Bók Alma Sem var sonur Alma

Frásögn af prédikunum Arons, Múlokís og bræðra þeirra fyrir Lamanítum.

Nær yfir 21. til og með 25. kapítula.

21. Kapítuli

Aron segir Amalekítum frá Kristi og friðþægingu hans — Aron og bræður hans eru hnepptir í fangelsi í Middoní — Þegar þeir losna þaðan kenna þeir í samkunduhúsunum og margir snúast til trúar — Lamoní veitir fólkinu trúfrelsi í Ísmaelslandi. Um 90–77 f.Kr.

1 Þegar Ammon og bræður hans askildu á landamærum Lamanítalands, sjá, þá lagði Aron leið sína í átt að landi, sem þeir Lamanítar nefndu Jerúsalem eftir föðurlandi sínu, og var það langt í burtu og lá að landamærum Mormóns.

2 En Lamanítar og Amalekítar og fólk aAmúlons höfðu reist stóra borg, sem nefnd var Jerúsalem.

3 Lamanítar voru sjálfir nægilega harðlyndir, en Amalekítar og Amúlonítar voru enn harðlyndari. Þess vegna urðu þeir þess valdandi, að Lamanítar hertu enn hjörtu sín og efldust í ranglæti sínu og viðurstyggð.

4 Og svo bar við, að Aron kom til Jerúsalemborgar og hóf fyrst að prédika fyrir Amalekítum. Og hann tók að prédika fyrir þeim í samkunduhúsum þeirra, en þeir höfðu reist sér samkunduhús að ahætti Nehors, því að margir Amalekítar og Amúlonítar tilheyrðu reglu Nehors.

5 Þegar Aron þess vegna kom inn í samkunduhús þeirra til að prédika fyrir fólkinu og á meðan hann var að tala við það, sjá, þá reis Amalekíti nokkur á fætur og tók að deila við hann og sagði: Hvað er þetta, sem þú hefur verið að vitna um? Hefur þú séð aengil? Hvers vegna birtast englar ekki okkur? Sjá, er þetta fólk ekki eins gott og þitt fólk?

6 Þú segir einnig, að ef við iðrumst ekki, munum við farast. Hvernig þekkir þú hugsanir og áform hjartna okkar? Hvernig veist þú, að við höfum ástæðu til að iðrast? Hvernig veist þú, að við séum ekki réttlátt fólk? Sjá, við höfum byggt helgistaði, og við komum saman til að tilbiðja Guð. Við trúum því, að Guð muni frelsa alla menn.

7 Nú sagði Aron við hann: Trúir þú, að sonur Guðs komi til að endurleysa mannkynið frá syndum þess?

8 Og maðurinn sagði við hann: Við trúum ekki, að þú vitir neitt um slíka hluti. Við trúum ekki þessum heimskulegu erfikenningum. Við trúum ekki, að þú vitir neitt um aóorðna hluti, og við trúum því heldur ekki, að feður þínir og einnig feður okkar hafi vitað um það, sem þeir töluðu um, að verða myndi.

9 Og nú lauk Aron upp fyrir þeim ritningunum um komu Krists og einnig um upprisu dauðra og að aendurlausn mannkyns gæti ekki átt sér stað nema fyrir dauða og þjáningar Krists og bfriðþægingu blóðs hans.

10 Og svo bar við, að þegar hann tók að gjöra þeim grein fyrir þessu, reiddust þeir honum og tóku að hæða hann. Og þeir vildu ekki hlýða á orð hans.

11 Þegar hann þess vegna sá, að þeir vildu ekki hlýða á orð hans, fór hann út úr samkunduhúsi þeirra og yfir til þorps, sem kallað var Aní-Antí, og þar fann hann Múlokí, sem var að boða þeim orðið, og einnig Amma og bræður hans. Og þeir deildu við marga um orðið.

12 Og svo bar við, að þeir sáu, að fólkið mundi herða hjörtu sín og fóru þess vegna yfir til Middonílands. Og þeir boðuðu mörgum orðið, en fáir trúðu orðunum, sem þeir kenndu.

13 Engu að síður voru Aron og nokkrir bræðra hans teknir og þeim varpað í fangelsi, en þeir, sem eftir voru, flýðu Middoníland og fóru til nærliggjandi héraða.

14 Og þeir, sem í fangelsi fóru, urðu að aþola margt, en Lamoní og Ammon leystu þá úr haldi, og þeir voru fæddir og klæddir.

15 Og þeir héldu enn af stað til að boða orðið. Þannig hafði þeim verið bjargað í fyrsta sinn úr fangelsi, og þannig höfðu þeir þjáðst.

16 Og þeir héldu hvert sem aandi Drottins leiddi þá og boðuðu orð Guðs í sérhverju samkunduhúsi Amalekíta eða á hverri samkomu Lamaníta, sem þeir fengu aðgang að.

17 Og svo bar við, að Drottinn tók að blessa þá, svo að þeir leiddu marga til þekkingar á sannleikanum. Já, þeir asannfærðu marga um eigin syndir og að arfsagnir feðra þeirra væru ekki réttar.

18 Og svo bar við, að Ammon og Lamoní sneru aftur frá Middonílandi til Ísmaelslands, sem var erfðaland þeirra.

19 Og Lamoní konungur vildi ekki leyfa, að Ammon þjónaði honum eða væri þjónn hans.

20 En hann lét byggja samkunduhús í Ísmaelslandi. Og hann lét þegna sína eða þá, sem undir hans stjórn voru, safnast saman.

21 Og hann gladdist vegna þeirra og kenndi þeim margt. Og hann sagði þeim, að þeir væru þjóð, sem væri undir hans stjórn og væri frjáls þjóð, laus undan áþján konungsins, föður síns, því að faðir sinn hefði veitt sér leyfi til að ríkja yfir íbúum Ísmaelslands og nærliggjandi landsvæða.

22 Og hann sagði þeim einnig, að þeir hefðu afrelsi til að tilbiðja Drottin Guð sinn að eigin ósk, hvar sem þeir væru staddir, ef það væri á því landi, sem undir stjórn Lamonís konungs væri.

23 Og Ammon prédikaði fyrir þegnum Lamonís konungs. Og svo bar við, að hann kenndi þeim allt varðandi réttlætið. Og hann áminnti þá daglega af mikilli kostgæfni, og þeir gáfu gaum að orðum hans og lögðu sig fram við að halda boðorð Guðs.