Fyrsta bók Nefís

1 Nefí 

Frásögn um Lehí, eiginkonu hans Saríu og fjóra syni hans, sem hétu (byrjað á þeim elsta) Laman, Lemúel, Sam og Nefí. Drottinn aðvarar Lehí og ræður honum að hverfa frá landi Jerúsalem, þar eð íbúarnir sækist eftir lífi hans fyrir spádóma hans, er snerta misgjörðir þeirra. Hann ferðast þrjár dagleiðir út í óbyggðirnar með fjölskyldu sinni. Nefí hverfur aftur til lands Jerúsalem ásamt bræðrum sínum til að sækja heimildaskrár Gyðinga. Frásögnin af þjáningum þeirra. Þeir kvænast dætrum Ísmaels. Þeir leggja af stað með fjölskyldur sínar út í óbyggðirnar. Sagt er frá þjáningum þeirra og þrengingum í óbyggðunum og leið þeirra rakin. Þeir koma að vötnunum miklu. Bræður Nefís rísa gegn honum. Hann ávítar þá og smíðar skip. Þeir nefna staðinn Nægtarbrunn. Þeir fara yfir vötnin miklu til fyrirheitna landsins og áfram. Þetta er samkvæmt frásögn Nefís, eða með öðrum orðum, ég, Nefí, færði þessa skrá í letur.
1. Kapítuli

Nefí byrjar að skrá heimildir þjóðar sinnar — Lehí sér eldstólpa í sýn og les úr spádómsbók — Hann lofar Guð, segir fyrir um komu Messíasar og spáir tortímingu Jerúsalem — Gyðingar ofsækja hann. Um 600 f.Kr.

2. Kapítuli

Lehí fer með fjölskyldu sína út í óbyggðirnar, sem liggja að Rauðahafinu — Þeir skilja eigur sínar eftir — Lehí færir Drottni fórn og kennir sonum sínum að halda boðorðin — Laman og Lemúel mögla gegn föður sínum — Nefí er hlýðinn og biðst fyrir í trú; Drottinn talar til hans, og hann er valinn stjórnandi bræðra sinna. Um 600 f.Kr.

3. Kapítuli

Synir Lehís snúa aftur til Jerúsalem til að ná í látúnstöflurnar — Laban neitar að láta töflurnar af hendi — Nefí hvetur bræður sína og uppörvar — Laban stelur eigum þeirra og gerir tilraun til að ráða þá af dögum — Laman og Lemúel láta högg sín dynja á Nefí og Sam og engill ávítar þá. Um 600–592 f.Kr.

4. Kapítuli

Nefí ræður Laban af dögum að boði Drottins og tryggir sér síðan látúnstöflurnar með herbragði — Sóram kýs að fylgja fjölskyldu Lehís í óbyggðunum. Um 600–592 f.Kr.

5. Kapítuli

Saría kvartar undan Lehí — Bæði gleðjast yfir endurkomu sona sinna — Þau færa fórnir — Látúnstöflurnar geyma rit Móse og spámannanna — Töflurnar sýna að Lehí er afkomandi Jósefs — Spádómur Lehís um niðja hans og varðveislu taflnanna. Um 600–592 f.Kr.

6. Kapítuli

Nefí ritar um það sem Guðs er — Tilgangur Nefís er að fá menn til að koma til Guðs Abrahams og frelsast. Um 600–592 f.Kr.

7. Kapítuli

Synir Lehís snúa aftur til Jerúsalem og bjóða Ísmael og heimilisfólki hans að slást í för með sér — Laman og fleiri gera uppreisn — Nefí hvetur bræður sína til að trúa á Drottin — Þeir hneppa hann í bönd og áforma tortímingu hans — Kraftur trúarinnar bjargar honum — Bræður hans biðja hann fyrirgefningar — Lehí og fylgdarlið hans færa fórnir og brennifórnir. Um 600–592 f.Kr.

8. Kapítuli

Lehí sér lífsins tré í sýn — Hann neytir af ávexti þess og þráir að fjölskylda hans neyti hans einnig — Hann sér járnstöng, krappan og þröngan veg, og niðdimmt mistur sem umlykur mennina — Saría, Nefí og Sam neyta af ávextinum, en Laman og Lemúel vilja það ekki. Um 600–592 f.Kr.

9. Kapítuli

Nefí ritar tvenns konar heimildarit — Hvorttveggja ritin nefnast töflur Nefís — Stærri töflurnar geyma veraldlega sögu þeirra; smærri töflurnar fjalla að mestu um helga hluti. Um 600–592 f.Kr.

10. Kapítuli

Lehí segir fyrir um að Babýloníumenn muni hneppa Gyðinga í ánauð — Hann segir fyrir um komu Messíasar meðal Gyðinga, frelsara, lausnara — Lehí segir einnig fyrir um komu þess sem eigi að skíra Guðslambið — Lehí segir frá dauða og upprisu Messíasar — Hann líkir tvístrun og samansöfnun Ísraels við olífutré — Nefí talar um son Guðs, gjöf heilags anda, og þörfina á réttlæti. Um 600–592 f.Kr.

