Ritningar
3 Nefí 6


6. Kapítuli

Nefítum vegnar vel — Dramb, auður og stéttaskipting vakin — Kirkjan klofnar vegna ágreinings — Satan leiðir menn til uppreisnar — Margir spámenn boða iðrun en eru myrtir — Morðingjar þeirra gera samsæri um að ná völdum. Um 26–30 e.Kr.

1 Og nú bar svo við, að Nefítar sneru allir aftur til landa sinna á tuttugasta og sjötta ári, hver maður með fjölskyldu sína, hjarðir sínar og búpening, hesta sína og nautpening og allt, sem honum tilheyrði.

2 Og svo bar við, að þeir höfðu ekki etið upp allar vistir sínar. Þess vegna tóku þeir með sér allt, sem þeir höfðu ekki notað, allar tegundir korns síns, gull sitt og silfur og alla dýrgripi, og sneru aftur til landa sinna og landsvæða, bæði í norðri og suðri, bæði í landinu norðanverðu og sunnanverðu.

3 Og þeim ræningjanna, sem gjört höfðu sáttmála um að halda frið í landinu og æsktu þess að verða áfram Lamanítar, gáfu þeir lönd í samræmi við fjölda þeirra, svo að þeir gætu séð sér farborða með vinnu sinni. Og þannig komu þeir á friði í öllu landinu.

4 Og þeim tók aftur að vegna vel, og þeir tóku að eflast. Og tuttugasta og sjötta og sjöunda árið leið, og mikil regla ríkti í landinu. Og þeir höfðu sett sér lög byggð á jafnræði og réttvísi.

5 Og nú var ekkert í öllu landinu til að hindra stöðuga velmegun þjóðarinnar, nema þeirra eigin lögmálsbrot.

6 En það voru Gídgiddóní og dómarinn Lakóneus og þeir, sem tilnefndir höfðu verið leiðtogar, sem komið höfðu á þessum mikla friði í landinu.

7 Og svo bar við, að margar borgir voru reistar að nýju og margar gamlar endurbyggðar.

8 Og margar þjóðbrautir voru lagðar og margir vegir, sem lágu frá einni borg til annarrar, frá einu landinu til annars og frá einum stað til annars.

9 Og þannig leið tuttugasta og áttunda árið, og þjóðin naut áframhaldandi friðar —

10 En svo bar við, að á tuttugasta og níunda ári hófust nokkrar deilur meðal þjóðarinnar. Og sumir fylltust adrembilæti og hroka vegna mikilla auðæfa sinna, svo að jafnvel hlutust af miklar ofsóknir.

11 Því að í landinu voru margir kaupmenn, einnig margir lögmenn og embættismenn.

12 En fólkinu varð skipt í stéttir eftir aauði sínum og námsmöguleikum. Já, sumir voru fáfróðir vegna fátæktar sinnar, en aðrir hlutu mikla fræðslu vegna auðæfa sinna.

13 Sumir voru hrokafullir, en aðrir afar auðmjúkir. Sumir guldu illmæli með illmæli, en aðrir þoldu illmæli, aofsóknir og alls kyns þrengingar án þess að snúast gegn slíku á bsama hátt, en voru þess í stað auðmjúkir og iðrandi fyrir Guði.

14 Og þannig varð svo mikið misrétti í öllu landinu, að kirkjan tók að klofna. Já, á þrítugasta ári var kirkjan klofin í öllu landinu, nema á meðal nokkurra Lamaníta, sem snúist höfðu til hinnar sönnu trúar og vildu ekki víkja frá henni, því að þeir voru staðfastir, trúir og óhagganlegir og fúsir til að halda boðorð Drottins af fullri akostgæfni.

15 En orsök þessara misgjörða þjóðarinnar var þessi: Satan hafði mikinn mátt til að egna fólkið til alls kyns misgjörða, fylla það drambsemi og tæla það til að leita eftir völdum og yfirráðum, auðæfum og hégóma heimsins.

16 Þannig leiddi Satan fólkið afvega og til alls kyns misgjörða, og þess vegna naut það aðeins friðar í fáein ár.

17 Það var því í byrjun þrítugasta ársins — þegar þjóðinni hafði um langa hríð leyfst að leiðast af afreistingum djöfulsins, hvert sem hann óskaði að leiða hana og til hvaða misgjörða sem hann vildi, að hún fremdi — já, í byrjun þessa þrítugasta árs lifði þjóðin því í hræðilegu ranglæti.

18 Nú syndgaði fólkið ekki aóafvitandi, vegna þess að það þekkti vilja Guðs gagnvart sér, því að um hann hafði það verið frætt. Þess vegna breis það af ráðnum hug gegn Guði.

19 En þetta var á dögum Lakóneusar, sonar Lakóneusar, því að Lakóneus tók sæti föður síns og stjórnaði þjóðinni þetta ár.

20 En þá tók að gæta manna, ainnblásinna frá himni, er sendir voru, og þeir tóku að prédika meðal fólksins um gjörvallt landið og vitna djarflega um syndir og misgjörðir þjóðarinnar, og þeir báru því vitni fyrir fólkinu, að Drottinn mundi endurleysa fólk sitt, eða með öðrum orðum, þeir vitnuðu djarflega um upprisu Krists, bdauða hans og þjáningar.

21 En margir meðal þjóðarinnar reiddust þeim mönnum mjög, er vitnuðu um þessa hluti. Og þeir, sem reiddust, voru aðallega yfirdómarar og þeir, sem ahöfðu verið æðstu prestar og lögmenn. Já, allir lögmenn voru reiðir þeim, sem vitnuðu um þetta.

22 En enginn lögmaður, dómari eða æðsti prestur hafði vald til að dæma neinn til dauða, án þess að landstjórinn skrifaði undir dóminn.

23 Nú létu dómararnir taka af lífi á laun marga þá sem vitnuðu djarflega um Krist, og því barst landstjóranum ekki vitneskjan um dauða þeirra fyrr en eftir lát þeirra.

24 En sjá. Það var andstætt lögum landsins, að nokkur maður væri tekinn af lífi, ef landstjórinn veitti ekki vald til þess —

25 Þess vegna barst kvörtun til Sarahemlalands til stjórnanda landsins á hendur þessum dómurum, sem dæmt höfðu spámenn Drottins til dauða andstætt lögunum.

26 Nú bar svo við, að þeir voru teknir og leiddir fyrir dómarann til að verða dæmdir fyrir þá glæpi, sem þeir höfðu framið, eftir þeim alögum, sem þjóðin hafði sett.

27 Nú bar svo við, að þessir dómarar áttu marga vini og ættingja. En hinir, já, næstum allir lögmennirnir og æðstu prestarnir, söfnuðust saman og sameinuðust ættingjum þeirra dómara, sem yfirheyra átti í samræmi við lögin.

28 Og þeir gjörðu asáttmála hver við annan, já, einmitt þann sáttmála, sem gjörður var til forna, sáttmála, sem bdjöfullinn gjörði og stjórnaði til sameiningar gegn öllu réttlæti.

29 Þess vegna bundust þeir samtökum gegn fólki Drottins og gjörðu sáttmála um að tortíma því, en bjarga þeim, sem sekir voru um morð, úr greipum réttvísinnar, sem beitt skyldi í samræmi við lögin.

30 Og þeir virtu að vettugi lög og rétt í landi sínu. Og þeir bundust samtökum um að tortíma landstjóranum og setja akonung yfir landið, svo að landið yrði ekki lengur frjálst, heldur lyti konungum.