Ritningar
3 Nefí 28


28. Kapítuli

Níu af hinum tólf lærisveinum þrá arf í ríki Krists þegar þeir deyja og hljóta loforð um hann — Nefítarnir þrír þrá að öðlast vald yfir dauðanum og verða kyrrir á jörðu, þar til Jesús kemur á ný og sú ósk er þeim veitt — Þeir ummyndast og sjá það, sem ekki má segja frá og þjóna nú meðal manna. Um 34–35 e.Kr.

1 Og svo bar við, að eftir að Jesús hafði mælt þessi orð, beindi hann orðum sínum til lærisveina sinna, hvers og eins þeirra, og mælti: Hvers óskið þér af mér, eftir að ég er farinn til föðurins?

2 Og þeir svöruðu allir, nema þrír, og sögðu: Við óskum þess, að þegar við höfum lifað heilan mannsaldur, þá ljúki þeirri helgu þjónustu, sem þú hefur kallað okkur til, og að við fáum þá fljótlega að koma til þín í ríki þitt.

3 Og hann sagði við þá: Blessaðir eruð þér vegna þess, sem þér óskið af mér. Eftir að þér því hafið náð sjötíu og tveggja ára aldri, skuluð þér koma til mín í ríki mitt, og hjá mér skuluð þér finna ahvíld.

4 Og þegar hann hafði mælt þetta, sneri hann sér að hinum þremur og spurði þá: Hvað viljið þér, að ég gjöri fyrir yður, þegar ég er farinn til föðurins?

5 En þeir hryggðust í hjörtum sínum, því að þeir þorðu eigi að segja honum, hvers þeir óskuðu.

6 Og hann sagði við þá: Sjá. Ég aþekki hugsanir yðar, og þér óskið þess sama og minn elskaði bJóhannes óskaði af mér, en hann var með mér í helgri þjónustu minni, áður en Gyðingarnir lyftu mér upp.

7 Enn blessaðri eruð þér þess vegna, því að þér skuluð aaldrei smakka bdauðann, heldur skuluð þér lifa og sjá alla breytni föður míns við mannanna börn, já, þar til allt er uppfyllt að vilja föðurins, þegar ég kem í dýrð minni með ckrafti himins.

8 Og þér skuluð aldrei líða kvalir dauðans. En þegar ég kem í dýrð minni, skuluð þér breytast á augabragði frá hinu adauðlega til hins bódauðlega. Og þá skuluð þér blessaðir verða í ríki föður míns.

9 Og þér skuluð enn fremur engar kvalir líða, meðan þér dveljið í holdinu, né heldur sorg, nema vegna synda heimsins. Og allt þetta vil ég gjöra vegna þess, sem þér óskuðuð af mér, því að þér þráið að aleiða sálir manna til mín, meðan heimurinn stendur.

10 Og sakir þess skal afylling gleðinnar verða yðar, og þér skuluð setjast niður í ríki föður míns. Já, gleði yðar verður algjör, eins og faðirinn hefur veitt mér fyllingu gleðinnar. Og þér verðið eins og ég er, en ég er eins og faðirinn, og faðirinn og ég erum beitt —

11 Og aheilagur andi ber vitni um föðurinn og mig, og faðirinn veitir mannanna börnum heilagan anda vegna mín.

12 Og svo bar við, að er Jesús hafði mælt þessi orð, snerti hann sérhvern þeirra með fingri sínum, nema þá þrjá, sem verða skyldu um kyrrt, og hvarf síðan á braut.

13 Og sjá. Himnarnir lukust upp, og þeir voru ahrifnir upp til himins og sáu og heyrðu ólýsanlega hluti.

14 Og þeim var abannað að mæla, og þeim var ekki veitt vald til að segja frá því, sem þeir sáu og heyrðu —

15 En hvort heldur þeir voru í líkamanum eða úr líkamanum, gátu þeir ekki greint, því að þeim virtist sem þeir aummynduðust, breyttust úr þessum holdslíkama yfir í hið ódauðlega, svo að þeir gátu litið það, sem Guðs er.

16 En svo bar við, að þeir hófu aftur helga þjónustu á yfirborði jarðar, en kenndu þó ekki þá hluti, sem þeir höfðu heyrt og séð, vegna þess boðorðs, sem þeim var gefið á himni.

17 En hvort þeir voru dauðlegir eða ódauðlegir eftir þennan ummyndunardag, veit ég ekki.

18 En svo mikið veit ég af þeirri frásögn, sem gefin hefur verið, að þeir ferðuðust um landið og veittu lýðnum helga þjónustu sína og tengdu alla þá kirkjunni, sem trúa vildu boðskap þeirra, og skírðu þá, en allir þeir, sem skírðir voru, meðtóku heilagan anda.

