Ritningar
Alma 22


22. Kapítuli

Aron fræðir föður Lamonís um sköpunina, fall Adams og áætlunina um endurlausn fyrir Krist — Konungurinn og allt heimilisfólk hans snúast til trúar — Skýringar á skiptingu lands milli Nefíta og Lamaníta. Um 90–77 f.Kr.

1 En á meðan Ammon kennir þannig þegnum Lamonís látlaust, skulum við nú hverfa aftur að frásögnum af Aroni og bræðrum hans. Eftir að hann yfirgaf Middoníland, aleiddi andinn hann til Nefílands, allt til húss konungsins, sem réð yfir landinu öllu butan Ísmaelslands, og hann var faðir Lamonís.

2 Og svo bar við, að hann hélt til hans inn í konungshöllina ásamt bræðrum sínum, laut konungi og sagði við hann: Sjá, ó konungur. Við erum þeir bræður Ammons, sem þú hefur aleyst úr fangelsi.

3 Og nú, ó konungur, ef þú vilt þyrma lífi okkar, munum við verða þjónar þínir. Og konungurinn sagði við þá: Rísið á fætur, því að ég mun gefa ykkur líf, en ég leyfi ekki, að þið verðið þjónar mínir, heldur gjöri ég kröfu til þess, að þið fræðið mig, því að nokkurt rót hefur verið á huga mínum vegna veglyndis bróður ykkar Ammons og mikilleika orða hans. Og mig langar til að vita ástæðuna fyrir því, að hann kom ekki með ykkur frá Middoní.

4 Og Aron sagði við konung: Sjá, andi Drottins hefur kallað hann annað. Hann er farinn til Ísmaelslands til að kenna þegnum Lamonís.

5 Nú sagði konungur við þá: Hvað er það, sem þið voruð að segja um anda Drottins? Sjá, þetta er það, sem veldur mér hugarróti.

6 Og jafnframt, hvað táknar það, sem Ammon sagði: aEf þið iðrist, munuð þið frelsast, og ef þið iðrist ekki, mun ykkur vísað frá á efsta degi?

7 Og Aron svaraði honum og sagði við hann: Trúir þú, að til sé Guð? Og konungur sagði: Ég veit, að Amalekítar segja, að til sé Guð, og ég hef veitt þeim heimild til að byggja helgidóma, svo að þeir geti komið saman til að tilbiðja hann. Og ef þú segir nú, að Guð sé til, sjá, þá mun ég atrúa því.

8 En þegar Aron heyrði þetta, fylltist hjarta hans gleði, og hann sagði: Sjá, svo sannarlega sem þú lifir, ó konungur, þá er Guð til.

9 Og konungur sagði: Er Guð sá amikli andi, sem leiddi feður okkar út úr landi Jerúsalem?

10 Og Aron sagði við hann: Já, hann er sá mikli andi, og hann askapaði alla hluti, bæði á himni og á jörðu. Trúir þú þessu?

11 Og hann sagði: Já, ég trúi, að hinn mikli andi hafi skapað alla hluti, og mig langar til, að þú segir mér frá öllu þessu, og ég mun atrúa orðum þínum.

12 Og svo bar við, að þegar Aron sá, að konungurinn myndi trúa orðum hans, tók hann að alesa ritningarnar fyrir konunginn og hóf lesturinn við sköpun Adams — hvernig Guð skóp manninn í sinni eigin mynd, Guð hafi gefið honum boðorð og vegna brots síns hafi maðurinn fallið.

13 Og Aron útlagði ritningarnar fyrir hann frá asköpun Adams, útskýrði fyrir honum fall mannsins, holdlegt ásigkomulag hans og bendurlausnaráætlunina, sem fyrirbúin var frá cgrundvöllun veraldar með Kristi, fyrir hvern þann, sem trúa vildi á nafn hans.

14 Og vegna afalls síns hafi maðurinn ekkert bverðskuldað sjálfur, en þjáningar og dauði Krists cfriðþægi fyrir syndir mannanna fyrir trú þeirra, iðrun og svo framvegis, og að hann rjúfi viðjar dauðans, svo að dgröfin njóti einskis sigurs og broddur dauðans hverfi í dýrðarvoninni. Aron útskýrði allt þetta fyrir konunginum.

15 Og svo bar við, að þegar Aron hafði útskýrt þetta fyrir honum, sagði konungur: aHvað ber mér að gjöra til þess að geta öðlast þetta eilífa líf, sem þú hefur talað um? Já, hvað á ég að gjöra til að geta bfæðst af Guði og fengið þennan illa anda upprættan úr brjósti mér og tekið á móti anda hans og fyllst gleði, þannig að mér verði ekki vísað frá á efsta degi? Sjá, sagði hann. Ég vil fórna cöllu, sem ég á. Já, ég vil láta ríki mitt af hendi til þess að hljóta þessa miklu gleði.

16 En Aron sagði við hann: Ef þú aþráir þetta, ef þú vilt beygja þig fyrir Guði, já, ef þú vilt iðrast allra synda þinna, lúta Guði og ákalla nafn hans í trú og trúa því, að þér muni gefast, þá mun rætast sú bvon, sem þú þráir.

17 Og svo bar við, að þegar Aron hafði mælt þessi orð, akraup konungur á kné fyrir Drottni, og hann lagðist meira að segja fram á ásjónu sína, bhrópaði hástöfum og sagði:

18 Ó Guð! Aron hefur sagt mér, að til sé Guð, og ef Guð er til, og ef þú ert Guð, vilt þú þá láta mig vita af þér, og ég mun láta af öllum syndum mínum til að þekkja þig og til þess að ég verði reistur upp frá dauðum og frelsist á efsta degi. En þegar konungur hafði mælt þessi orð, var hann lostinn, rétt eins og dauður væri.

