Þriðji Nefí

Bók Nefís Sonar Nefís, sem var sonur Helamans

3 Nefí 

Og Helaman var sonur Helamans, sem var sonur Alma, sem var sonur Alma, en hann var afkomandi Nefís, sem var sonur Lehís, sem kom frá Jerúsalem á fyrsta valdaári Sedekía, konungs Júda.
1. Kapítuli

Nefí, sonur Helamans, hverfur burt úr landinu og sonur hans, Nefí, sér um heimildaskrárnar — Þótt tákn og undur gerist, ráðgera hinir ranglátu að drepa hina réttlátu — Nótt fæðingar Krists rennur upp — Táknið gefið og ný stjarna rís — Lygar og blekkingar aukast og Gadíanton ræningjarnir drepa marga. Um 1–4 e.Kr.

2. Kapítuli

Ranglæti og viðurstyggð eykst meðal fólksins — Nefítar og Lamanítar sameinast um varnir gegn Gadíantonræningjunum — Lamanítar, sem snúist hafa til trúar, verða ljósir og kallast Nefítar. Um 5–16 e.Kr.

3. Kapítuli

Giddíaní, foringi Gadíantonræningjanna, krefst þess að Lakóneus og Nefítar gefist upp og láti lönd sín af hendi — Lakóneus gjörir Gídgiddóní að yfirhershöfðingja — Nefítar safnast saman í Sarahemla og Nægtarbrunni, ákveðnir í að verjast. Um 16–18 e.Kr.

4. Kapítuli

Herir Nefíta sigra Gadíantonræningjana — Giddíaní er drepinn og eftirmaður hans, Semnaría, hengdur — Nefítar lofa Drottin fyrir sigra sína. Um 19–22 e.Kr.

5. Kapítuli

Nefítar iðrast og láta af syndum sínum — Mormón skrifar sögu þjóðar sinnar og boðar henni hið ævarandi orð — Ísrael mun safnað saman eftir langvarandi tvístrun. Um 22–26 e.Kr.

6. Kapítuli

Nefítum vegnar vel — Dramb, auður og stéttaskipting vakin — Kirkjan klofnar vegna ágreinings — Satan leiðir menn til uppreisnar — Margir spámenn boða iðrun en eru myrtir — Morðingjar þeirra gera samsæri um að ná völdum. Um 26–30 e.Kr.

7. Kapítuli

Yfirdómarinn myrtur, stjórnin eyðilögð og fólkið skiptist í ættbálka — Andkristurinn Jakob verður konungur leynisamtaka — Nefí prédikar iðrun og trú á Krist — Englar þjóna honum dag hvern og hann reisir bróður sinn upp frá dauðum — Margir iðrast og láta skírast. Um 30–33 e.Kr.

8. Kapítuli

Fellibylur, jarðskjálftar, eldar, hvirfilvindar og mikið jarðrask vottfesta krossfestingu Krists — Margir farast — Myrkur er yfir landinu í þrjá daga — Þeir sem eftir lifa harma örlög sín. Um 33–34 e.Kr.

9. Kapítuli

Í myrkrinu heyrist rödd Krists sem boðar tortímingu margra manna og borga vegna ranglætis fólksins — Hann lýsir einnig yfir guðdómleika sínum, segir að Móselögmálið sé nú uppfyllt og býður mönnum að koma til sín og láta frelsast. Um 34 e.Kr.

10. Kapítuli

Þögn er yfir landinu í margar stundir — Rödd Krists lofar því að safna fólki hans saman eins og hæna safnar ungum sínum — Réttlátari hluti fólksins hefur varðveist. Um 34 e.Kr.

Jesús Kristur birtist Nefíþjóðinni, þegar mannfjöldinn var samankominn í landi Nægtarbrunns, og hann veitti þeim þjónustu. Og á þennan hátt sýndi hann sig þeim.

Nær yfir 11. til og með 26. kapítula.

11. Kapítuli

Faðirinn ber vitni um elskaðan son sinn — Kristur birtist og boðar friðþægingu sína — Fólkið snertir örin eftir benjarnar á höndum hans, fótum og síðu — Það hrópar hósanna — Hann sýnir hvernig skírnin skuli framkvæmd — Andi sundrungar er frá djöflinum — Kenning Krists er sú, að menn skuli trúa, láta skírast og meðtaka heilagan anda. Um 34 e.Kr.

12. Kapítuli

Jesús kallar hina tólf lærisveina og veitir þeim valdsumboð sitt — Hann flytur Nefítum ræðu hliðstæða fjallræðunni — Hann fer með sæluboðin — Kenningar hans eru æðri Móselögmálinu — Mönnum boðið að verða fullkomnir eins og hann og faðir hans eru fullkomnir — Samanber Matteus 5. Um 34 e.Kr.

13. Kapítuli

Jesús kennir Nefítum bæn Drottins — Þeir skulu safna sér fjársjóði á himnum — Lærisveinunum tólf boðið að hafa ekki áhyggjur af veraldlegum hlutum þegar þeir þjóna — Samanber Matteus 6. Um 34 e.Kr.