19 Og þeir, sem ekki tilheyrðu kirkjunni, létu varpa þeim í afangelsi, en fangelsin héldu þeim ekki, því að þau klofnuðu í tvennt.

20 Og þeim var varpað í jörðu niður, en þeir lustu jörðina með orði Guðs, þannig að fyrir akraft hans björguðust þeir úr djúpi jarðar. Því tókst ekki að grafa gryfjur er héldu þeim.

21 Og þrisvar var þeim varpað í abrennandi ofn, en hlutu ekki mein af.

22 Og tvisvar var þeim varpað í avillidýragryfju. En sjá. Þeir léku sér við dýrin eins og barn við unglamb, og þá sakaði ekki.

23 Og svo bar við, að þannig fóru þeir um meðal Nefíþjóðarinnar og boðuðu afagnaðarerindi Krists yfir öllum í landinu. Og fólkið snerist til trúar á Drottin og sameinaðist í kirkju Krists, og þannig var bþessi kynslóð blessuð í samræmi við orð Jesú.

24 Og nú lýk ég, Mormón, um stund máli mínu varðandi þetta.

25 Sjá. Ég var að því kominn að letra anöfn þeirra, sem aldrei skyldu smakka dauðann, en Drottinn bannaði það. Þess vegna færi ég þau ekki í letur, því að þau eru hulin heiminum.

26 En sjá. Ég hef séð þá, og þeir hafa veitt mér helga þjónustu sína.

27 Og sjá. Þeir munu verða á meðal Þjóðanna, en Þjóðirnar þekkja þá ekki.

28 Þeir munu einnig verða á meðal Gyðinga, en Gyðingar munu ekki þekkja þá.

29 Og svo ber við, þegar Drottni þóknast í visku sinni, að þeir munu þjóna öllum hinum adreifðu kynkvíslum Ísraels og öllum þjóðum, kynkvíslum, tungum og lýð og leiða margar sálir þeirra til Jesú, til að ósk þeirra uppfyllist og einnig vegna sannfæringarkrafts Guðs, sem í þeim er.

30 Og þeir eru sem aenglar Guðs, og biðji þeir föðurinn um það í nafni Jesú, þá geta þeir birst hvaða manni sem þeim hentar.

31 Þess vegna munu þeir vinna mikil og undursamleg verk, áður en hinn amikli dagur kemur, þegar allir verða vissulega að standa frammi fyrir dómstóli Krists —

32 Já, þeir munu jafnvel vinna amikið og undursamlegt verk meðal Þjóðanna fyrir þennan dag dómsins.

33 Og ef þér hefðuð allar ritningarnar, sem segja frá öllum hinum undursamlegu verkum Krists, þá munduð þér vita í samræmi við orð Krists, að þetta hlýtur vissulega að eiga sér stað.

34 En vei sé þeim, sem aekki vill hlýða orðum Jesú og orðum bþeirra, sem hann hefur útvalið og sent út meðal þeirra. Því að hver sá, sem ekki tekur á móti orðum Jesú og orðum þeirra, sem hann hefur sent, tekur ekki á móti honum. Og þess vegna mun hann ekki taka á móti þeim á efsta degi —

35 Og betra hefði þeim verið að hafa ekki fæðst. Því að teljið þér, að þér fáið umflúið réttvísi þess Guðs, sem misboðið hefur verið og atroðinn undir fótum manna; að hjálpræði fáist á þann hátt?

36 Og sjá. Þegar ég talaði um þá, sem Drottinn hafði útvalið, já, einmitt hina þrjá, sem hrifnir voru til himna, þá vissi ég ekki, hvort þeir höfðu hreinsast af hinu dauðlega til hins ódauðlega —

37 En sjá. Síðan ég færði það í letur, hef ég spurt Drottin, og hann hefur opinberað mér, að nauðsynlegt hafi verið, að breyting yrði á líkömum þeirra, ella yrðu þeir að smakka dauðann —

38 Þess vegna varð abreyting á líkömum þeirra, svo að þeir þyrftu ekki að smakka dauðann og líða þjáningar og sorg, nema vegna synda heimsins.

39 Þessi breyting er ekki sams konar og sú, sem verða mun á efsta degi. En breyting varð á þeim, þannig að Satan gat ekkert vald haft yfir þeim og gat ekki afreistað þeirra. Og þeir bhelguðust í holdinu og urðu cheilagir, og kraftar jarðar gátu ekki haldið þeim.

40 Og ástand þeirra helst þannig fram að dómsdegi Krists. En þann dag munu þeir verða fyrir enn stærri breytingu, og tekið verður á móti þeim í ríki föðurins, og þaðan fara þeir aldrei framar, heldur dvelja eilíflega með Guði á himnum.