Bók Alma Sem var sonur Alma

14. Kapítuli

Alma og Amúlek settir í fangelsi og barðir — Hinir trúuðu eru brenndir á báli ásamt heilögum ritningum þeirra — Drottinn tekur á móti þessum fórnarlömbum í dýrð — Veggir fangelsisins klofna og hrynja — Alma og Amúlek bjargast, og ofsóknarmenn þeirra láta lífið. Um 82–81 f.Kr.

1 Og svo bar við, að þegar hann hafði lokið máli sínu til fólksins, trúðu margir orðum hans og tóku að iðrast og kanna aritningarnar.

2 En meiri hlutinn vildi tortíma þeim Alma og Amúlek, því að þeir voru reiðir Alma, vegna þess hversu aopinskár hann var við Seesrom. Þeir sögðu einnig, að Amúlek hefði blogið að þeim, smánað lög þeirra, og einnig lögfræðinga þeirra og dómara.

3 Og þeir voru einnig reiðir þeim Alma og Amúlek. Og vegna þess að þeir höfðu vitnað svo opinskátt um ranglæti þeirra, reyndu þeir að losa sig við þá í laumi.

4 En svo bar við, að þeir gjörðu það ekki, heldur tóku þeir þá og bundu þá sterkum böndum og færðu fyrir æðsta dómara landsins.

5 Og fólkið gekk fram og bar vitni gegn þeim — vitnaði um, að þeir hefðu smánað lögin, lögfræðinga þeirra og dómara landsins, sem og allt fólkið í landinu, og vitnaði einnig, að aðeins væri einn Guð, og hann mundi senda son sinn meðal fólksins, en hann mundi ekki frelsa það. Og margt þvílíkt vitnaði fólkið gegn Alma og Amúlek. En vitnaleiðslan fór fram fyrir æðsta dómara landsins.

6 Og svo bar við, að Seesrom undraðist orðin, sem mælt höfðu verið. Hann vissi einnig um blinduna, sem hann hafði valdið í hugum fólksins með lygum sínum, og sál hans varð ahrjáð af bmeðvitundinni um eigin sekt. Já, hann leið vítiskvalir.

7 Og svo bar við, að hann tók að hrópa til fólksins og segja: Sjá, ég er asekur, en þessir menn eru flekklausir fyrir Guði. Og hann tók að tala máli þeirra upp frá því, en þeir smánuðu hann og sögðu: Ert þú einnig haldinn djöflinum? Og þeir hræktu á hann og bvísuðu honum burtu frá sér, ásamt öllum þeim, sem trúðu orðunum, sem Alma og Amúlek höfðu mælt. Og þeir vísuðu þeim burtu og sendu út menn til að grýta þá.

8 Og þeir söfnuðu konum þeirra og börnum saman, og öllum þeim, sem trúðu eða hafði verið kennt að trúa á orð Guðs, létu þeir kasta á bál. Þeir tóku einnig fram heimildir þeirra, sem höfðu að geyma hin helgu rit, og köstuðu þeim einnig á bálið, til þess að eldurinn mætti brenna þær og tortíma.

9 Og svo bar við, að þeir tóku Alma og Amúlek og leiddu þá fram til píslavættisstaðarins, til þess að þeir yrðu vitni að tortímingu þeirra, sem eldurinn gleypti.

10 Þegar Amúlek sá kvalir kvennanna og barnanna, sem eldurinn gleypti, leið hann einnig kvalir og sagði við Alma: Hvernig getum við horft á þessa hræðilegu sjón? Réttum fram hendur okkar og beitum akrafti Guðs, sem í okkur er, og björgum þeim úr logunum.

11 En Alma sagði við hann: Andinn aftrar mér frá því að rétta fram hönd mína. Því að sjá. Drottinn tekur þau til sín í adýrð, og hann leyfir, að þeir gjöri þetta eða að fólkið megi gjöra þeim þetta í samræmi við hörkuna í hjörtum þeirra, svo að bdómarnir, sem hann fellir yfir þeim í heilagri reiði sinni, verði réttvísir, og cblóð hinna dsaklausu mun standa sem vitnisburður gegn þeim, já, hrópa hástöfum gegn þeim á efsta degi.

12 Þá sagði Amúlek við Alma: Ef til vill brenna þeir okkur einnig.

13 Og Alma svaraði: Verði vilji Drottins. En sjá, verkum okkar er ekki lokið, þess vegna brenna þeir okkur ekki.

14 Nú bar svo við, að þegar eldurinn gleypti líkama þeirra, sem kastað hafði verið á hann, og heimildaritin, sem kastað var á hann um leið, kom yfirdómari landsins og staðnæmdist frammi fyrir Alma og Amúlek, þar sem þeir voru í fjötrum. Hann laust þá kinnhest og sagði við þá: Viljið þið enn, eftir að hafa horft á þetta, boða þessu fólki, að því verði kastað í adíki elds og brennisteins?

15 Þið sjáið, að þið höfðuð ekki kraft til að bjarga þeim, sem kastað hefur verið á eldinn, né heldur hefur Guð bjargað þeim, þótt þau tilheyri trú ykkar. Og dómarinn laust þá aftur kinnhest og spurði: Hvað hafið þið fram að færa fyrir ykkur sjálfa?

16 Dómari þessi tilheyrði reglu og trú aNehors, sem réði Gídeon af dögum.

17 Og svo bar við, að þeir Alma og Amúlek svöruðu honum engu, og hann laust þá aftur og fékk þá fangavörðunum í hendur og lét varpa þeim í fangelsi.

18 Og þegar þeim hafði verið varpað í fangelsi og þeir dvalið þar í þrjá daga, komu margir alögvitringar, dómarar, prestar og kennarar, sem játuðu Nehorstrú, til þeirra í fangelsið og spurðu þá um margt, en þeir svöruðu þeim engu.

19 Og svo bar við, að dómarinn staðnæmdist frammi fyrir þeim og sagði: Hví svarið þið ekki þessum mönnum? Vitið þið ekki, að það er á mínu valdi að kasta ykkur á logana? Og hann skipaði þeim að tala, en þeir svöruðu engu.

20 Og svo bar við, að þeir gengu út og héldu leiðar sinnar, en komu aftur næsta dag. Og dómarinn sló þá kinnhest enn einu sinni, og margir gengu einnig fram, lustu þá og sögðu: Ætlið þið enn að standa og dæma þetta fólk og fordæma lög okkar? Ef þið hafið svo mikið vald, hvers vegna abjargið þið ekki sjálfum ykkur?

21 Og margt þvílíkt sögðu þeir við þá, gnístu tönnum, hræktu á þá og sögðu: Hvernig verðum við útlits, þegar búið er að dæma okkur?

22 Og margt þess háttar, já, alls konar hluti sögðu þeir við þá. Og þannig hæddu þeir þá í marga daga. Og þeir létu þá vera án matar, svo að þá mætti hungra, og án vatns, svo að þá mætti þyrsta. Og þeir tóku einnig af þeim fötin, svo að þeir væru naktir. Og þannig voru þeir fjötraðir sterkum böndum og haldið föngnum.

23 Og svo bar við, að eftir að þeir höfðu þjáðst þannig í marga daga (og það var á tólfta degi tíunda mánaðar, tíunda stjórnarárs dómaranna yfir Nefíþjóðinni) fór yfirdómari Ammóníalands og margir kennarar þeirra og lögfræðingar í fangelsið, þar sem Alma og Amúlek voru fjötraðir böndum.

24 Og yfirdómarinn stóð fyrir framan þá og laust þá á ný og sagði við þá: Ef þið hafið kraft Guðs, skuluð þið losa ykkur úr þessum fjötrum, og þá munum við trúa, að Drottinn tortími þessu fólki, eins og þið segið.

25 Og svo bar við, að allir gengu þeir fram og lustu þá og höfðu yfir sömu orðin, allt til síðasta manns. En þegar hinn síðasti hafði talað til þeirra, kom akraftur Guðs yfir Alma og Amúlek, og þeir risu á fætur.

26 Og Alma hrópaði og sagði: Hve lengi eigum vér að þola þessar miklu aþrengingar, ó Drottinn? Ó Drottinn, veit oss styrk til að losna, fyrir trú vora á Krist. Og þeir sprengdu af sér böndin, sem þeir voru fjötraðir. Þegar mennirnir sáu þetta, lögðu þeir á flótta, því að óttinn við tortímingu hafði gripið þá.

27 Og svo bar við, að svo mikill var ótti þeirra, að þeir féllu til jarðar og komust ekki að ytri dyrum afangelsisins. Og jörðin nötraði af miklum krafti, og veggir fangelsisins klofnuðu í tvennt og hrundu til jarðar. Og yfirdómarinn, lögfræðingarnir, prestarnir og kennararnir, sem lostið höfðu Alma og Amúlek, létu lífið við hrun þeirra.

28 Og Alma og Amúlek komu út úr fangelsinu ómeiddir, því að Drottinn hafði veitt þeim kraft í samræmi við trú þeirra á Krist. Og þeir gengu beint út úr fangelsinu, alausir úr fjötrum sínum. Og fangelsið hafði hrunið til jarðar, og hver sála innan veggja þess hafði látið lífið, nema Alma og Amúlek. Og þeir héldu beina leið inn í borgina.

29 En fólkið, sem heyrt hafði mikinn hávaða, kom hlaupandi hópum saman til að vita, af hverju hann stafaði, og þegar það sá Alma og Amúlek koma út úr fangelsinu og að veggir þess höfðu hrunið til jarðar, var það slegið miklum ótta og flúði undan Alma og Amúlek, eins og geit með afkvæmi sín undan tveim ljónum. Og þannig flúði það undan þeim Alma og Amúlek.