Bók Alma Sem var sonur Alma

26. Kapítuli

Ammon miklast í Drottni — Drottinn styrkir hina staðföstu og þeir öðlast þekkingu — Í trú geta menn leitt þúsundir sálna til iðrunar — Guð hefur allt vald og allan skilning. Um 90–77 f.Kr.

1 En þetta eru orð Ammons til bræðra sinna, sem hljóða þannig: Bræður mínir, trúbræður mínir. Sjá, ég vil benda ykkur á, hve mikla ástæðu við höfum til að fagna, því að hvernig hefðum við átt að gjöra okkur í hugarlund, þegar við ahéldum frá Sarahemlalandi, að Guð mundi veita okkur svo miklar blessanir?

2 Og nú spyr ég: Hvaða miklar blessanir hefur hann veitt okkur? Vitið þið það?

3 Sjá, ég svara fyrir ykkur. Bræður okkar, Lamanítar, voru í myrkri, já, í svartasta hyldýpi, en sjá, hve amargir þeirra hafa nú fengið að sjá hið dýrðlega ljós Guðs! Og þetta er blessunin, sem okkur hefur hlotnast; við höfum orðið bverkfæri í höndum Guðs til að vinna þetta mikla verk.

4 Sjá aþúsundir þeirra fagna og hafa verið leiddar inn í hjörð Guðs.

5 Sjá, asáðlandið var fullþroskað, og blessaðir eruð þið, því að þið beittuð bsigðinni og hafið uppskorið af öllum mætti ykkar. Já, allan daginn hafið þið erfiðað. Og lítið á fjölda ckornbinda ykkar, og öll munu þau flutt í kornhlöðuna, svo að þau fari ekki forgörðum.

6 Já, stormurinn mun ekki lemja þau til jarðar á efsta degi, né heldur mun hvirfilvindurinn rífa þau upp. En þeim mun safnað saman á sinn stað, þegar astormurinn kemur, svo að hann nái ekki til þeirra. Já, ekki munu þau heldur feykjast fyrir ofsavindi, hvert sem óvininum þóknast að bera þau.

7 En sjá. Þeir eru í höndum herra auppskerunnar, þeir eru hans, og hann mun breisa þá upp á efsta degi.

8 Blessað sé nafn Guðs okkar! aSyngjum honum lof, já, færum hans heilaga nafni bþakkir, því að hann vinnur réttlætisverk að eilífu.

9 Ef við hefðum ekki farið frá Sarahemlalandi, væru þessir ástkæru bræður okkar, sem hafa unnað okkur svo innilega, enn gegnsýrðir ahatri í okkar garð, já, þeir hefðu einnig verið ókunnugir Guði.

10 Og svo bar við, að þegar Ammon hafði mælt þessi orð, átaldi bróðir hans, Aron, hann og sagði: Ammon, ég óttast, að gleði þín komi þér til að miklast.

11 En Ammon sagði við hann: Ég amiklast ekki af eigin styrk, né af minni eigin visku. En sjá. bGleði mín er algjör, já, hjarta mitt er barmafullt af gleði, og ég vil fagna í Guði mínum.

12 Já, ég veit, að ég er ekkert, styrkur minn er veikur. Þess vegna amiklast ég ekki af sjálfum mér, en ég miklast af Guði mínum, því að með hans bstyrk get ég gjört allt. Já, sjá, mörg stórkostleg kraftaverk höfum við unnið í þessu landi, og fyrir það munum við lofa nafn hans að eilífu.

13 Sjá, hve margar þúsundir bræðra okkar hann hefur leyst undan kvölum aheljar, og þeir fara að bsyngja endurleysandi elsku, og allt er þetta fyrir kraft orðs hans, sem í okkur er. Höfum við því ekki fulla ástæðu til að fagna?

14 Jú, við höfum ástæðu til að syngja honum lof að eilífu, því að hann er hinn æðsti Guð og hefur frelsað bræður okkar frá ahlekkjum vítis.

15 Já, þeir voru umkringdir ævarandi myrkri og tortímingu. En sjá, hann leiddi þá inn í ævarandi aljós, já, til ævarandi sáluhjálpar, og þeir eru umkringdir óviðjafnanlegri gnægð elsku hans. Já, og við höfum verið verkfæri í höndum hans við að framkvæma þetta mikla og dásamlega verk.

16 Þess vegna skulum við amiklast, já, bmiklast í Drottni. Já, við skulum fagna, því að gleði okkar er algjör. Já, við skulum lofsyngja Guð okkar að eilífu. Sjá, hver getur miklast of mikið í Drottni? Já, hver getur sagt of mikið um hans mikla vald og cmiskunn og langlundargeð hans gagnvart mannanna börnum? Sjá, ég segi ykkur, að ég get aðeins lýst broti af því, sem mér býr í brjósti.

17 Hver hefði getað ímyndað sér, að Guð okkar yrði svo miskunnsamur að rífa okkur upp úr skelfilegu, syndugu og óhreinu ástandi okkar?

18 Sjá, við gengum fram í reiði, með voldugum hótunum um að atortíma kirkju hans.

19 Ó, hví ofurseldi hann okkur þá ekki skelfilegri tortímingu? Já, hví lét hann ekki sverð réttvísinnar falla yfir okkur og dæmdi okkur til eilífrar örvæntingar?

20 Ó, sál mín hvikar nánast undan þeirri hugsun. Sjá, hann beitti ekki réttvísi sinni við okkur, heldur lyfti okkur í mikilli miskunn sinni yfir hið ævarandi ahyldýpi dauða og vansældar, já, sálum okkar til hjálpræðis.

21 Og sjáið nú, bræður. Hver er sá anáttúrlegi maður, er viti þetta? Ég segi ykkur, að enginn bveit þessa hluti, nema hinn iðrandi syndari.

