Ritningar
3 Nefí 14


14. Kapítuli

Jesús býður: Dæmið ekki; spyrjið Guð; varist falsspámenn — Hann lofar þeim sáluhjálp, sem gjöra vilja föðurins — Samanber Matteus 7. Um 34 e.Kr.

1 Og nú bar svo við, að þegar Jesús hafði mælt þessi orð, sneri hann sér aftur að mannfjöldanum, lauk upp munni sínum á ný og sagði: Sannlega, sannlega segi ég yður. aDæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.

2 Því að ameð þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.

3 Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

4 Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér — og þó er bjálki í auga sjálfs þín?

5 Hræsnari. Drag fyrst abjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

6 Gefið ekki hundum það, sem aheilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín, svo að þau troði þær ekki undir fótum, snúi sér við og tæti yður í sundur.

7 aBiðjið, og yður mun gefið verða, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

8 Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.

9 Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð?

10 Eða höggorm, þegar hann biður um fisk?

11 Fyrst þér þá, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?

12 Allt, sem þér viljið því, að aðrir menn gjöri yður, aþað skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.

13 Gangið inn um aþrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn bbreiður, sem liggur til glötunar, og þeir margir, sem þar fara inn —

14 En þröngt er það ahlið og bmjór sá vegur, er liggur til lífsins, og þeir cfáir, sem finna hann.

15 Varist afalsspámenn, sem koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.

16 Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?

17 Þannig ber sérhvert gott tré góðan ávöxt, en slæmt tré vondan ávöxt.

18 Gott tré getur ekki borið vondan ávöxt, ekki heldur slæmt tré góðan ávöxt.

19 Hvert það tré, sem aber ekki góðan ávöxt, er upp höggvið og í eld kastað.

20 Af aávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

21 Ekki mun hver sá, sem við mig segir herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.

22 Margir munu asegja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki spáð í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört margt undursamlegt í þínu nafni?

23 Þá mun ég lýsa yfir: Aldrei aþekkti ég yður. bVíkið frá mér, þér misgjörðamenn.

24 Hver sá, sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á abjargi —

25 Nú skall á asteypiregn og vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. En það bféll eigi, því að það var á bjargi byggt.

26 En hver, sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á asandi —

27 Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið.