Ritningar
1 Nefí 3


3. Kapítuli

Synir Lehís snúa aftur til Jerúsalem til að ná í látúnstöflurnar — Laban neitar að láta töflurnar af hendi — Nefí hvetur bræður sína og uppörvar — Laban stelur eigum þeirra og gerir tilraun til að ráða þá af dögum — Laman og Lemúel láta högg sín dynja á Nefí og Sam og engill ávítar þá. Um 600–592 f.Kr.

1 Og svo bar við, að ég, Nefí, sneri aftur til tjalds föður míns, frá því að tala við Drottin.

2 Og svo bar við, að hann talaði til mín og sagði: Sjá, mig dreymdi adraum, og í honum gaf Drottinn mér þau fyrirmæli, að þú og bræður þínir skylduð hverfa aftur til Jerúsalem.

3 Því að sjá, Laban hefur heimildaskrá Gyðinga undir höndum svo og aættartölu forfeðra minna, sem letraðar eru á töflur úr látúni.

4 Þess vegna hefur Drottinn mælt svo fyrir, að þú og bræður þínir skuluð sækja Laban heim og leita heimildaskrárnar uppi og koma með þær hingað niður í óbyggðirnar.

5 Og sjá nú. Bræður þínir mögla og segja þetta erfitt verk, sem ég bað þá að leysa af hendi. En sjá. Það er ekki mín bón, heldur fyrirmæli Drottins.

6 Far þess vegna, son minn, og þú munt njóta náðar Drottins, vegna þess að þú hefur aekki möglað.

7 Og svo bar við, að ég, Nefí, sagði við föður minn: Ég amun fara og gjöra það, sem Drottinn hefur boðið, því að ég veit, að Drottinn gefur mannanna börnum engin bfyrirmæli án þess að cgreiða þeim veg til að leysa af hendi það, sem hann hefur boðið þeim.

8 Og svo bar við, að þegar faðir minn heyrði þessi orð, varð hann yfir sig glaður, því hann vissi, að Drottinn hafði blessað mig.

9 Og ég, Nefí, ásamt bræðrum mínum, lagði af stað í ferð út í óbyggðirnar með tjöld okkar, og við héldum í átt upp til lands Jerúsalem.

10 Og svo bar við, að þegar við komum upp til lands Jerúsalem, bárum við bræðurnir saman ráð okkar.

11 Og við avörpuðum hlutkesti — hver okkar skyldi sækja Laban heim. Og svo bar við, að upp kom hlutur Lamans. Og Laman fór heim til Labans og ræddi við hann, meðan hann átti viðdvöl í húsi hans.

12 Og hann tjáði Laban, að hann hefði hug á að fá heimildaskrár þær, sem letraðar væru á látúnstöflurnar og hefðu að geyma aættartölu föður míns.

13 Og sjá. Svo bar við, að Laban reiddist og hratt honum frá sér og vildi ekki, að hann fengi heimildaskrárnar. Hann sagði þess vegna við hann: Sjá, þú ert ræningi, og ég mun drepa þig.

14 En Laman flúði frá honum og sagði okkur frá því, sem Laban hafði gjört. Og við fylltumst mikilli hryggð, og bræður mínir voru komnir á fremsta hlunn með að hverfa aftur til föður míns í óbyggðunum.

15 En sjá. Þá mælti ég við þá: Sem Drottinn lifir og sem við lifum, munum við ekki fara niður til föður okkar í óbyggðunum fyrr en við höfum lokið því, sem Drottinn bauð okkur að gjöra.

16 Verum því staðfastir að fara að boðum Drottins og förum niður til aerfðalands föður okkar, því að sjá, þar skildi hann eftir gull og silfur og hvers kyns auðæfi. Og allt það gjörði hann, vegna bfyrirmæla Drottins.

17 Því að hann vissi, að Jerúsalem hlyti að verða aeytt vegna ranglætis íbúanna.

18 Því að sjá. Þeir hafa ahafnað orðum spámannanna. Dveldi faðir minn því í landinu, eftir að honum var bboðið að flýja land, sjá, þá mundi hann einnig farast. Hann yrði því að flýja land.

19 Og sjá. Viska Guðs er að baki því, að við fáum þessar aheimildaskrár, svo að við fáum varðveitt tungu feðra okkar fyrir börn okkar —

20 Og einnig að við fáum avarðveitt þeim til handa þau orð, sem heilagir spámenn hafa allir mælt af munni fram og þeim voru gefin fyrir anda og kraft Guðs, frá upphafi veraldar og allt til líðandi stundar.

21 Og svo bar við, að með þessum orðum mínum tókst mér að telja bræður mína á að vera trúir boðum Guðs.

22 Og svo bar við, að við lögðum leið okkar niður til erfðalands okkar og söfnuðum saman agulli, silfri og öðru dýrmætu, sem við áttum.

23 Og þegar þessu hafði öllu verið safnað saman, héldum við enn á ný upp til heimkynna Labans.

24 Og svo bar við, að við fórum inn til Labans og létum í ljós ósk um, að hann afhenti okkur heimildaskrár þær, sem letraðar voru á alátúnstöflurnar, en í stað þeirra mundum við láta honum eftir gull okkar og silfur og allt annað dýrmætt í okkar eigu.

25 En svo bar við, að þegar Laban sá eigur okkar, að þær voru mjög miklar, agirntist hann þær svo, að hann rak okkur á dyr og sendi þjóna sína til að drepa okkur, svo að hann gæti komist yfir eigur okkar.

26 Og svo bar við, að við flúðum undan þjónum Labans, en neyddumst til að skilja eigur okkar eftir, og féllu þær í hendur Labans.

27 Og svo bar við, að við flúðum út í óbyggðirnar, en þjónum Labans tókst ekki að ná okkur, og við földum okkur í hellisskúta.

28 Og svo bar við, að Laman reiddist mér og einnig föður okkar. Lemúel reiddist einnig, því að hann hlustaði á það, sem Laman sagði. Laman og Lemúel létu sér því mörg aóvægin orð um munn fara við okkur, yngri bræður sína, og létu höggin dynja á okkur, jafnvel með barefli.

29 Og svo bar við, að meðan þeir lömdu okkur með barefli, sjá, þá kom aengill Drottins og stóð fyrir framan þá og mælti: Hví berjið þér yngri bróður yðar með barefli? Vitið þér ei, að Drottinn hefur útvalið hann sem bstjórnanda yðar og það vegna misgjörða yðar? Sjá, hverfið því aftur upp til Jerúsalem, og Drottinn mun selja Laban í hendur yðar.

30 Og að svo mæltu hvarf aengillinn á brott.

31 Og þegar engillinn var horfinn, tóku Laman og Lemúel enn að amögla og segja: Hvernig má það vera, að Drottinn framselji okkur Laban? Sjá, hann er voldugur maður og ræður yfir fimmtíu, já, getur jafnvel drepið fimmtíu og hví þá ekki okkur?