Ritningar
2 Nefí 24


24. Kapítuli

Ísrael verður safnað saman og hann mun njóta þúsund ára hvíldar — Lúsífer var varpað niður af himnum vegna uppreisnar — Ísrael mun fagna sigri yfir Babýlon (heiminum) — Samanber Jesaja 14. Um 559–545 f.Kr.

1 Því að Drottinn mun miskunna Jakob og enn aútvelja Ísrael og gefa þeim bólfestu í landi þeirra sjálfra. Og bútlendir menn munu sameinast þeim og gjöra félagsskap við hús Jakobs.

2 aOg þjóðirnar munu taka þá og flytja þá til átthaga þeirra, já, langt að, alla leið frá endimörkum jarðar. Og þeir munu hverfa aftur til sinna bfyrirheitnu landa. Og Ísraelsniðjar munu eignast þá, og land Drottins verður land cþræla og ambátta. Og þau munu hertaka hertakendur sína og drottna yfir kúgurum sínum

3 Og svo mun við bera á þeim degi, að Drottinn veitir þér ahvíld frá þrautum þínum og ótta og af hinni hörðu ánauð, sem á þig var lögð.

4 Og á þeim degi mun svo við bera, að þú rifjar upp þetta orðtak gegn aBabýloníu-konungi og segir: Er nú allur máttur úr harðstjóranum og hin gullna borg liðin undir lok?

5 Drottinn hefur sundurbrotið staf hinna ranglátu, sprota yfirdrottnaranna.

6 Sá, sem laust þjóðflokkana í bræði högg á högg ofan og kúgaði þjóðirnar í reiði, er ofsóttur, og enginn hindrar það.

7 Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, afagnaðarópin kveða við.

8 Jafnvel akýprustrén gleðjast yfir þér og einnig sedrustrén í Líbanon og segja: Fyrst þú ert blagstur lágt, mun enginn upp rísa til þess að cfella oss.

9 Niðri hjá ahelju er allt í uppnámi þín vegna til þess að taka á móti þér. Vegna þín rekur hún hina bdauðu á fætur, alla foringja jarðarinnar. Hún lætur alla þjóðkonunga standa upp af hásætum sínum.

10 Þeir taka allir til máls og segja við þig: Ert þú þá einnig orðinn máttvana sem vér? Ert þú orðinn jafningi vor?

11 Viðhafnaður þinn er lagður til grafar, og gígjuhljómur þinn hljóðnar. Ormar eru breiddir undir þig, og ábreiða þín er maðkar.

12 En ahví hefur þú hrapað af himninum, þú, bLúsífer, sonur morgunroðans? Ert þú að velli lagður, þú, sem undirokaðir þjóðirnar?

13 Þú, sem sagðir í hjarta þínu: aÉg vil upp stíga til himins, ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldisstól minn. Á þingfjallinu vil ég setjast að, yst í bnorðri —

14 Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur hinum hæsta.

15 Til heljar verður þér samt niður varpað, í neðstu fylgsni agrafarinnar.

16 Þeim, sem sjá þig, verður astarsýnt á þig, þeir munu virða þig fyrir sér og segja: Er þetta maðurinn, sem skók jörðina og skelfdi konungsríkin?

17 Og gjörði jarðkringluna að eyðimörk, tortímdi borgum hennar og gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi?

18 Allir konungar þjóðanna, já þeir allir, liggja í mekt sinni, hver í asínu húsi.

19 En þér er fleygt úr gröf þinni eins og aauvirðilegum kvisti; eins og leifum þeirra, sem ráðnir eru af dögum, gegnumreknar af sverði, og hafna niðri á bgrjóti hyldýpisins, eins og fótumtroðið hræ.

20 Þú munt eigi sameinast þeim í gröfinni, því að landi þínu hefur þú tortímt og myrt þjóð þína. aAfsprengi billvirkja mun aldrei rómað.

21 Búið börn hans undir slátrun sakir amisgjörða feðranna, svo að þau fái eigi risið á legg, lagt undir sig jörðina, né fylli jarðkringluna borgum.

22 Því að ég mun rísa upp gegn þeim, segir Drottinn hersveitanna, og afmá anafn og leifar Babýlonborgar, ætt og bafkomendur, segir Drottinn.

23 Ég mun a hana stjörnuhegrum og breyta henni í vatnsmýri. Ég mun sópa henni burt með bsópi tortímingar, segir Drottinn hersveitanna.

24 Drottinn hersveitanna hefir svarið og sagt: Það, sem ég hef fyrirhugað, skal sannlega verða, og það, sem ég hefi áformað, skal framgang fá —

25 Ég mun flytja aAssúr til lands míns og fótumtroða hann á bfjöllum mínum. Þá skal coki hans af þeim létt og byrði hans tekin af herðum þeirra.

26 aÞetta er sú ráðstöfun, sem áformuð er um alla jörðina, og þetta er sú hönd, sem út er rétt gegn öllum þjóðum

27 Því að svo hefur Drottinn hersveitanna ályktað, og hver fær ónýtt það? Það er hans hönd, sem út er rétt, og hver fær kippt henni aftur?

28 Þessi spádómur var birtur, aárið sem bAkas konungur andaðist.

29 Þú skalt eigi gleðjast, gjörvöll Filistea, þótt stafurinn, sem sló þig, sé í sundur brotinn. Því upp af rót höggormsins mun naðra koma, og ávöxtur hennar mun verða logandi flugdreki.

30 Frumburðir hinna fátæku skulu hafa viðurværi og þurfamennirnir hvílast óhultir, en rót þína vil ég með hungri deyða og leifar þínar verða drepnar.

31 Kveina þú, hlið! Hljóða þú, borg! Þú, gjörvöll Filistea ert í upplausn, því að mökkur kemur úr norðurátt, og enginn verður einn á sínum vitjunartíma.

32 Og hverju munu þá sendimenn þjóðanna svara? Að Drottinn hafi grundvallað aSíon, og að hinir bfátæku meðal þjóðar hans skuli þar sér ctrausts leita.