekki fara,‘ sagði Troy mér síðar, ,því ég hafði alltaf tekið Austen með mér þangað. … John lét ekki segjast, svo ég fór. Frá þessum fyrsta degi töluðum við saman – eða öllu heldur, talaði ég og John hlustaði. Í fyrstu var þetta erfitt, en með tímanum varð mér ljóst að ég hafði fundið fyrri styrk með hjálp [Johns Manning], sem sýndi mér elsku og ljáði mér eyra, allt þar til sólin tók að rísa að nýju í lífi mínu.‘“4

Heimildir

  1. Jeffrey R. Holland, „Witnesses unto Me,“ Líahóna, júlí 2001, 16.

  2. Sjá David A. Bednar, í “Panel Discussion” (heimsþjálfunarfundur leiðtoga, nóv. 2010), broadcasts.lds.org.

  3. Russell M. Nelson, “Listen to Learn,” Ensign, maí 1991, 23.

  4. Jeffrey R. Holland, “Emissaries to the Church,” Liahona, nóv. 2016, 62, 67.