11. Kapítuli

Nefí sér anda Drottins og honum er sýnt lífsins tré í sýn — Hann sér móður Guðssonarins og fræðist um lítillæti Guðs — Hann sér skírn, helga þjónustu og krossfestingu Guðslambsins — Hann sér einnig köllun og helga þjónustu hinna tólf postula lambsins. Um 600–592 f.Kr.

12. Kapítuli

Nefí sér fyrirheitna landið í sýn; réttlæti, misgjörðir og fall íbúa þess; komu Guðslambsins meðal þeirra; að lærisveinarnir tólf og postularnir tólf muni dæma Ísrael; og viðurstyggð og óhreinindi þeirra sem hnignar í vantrú. Um 600–592 f.Kr.

13. Kapítuli

Nefí sér í sýn kirkju djöfulsins rísa meðal Þjóðanna, fund og landnám Ameríku, missi margra skýrra og dýrmætra hluta úr Biblíunni, þar af leiðandi fráhvarf Þjóðanna, endurreisn fagnaðarerindisins, komu síðari daga helgirits og uppbyggingu Síonar. Um 600–592 f.Kr.

14. Kapítuli

Engill segir Nefí frá blessunum og bölvun sem komi yfir Þjóðirnar — Til eru aðeins tvær kirkjur: Kirkja Guðslambsins og kirkja djöfulsins — Hinir heilögu Guðs með öllum þjóðum eru ofsóttir af hinni miklu og viðurstyggilegu kirkju — Jóhannes postuli mun skrifa um endalok veraldar. Um 600–592 f.Kr.

15. Kapítuli

Niðjar Lehís munu hljóta fagnaðarerindið frá Þjóðunum á síðari dögum — Samansöfnun Ísraels er líkt við olífutré þar sem náttúrlegu greinarnar verða græddar á aftur — Nefí skýrir frá því hvað sýnin yfir lífsins tré táknar og ræðir um réttlæti Guðs er hann aðskilur hina ranglátu frá hinum réttlátu. Um 600–592 f.Kr.

16. Kapítuli

Hinum ranglátu er sannleikurinn harður — Synir Lehís ganga að eiga dætur Ísmaels — Líahóna vísar þeim veg í óbyggðunum — Boð frá Drottni birtast á Líahóna öðru hverju — Ísmael deyr; fjölskylda hans kvartar yfir þrengingunum. Um 600–592 f.Kr.

17. Kapítuli

Nefí er boðið að smíða skip — Bræður hans snúast gegn honum — Hann veitir þeim áminningu og segir þeim frá samskiptum Guðs við Ísrael — Nefí fyllist krafti Guðs — Bræðrum hans er meinað að snerta hann, ella muni þeir visna eins og þornað strá. Um 592–591 f.Kr.

18. Kapítuli

Skipasmíðinni lýkur — Minnst er á fæðingu Jakobs og Jósefs — Hópurinn leggur af stað til fyrirheitna landsins — Synir Ísmaels og eiginkonur þeirra taka þátt í svalli og uppreisn — Nefí er fjötraður og ofsarok hrekur skipið aftur á bak — Nefí er leystur og fyrir bænir hans lægir storminn — Fólkið kemur til fyrirheitna landsins. Um 591–590 f.Kr.

19. Kapítuli

Nefí gjörir töflur úr málmi og skráir sögu þjóðar sinnar — Guð Ísraels mun koma sex hundruð árum eftir að Lehí fór frá Jerúsalem — Nefí segir frá þjáningum hans og krossfestingu — Gyðingar verða fyrirlitnir og þeim tvístrað fram á síðari daga, en þá munu þeir snúa aftur til Drottins. Um 589–570 f.Kr.

20. Kapítuli

Drottinn opinberar Ísrael áform sín — Ísrael hefur verið útvalinn í brennsluofni hörmungarinnar og á að yfirgefa Babýlon — Samanber Jesaja 48. Um 589–570 f.Kr.

21. Kapítuli

Messías verður Þjóðunum ljós og mun leysa hina fjötruðu — Ísrael mun safnað saman með krafti á síðustu dögum — Konungar verða barnfóstrar þeirra — Samanber Jesaja 49. Um 589–570 f.Kr.

22. Kapítuli

Ísrael mun tvístrað um alla jörðina — Þjóðirnar munu fóstra og næra Ísrael með fagnaðarerindinu á síðustu dögum — Ísrael verður safnað saman og hann leystur og hinir ranglátu munu brenna sem hálmleggir — Ríki djöfulsins verður tortímt og Satan mun bundinn. Um 589–570 f.Kr.