22 Já, þeim, sem aiðrast, ástundar btrú, vinnur góð verk og biðst fyrir án afláts — honum er gefið að þekkja cleyndardóma Guðs. Já, slíkum mun gefið að opinbera það, sem aldrei fyrr hefur verið opinberað. Já, slíkum mun gefið að leiða þúsundir sálna til iðrunar á sama hátt og okkur hefur verið gefið að leiða þessa bræður okkar til iðrunar.

23 En munið þið eftir því, bræður mínir, að við sögðum við bræður okkar í Sarahemlalandi, að við mundum halda upp til Nefílands og prédika fyrir bræðrum okkar, Lamanítum, og þeir hlógu háðslega að okkur?

24 Því að þeir sögðu við okkur: Ímyndið þið ykkur, að þið getið leitt Lamaníta til þekkingar á sannleikanum? Gjörið þið ykkur í hugarlund, að þið getið sannfært Lamaníta um það, hve rangsnúnar aarfsagnir feðra þeirra eru, jafn bþrjóskir og þeir eru? Lamanítar njóta þess að úthella blóði og hafa eytt ævidögum sínum í grófustu misgjörðum og hafa brotið gegn lögmálinu frá fyrstu tíð — Minnist þess nú, bræður mínir, að svo töluðu þeir.

25 Og þeir sögðu enn fremur: Við skulum taka upp vopn gegn þeim og tortíma þeim og misgjörðum þeirra úr landinu, annars ráðast þeir á okkur og tortíma okkur.

26 En sjá, ástkæru bræður mínir. Við héldum ekki út í óbyggðirnar með þeim ásetningi að tortíma bræðrum okkar, heldur með þeim ásetningi að geta ef til vill bjargað fáeinum sálum þeirra.

27 En þegar við vorum niðurbeygðir í hjarta og að því komnir að snúa við, sjá, þá ahughreysti Drottinn okkur og sagði: Farið meðal bræðra yðar, Lamaníta, og berið með bþolinmæði cþrengingar yðar, og ég mun sjá um að vel takist.

28 Og sjá nú. Við fórum og höfum verið meðal þeirra, og við höfum sýnt þolinmæði í þjáningum okkar, og við höfum þolað hvers kyns skort. Já, við höfum farið hús úr húsi og treyst á miskunnsemi heimsins — ekki aðeins á miskunnsemi heimsins, heldur á miskunnsemi Guðs.

29 Og við höfum farið inn í hús þeirra og kennt þeim, og við höfum kennt þeim á götum þeirra. Já, og við höfum kennt þeim á hæðum þeirra, og við höfum einnig farið inn í musteri þeirra og samkunduhús og kennt þeim. Og okkur hefur verið vísað út og við hæddir, hrækt hefur verið á okkur og við löðrungaðir og grýttir, teknir og fjötraðir sterkum böndum, og okkur hefur verið varpað í fangelsi. En vegna krafts og visku Guðs, höfum við aftur orðið frjálsir.

30 Og við höfum þolað alls kyns þrengingar, og allt þetta til að geta ef til vill stuðlað að frelsun nokkurra sálna. Og við töldum, að agleði okkar yrði algjör, ef við gætum stuðlað að frelsun nokkurra þeirra.

31 Sjá, nú getum við litið fram og séð ávöxt erfiðis okkar — Er hann lítill? Nei, segi ég ykkur, hann er amikill! Já, og við getum vitnað um einlægni þeirra vegna elsku þeirra til bræðra sinna og einnig til okkar.

32 Því sjá. Þeir vildu heldur afórna lífi sínu en svipta óvin sinn lífi. Og þeir hafa bgrafið stríðsvopn sín djúpt í jörðu vegna elsku sinnar til bræðra sinna.

33 Og sjá. Nú spyr ég ykkur, hvort svo heit elska hafi nokkru sinni verið til í öllu landinu. Sjá, ég segi ykkur, nei — svo hefur ekki verið, ekki einu sinni meðal Nefíta.

34 Því að sjá. Þeir mundu taka upp vopn gegn bræðrum sínum, þeir væru ekki reiðubúnir að láta deyða sig. En sjáið, hve margir af þessum hafa fórnað lífi sínu. Og við vitum, að þeir eru farnir til Guðs síns vegna elsku sinnar og haturs á synd.

35 Höfum við ekki ástæðu til að fagna? Jú, ég segi ykkur, að frá upphafi veraldar hafa aldrei verið menn, sem jafn mikla ástæðu höfðu til að fagna og við. Já, gleði mín tekur völdin, og ég miklast í Guði, því að hans er allt avald, öll viska og allur skilningur. Hann bskilur alla hluti, og hann er cmiskunnsöm vera, og miskunn hans nær til að frelsa þá, sem vilja iðrast og trúa á nafn hans.

36 Nú, ef þetta er að miklast, já, þá miklast ég, því að þetta er líf mitt og ljós mitt, gleði mín og sáluhjálp og endurlausn mín frá ævarandi eymd. Já, blessað er nafn Guðs míns, sem minnst hefur þessa fólks, sem er agrein af meiði Ísraels og horfið hefur af stofninum í ókunnu landi. Já, ég segi, blessað sé nafn Guðs míns, sem minnst hefur okkar, bförumanna í ókunnu landi.

37 Bræður mínir, nú sjáum við, að Guð man sérhverja amannveru, í hvaða landi sem hún er. Já, hann hefur tölu á fólki sínu, og hjartans miskunnsemi hans er yfir allri jörðunni. En þetta er gleði mín og hin mikla þakkargjörð mín. Já, og ég mun færa Guði mínum þakkir að eilífu. Amen.