14. Kapítuli

Jesús býður: Dæmið ekki; spyrjið Guð; varist falsspámenn — Hann lofar þeim sáluhjálp, sem gjöra vilja föðurins — Samanber Matteus 7. Um 34 e.Kr.

15. Kapítuli

Jesús gjörir kunnugt að Móselögmálið sé uppfyllt í honum — Nefítar eru hinir sauðirnir, sem hann talaði um í Jerúsalem — Vegna misgjörða veit fólk Drottins í Jerúsalem ekki um hina dreifðu sauði Ísraels. Um 34 e.Kr.

16. Kapítuli

Jesús mun vitja annarra glataðra sauða Ísraels — Á síðari dögum mun fagnaðarerindið berast Þjóðunum og síðan Ísraelsætt — Fólk Drottins mun sjá með eigin augum þegar hann leiðir Síon fram á ný. Um 34 e.Kr.

17. Kapítuli

Jesús segir fólkinu að íhuga orð hans og biðja um skilning — Hann læknar sjúka — Hann biður fyrir fólkinu og notar mál, sem ekki er unnt að skrá — Englar þjóna börnunum og eldur umlykur þau. Um 34 e.Kr.

18. Kapítuli

Jesús innleiðir sakramentið meðal Nefíta — Þeim er boðið að biðja ætíð í hans nafni — Þeir sem neyta holds hans og drekka blóð hans óverðugir eru fordæmdir — Lærisveinunum veitt vald til veitingar heilags anda. Um 34 e.Kr.

19. Kapítuli

Lærisveinarnir tólf þjóna fólkinu og biðja um heilagan anda — Lærisveinarnir eru skírðir, meðtaka heilagan anda og þjónustu engla — Jesús biðst fyrir og notar orð, sem ekki er unnt að skrá — Hann ber vitni um mikla trú þessara Nefíta. Um 34 e.Kr.

20. Kapítuli

Jesús sér á undursamlegan hátt fyrir brauði og víni og veitir fólkinu enn á ný sakramentið — Leifar Jakobs munu fá vitneskju um Drottin Guð sinn og erfa Ameríku — Jesús er spámaður líkt og Móse og Nefítar eru börn spámannanna — Öðrum af fólki Drottins mun safnað til Jerúsalem. Um 34 e.Kr.

21. Kapítuli

Ísrael mun safnað saman þegar Mormónsbók verður birt — Þjóðirnar verða að frjálsri þjóð í Ameríku — Þær munu frelsast ef þær trúa og hlýða, ella munu þær útilokast og farast — Ísrael mun reisa nýja Jerúsalem og týndu ættkvíslirnar munu snúa aftur. Um 34 e.Kr.

22. Kapítuli

Á síðustu dögum mun Síon og stikur hennar stofnaðar og Ísrael safnað saman í miskunn og mildi — Þær munu fagna sigri — Samanber Jesaja 54. Um 34 e.Kr.

23. Kapítuli

Jesús rómar orð Jesaja — Hann býður fólkinu að kynna sér spámennina — Orðum Lamanítans Samúels um upprisuna er bætt við heimildir þeirra. Um 34 e.Kr.

24. Kapítuli

Sendiboði Drottins mun greiða veginn fyrir síðari komuna — Kristur mun dæma — Ísrael boðið að greiða tíund og fórnir — Minningabók rituð — Samanber Malakí 3. Um 34 e.Kr.

25. Kapítuli

Við síðari komuna munu hrokafullir og ranglátir brenna sem hálmleggir — Elía mun snúa aftur fyrir hinn mikla og ógurlega dag — Samanber Malakí 4. Um 34 e.Kr.

26. Kapítuli

Jesús útskýrir allt frá upphafi til enda — Smábörn mæla undursamleg orð, sem ekki er unnt að skrá — Þeir, sem eru í kirkju Krists, eiga allt sameiginlega. Um 34 e.Kr.

27. Kapítuli

Jesús býður þeim að nefna kirkjuna nafni hans — Fagnaðarerindið byggist á ætlunarverki hans og friðþægingarfórn — Mönnum er boðið að iðrast og láta skírast, svo að þeir megi helgast af heilögum anda — Þeir eiga að verða alveg eins og Jesús. Um 34–35 e.Kr.

28. Kapítuli

Níu af hinum tólf lærisveinum þrá arf í ríki Krists þegar þeir deyja og hljóta loforð um hann — Nefítarnir þrír þrá að öðlast vald yfir dauðanum og verða kyrrir á jörðu, þar til Jesús kemur á ný og sú ósk er þeim veitt — Þeir ummyndast og sjá það, sem ekki má segja frá og þjóna nú meðal manna. Um 34–35 e.Kr.

29. Kapítuli

Tilkoma Mormónsbókar er tákn um að Drottinn sé farinn að safna saman Ísrael og uppfylla sáttmála sína — Þeir, sem hafna síðari daga opinberunum hans og gjöfum, munu fordæmdir. Um 34–35 e.Kr.

30. Kapítuli

Þjóðum síðari daga er boðið að iðrast, koma til Krists og teljast með Ísraelsætt. Um 34–35 e.Kr.