Önnur bók Nefís

2 Nefí 

Frásögn af dauða Lehís. Bræður Nefís rísa gegn honum. Drottinn varar Nefí við og beinir honum út í óbyggðirnar. Ferðir hans um óbyggðirnar og fleira.
1. Kapítuli

Lehí segir fyrir um land frelsisins — Niðjum hans mun stökkt á dreif og þeir lostnir, ef þeir hafna hinum heilaga Ísraels — Hann hvetur syni sína til að búast alvæpni réttlætisins. Um 589–570 f.Kr.

2. Kapítuli

Endurlausn fæst með heilögum Messíasi — Valfrelsi er frumskilyrði tilveru okkar og framþróunar — Adam féll, svo að menn mættu lifa — Manninum er frjálst að velja frelsi og eilíft líf. Um 589–570 f.Kr.

3. Kapítuli

Jósef í Egyptalandi sá Nefítana í sýn — Hann sagði fyrir um Joseph Smith, síðari daga sjáanda; um Móse, sem bjarga myndi Ísrael; og um tilkomu Mormónsbókar. Um 589–570 f.Kr.

4. Kapítuli

Lehí gefur afkomendum sínum ráð og blessar þá — Hann deyr og er grafinn — Nefí vegsamar gæsku Guðs — Nefí setur traust sitt á Drottin að eilífu. Um 589–570 f.Kr.

5. Kapítuli

Nefítar segja skilið við Lamaníta, halda lögmál Móse og reisa musteri — Lamanítum er vísað úr návist Drottins vegna vantrúar þeirra, bölvun kemur yfir þá og þeir verða svipa á Nefíta. Um 569–559 f.Kr.

6. Kapítuli

Jakob segir sögu Gyðinga: Ánauð þeirra í Babýlon og endurkoma; þjónusta og krossfesting hins heilaga Ísraels; hjálp frá Þjóðunum; og síðari daga endurreisn Gyðinga þegar þeir trúa á Messías. Um 559–545 f.Kr.

7. Kapítuli

Jakob les áfram úr Jesaja: Jesaja mælir fyrir munn Messíasar — Messías mun hafa tungu hins lærða — Hann býður bak sitt þeim sem berja hann — Hann verður sér ekki til skammar — Samanber Jesaja 50. Um 559–545 f.Kr.

8. Kapítuli

Jakob les áfram úr Jesaja: Á síðustu dögum mun Drottinn hugga Síon og safna saman Ísrael — Hinir endurleystu munu koma til Síonar með mikilli gleði — Samanber Jesaja 51 og 52:1–2. Um 559–545 f.Kr.

9. Kapítuli

Jakob útskýrir að Gyðingum muni safnað saman í öllum fyrirheitnum löndum sínum — Friðþægingin frelsar manninn frá fallinu — Líkamar hinna dauðu munu koma úr gröfunum og andar þeirra úr helju og paradís — Þeir munu dæmdir — Friðþægingin frelsar frá dauða, helju, djöflinum og óendanlegri kvöl — Hinir réttlátu verða hólpnir í ríki Guðs — Gjöld syndarinnar tilgreind — Hinn heilagi Ísraels er vörðurinn við hliðið. Um 559–545 f.Kr.

10. Kapítuli

Jakob útskýrir að Gyðingar muni krossfesta Guð sinn — Þeim mun tvístrað þar til þeir fara að trúa á hann — Ameríka verður land lýðfrelsis og þar mun enginn konungur ríkja — Sættist við Guð og öðlist sáluhjálp fyrir náð hans. Um 559–545 f.Kr.

11. Kapítuli

Jakob sá lausnara sinn — Lögmál Móse er táknrænt um Krist og sannar að hann muni koma. Um 559–545 f.Kr.

12. Kapítuli

Jesaja sér musteri síðari daga, samansöfnun Ísraels og dóm og frið þúsund ára ríkisins — Hinir dramblátu og ranglátu munu niðurlægðir við síðari komuna — Samanber Jesaja 2. Um 559–545 f.Kr.

13. Kapítuli

Júda og Jerúsalem mun refsað fyrir óhlýðni sína — Drottinn flytur mál fólks síns og dæmir í máli þess — Bölvun fellur yfir dætur Síonar og þær líða fyrir veraldleika sinn. Samanber Jesaja 3. Um 559–545 f.Kr.

14. Kapítuli

Síon og dætur hennar munu endurleystar og hreinsaðar á degi sæluríkisins — Samanber Jesaja 4. Um 559–545 f.Kr.

15. Kapítuli

Víngarði Drottins (Ísrael) mun eytt og fólki hans tvístrað — Vei sé þeim í fráhvarfi þeirra og tvístrun — Drottinn mun reisa merki og safna Ísrael saman — Samanber Jesaja 5. Um 559–545 f.Kr.

16. Kapítuli

Jesaja sér Drottin — Syndir Jesaja fyrirgefnar — Hann er kallaður til að spá — Hann spáir því að Gyðingar hafni kenningum Krists — Leifarnar munu snúa aftur — Samanber Jesaja 6. Um 559–545 f.Kr.