19 Og svo bar við, að þjónar hans hlupu til og sögðu drottningunni frá öllu, sem komið hafði fyrir konung. Og hún kom inn til konungsins, og þegar hún sá hann liggjandi, sem dauður væri, og jafnframt Aron og bræður hans standa þar, eins og þeir væru valdir að falli hans, reiddist hún þeim og skipaði þjónum sínum, eða þjónum konungs, að taka þá og drepa þá.

20 En þjónarnir höfðu séð, hvers vegna konungur féll, og þorðu því ekki að leggja hendur á Aron og bræður hans, og þeir grátbáðu drottninguna og sögðu: Hví skipar þú okkur að drepa þessa menn? Sjá, hver þeirra er amáttugri en við allir til samans. Þess vegna munum við falla fyrir þeim.

21 Þegar drottningin sá skelfingu þjónanna, greip hana einnig ofsahræðsla við, að eitthvað illt kynni að henda hana. Og hún bauð þjónunum að fara og kalla fólkið saman, svo að það gæti drepið Aron og bræður hans.

22 Þegar Aron sá einurð drottningar, en hann þekkti einnig harðlyndi fólksins, óttaðist hann, að mannfjöldi safnaðist saman og miklar deilur og órói yrði meðal þeirra. Þess vegna rétti hann fram hönd sína, reisti konung frá jörðu og sagði við hann: Stattu! Og hann stóð á fætur og endurheimti styrk sinn.

23 En þetta gjörðist í návist drottningar og margra þjónanna. Og þegar þau sáu þetta, undruðust þau mjög, og ótti greip þau. Og konungur sté fram og tók að akenna þeim. Og hann kenndi þeim, þannig að allt heimilisfólk hans bsnerist til trúar á Drottin.

24 Nú hafði mannfjöldi safnast saman að fyrirmælum drottningar, og mikil óánægja braust út á meðal þeirra vegna Arons og bræðra hans.

25 En konungur sté fram meðal þeirra og talaði til þeirra. Og þeir sefuðust gagnvart Aroni og þeim, sem með honum voru.

26 Og svo bar við, að þegar konungur sá, að fólkið hafði látið friðast, lét hann Aron og bræður hans stíga fram mitt á meðal mannfjöldans og boða honum orðið.

27 Og svo bar við, að konungur sendi ayfirlýsingu um gjörvallt landið, meðal allra þegna sinna í landinu öllu, og meðal þeirra, sem byggðu héruðin umhverfis og lágu alveg að hafinu í austri og vestri, en aðskilin voru frá bSarahemlalandi af þröngri óbyggðri landspildu, sem lá frá hafinu í austri allt að hafinu í vestri og meðfram sjávarströndinni og meðfram óbyggðunum, sem liggja að Sarahemlalandi í norðri og yfir landamæri Mantí við uppsprettu Sídonsfljóts frá austri til vesturs — og þannig var skiptingin milli Lamaníta og Nefíta.

28 En hinir alatari af Lamanítum bjuggu í tjöldum í óbyggðunum. Og þeir voru dreifðir um óbyggðirnar í vestanverðu Nefílandi, já, og einnig um vestanvert Sarahemlaland við sjávarströndina, og vestanvert Nefíland, á því landsvæði, sem feður þeirra fyrst byggðu og lá þannig eftir strandlengjunni.

29 Og margir Lamanítar voru einnig að austanverðu við sjávarströndina, en Nefítar höfðu rekið þá þangað. Og þannig voru Nefítar nærri umkringdir af Lamanítum. Nefítar höfðu samt slegið eign sinni á allan norðurhluta landsins, sem lá að óbyggðunum við upptök Sídonsfljóts, frá austri til vesturs, og landsvæðið þar um kring, óbyggðamegin, til norðurs, allt þar til þeir komu að landinu, sem þeir nefndu aNægtarbrunn.

30 En það landsvæði lá að landi, sem þeir nefndu aAuðnina og lá svo langt í norðri, að það náði inn til þess lands, sem hafði verið byggt, en lagt í eyði — við höfum talað um bbein íbúanna — Fólk Sarahemla fann þetta land, en á þeim stað stigu þeir cfyrst á land.

31 Og þaðan fóru þeir inn í suðuróbyggðirnar. Þannig var landið í norðri kallað aAuðnin, en landið í suðri kallað Nægtarbrunnur, en þær óbyggðir voru fullar af alls kyns villidýrum, en nokkur hluti þeirra var kominn frá landinu í norðri í fæðuleit.

32 Og það var einungis hálf önnur adagleið fyrir Nefíta eftir mörkum Nægtarbrunns og Auðnarinnar, frá austursjó til vestursjávar. Og þannig voru Nefíland og Sarahemlaland nær umkringd vatni, þar eð einungis mjótt beiði lá á milli landsins í norðri og landsins í suðri.

33 Og svo bar við, að Nefítar höfðu byggt landið Nægtarbrunn, já, frá austursjó til vestursjávar, og þannig höfðu Nefítar í visku sinni, með vörðum sínum og herjum, lokað Lamaníta af í suðri, þannig að þeir ættu ekkert land í norðri lengur og gætu ekki yfirtekið landið í norðri.

34 Lamanítar gátu þess vegna ekki eignast land nema í Nefílandi og óbyggðunum umhverfis. En þetta var skynsamlegt af Nefítum — þar eð Lamanítar voru óvinir þeirra, vildu þeir ekki láta þá þrengja að sér úr öllum áttum, og einnig vildu þeir tryggja sér land, sem þeir gætu flúið til að vild sinni.

35 Og þegar ég hef nú mælt þetta, sný ég mér aftur að frásögn Ammons og Arons, Omners og Himnís og bræðra þeirra.