17. Kapítuli

Efraím og Sýrland heyja stríð við Júda — Yngismær mun fæða Krist — Samanber Jesaja 7. Um 559–545 f.Kr.

18. Kapítuli

Kristur verður ásteytingarsteinn og hrösunarhella — Leitið Drottins, ekki hvískrandi spásagnaranda — Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins eftir leiðsögn — Samanber Jesaja 8. Um 559–545 f.Kr.

19. Kapítuli

Jesaja talar um Messías — Þjóð í myrkri mun sjá mikið ljós — Barn er oss fætt — Hann verður friðarhöfðingi og mun ríkja í hásæti Davíðs — Samanber Jesaja 9. Um 559–545 f.Kr.

20. Kapítuli

Tortíming Assýríu er dæmigerð um tortímingu ranglátra við síðari komuna — Fáir verða eftir þegar Drottinn kemur á ný — Leifar Jakobs munu aftur hverfa á þeim degi — Samanber Jesaja 10. Um 559–545 f.Kr.

21. Kapítuli

Stofn Ísaí (Kristur) mun fella réttlátan dóm — Þekkingin á Guði mun fylla jörðina í þúsund ára ríkinu — Drottinn mun reisa merki og safna saman Ísrael — Samanber Jesaja 11. Um 559–545 f.Kr.

22. Kapítuli

Á þúsund ára tímabilinu munu allir menn lofa Drottin — Hann mun dvelja meðal þeirra — Samanber Jesaja 12. Um 559–545 f.Kr.

23. Kapítuli

Tortíming Babýlonar er dæmigerð um tortíminguna við síðari komuna — Það verður dagur brennandi reiði og refsingar — Babýlon mun að eilífu fallin — Samanber Jesaja 13. Um 559–545 f.Kr.

24. Kapítuli

Ísrael verður safnað saman og hann mun njóta þúsund ára hvíldar — Lúsífer var varpað niður af himnum vegna uppreisnar — Ísrael mun fagna sigri yfir Babýlon (heiminum) — Samanber Jesaja 14. Um 559–545 f.Kr.

25. Kapítuli

Nefí hefur unun af hreinskilni — Spádómar Jesaja verða augljósir á síðustu dögum — Gyðingar munu snúa aftur frá Babýlon, krossfesta Messías, þeim verður tvístrað og þeir fá hirtingu — Þeir verða endurreistir þegar þeir trúa á Messías — Hann kemur fyrst sex hundruð árum eftir að Lehí yfirgaf Jerúsalem — Nefítar halda lögmál Móse og trúa á Krist, sem er hinn heilagi Ísraels. Um 559–545 f.Kr.

26. Kapítuli

Kristur mun þjóna Nefítum — Nefí sér fyrir tortímingu þjóðar sinnar — Þeir munu tala úr duftinu — Þjóðirnar munu reisa falskirkjur og stofna leynisamtök — Drottinn bannar prestaslægð. Um 559–545 f.Kr.

27. Kapítuli

Myrkur og fráhvarf mun fylla jörðina á síðustu dögum — Mormónsbók birtist — Þrjú vitni munu bera vitni um bókina — Hinn lærði segist ekki geta lesið innsiglaða bók — Drottinn mun vinna dásemdarverk og undur — Samanber Jesaja 29. Um 559–545 f.Kr.

28. Kapítuli

Margar falskirkjur verða reistar á síðustu dögum — Þær munu kenna falskar, hégómlegar og fávísar kenningar — Fráhvarf verður vegna falskennara — Djöfullinn mun ólmast í hjörtum manna — Hann mun kenna alls kyns falskenningar. Um 559–545 f.Kr.

29. Kapítuli

Margir meðal Þjóðanna munu hafna Mormónsbók — Þeir munu segja: Við þurfum ekki fleiri Biblíur — Drottinn talar til margra þjóða — Hann mun dæma heiminn af þeim bókum sem skráðar verða. Um 559–545 f.Kr.

30. Kapítuli

Þeir meðal Þjóðanna sem snúast til trúar munu taldir með sáttmálsþjóðinni — Margir Lamanítar og Gyðingar munu trúa orðinu og verða aðlaðandi — Ísrael mun endurreistur og hinum ranglátu tortímt. Um 559–545 f.Kr.

31. Kapítuli

Nefí segir frá því hvers vegna Kristur var skírður — Menn verða að fylgja Kristi, láta skírast, meðtaka heilagan anda og standa stöðugir allt til enda, til að frelsast — Iðrun og skírn eru hliðið að hinum krappa og þrönga vegi — Eilíft líf hljóta þeir sem halda boðorðin eftir skírn. Um 559–545 f.Kr.

32. Kapítuli

Englar tala með krafti heilags anda — Menn verða að biðja og öðlast sjálfir vitneskju frá heilögum anda. Um 559–545 f.Kr.

33. Kapítuli

Orð Nefís eru sönn — Þau bera Kristi vitni — Þeir sem trúa á Krist munu trúa orðum Nefís, er munu standa sem vitni frammi fyrir dómgrindunum. Um 559–545 f.Kr.