Ritningar
Alma 29


29. Kapítuli

Alma þráir að kalla menn til iðrunar með krafti engla — Drottinn sér öllum þjóðum fyrir kennurum — Alma miklast af verki Drottins og velgengni Ammons og bræðra hans. Um 76 f.Kr.

1 Ó, að ég væri engill og sú ósk hjarta míns mætti uppfyllast, að mér leyfðist að stíga fram og tala með gjallarhorni Guðs, með röddu, sem kæmi jörðinni til að nötra og vekti alla menn til iðrunar!

2 Já, með þrumuraust mundi ég boða sérhverri sál iðrun og endurlausnaráætlunina — boða, að þær skuli iðrast og akoma til Guðs, þannig að engin sorg yrði framar til á yfirborði jarðar.

3 En sjá. Ég er maður, og í ósk minni syndga ég, því að ég ætti að vera ánægður með það, sem Drottinn hefur úthlutað mér.

4 Ég ætti ekki að láta þrá mína hagga fastri ákvörðun réttvíss Guðs, því að ég veit, að hann veitir mönnum — já, ákveður mönnum með óumbreytanlegri ákvörðun — í samræmi við aþrá þeirra, hvort heldur er til dauða eða lífs. Já, ég veit, að hann úthlutar mönnum að bvilja þeirra, hvort sem sá vilji leiðir til sáluhjálpar eða tortímingar.

5 Já, og ég veit, að allir menn hafa staðið frammi fyrir illu jafnt sem góðu. Sá, sem ekki þekkir gott frá illu, er án sektar, en sá, sem aþekkir gott og illt, fær það, sem hann þráir, hvort sem hann þráir gott eða illt, líf eða dauða, gleði eða kvalir bsamviskunnar.

6 En þar sem ég veit allt þetta, hví skyldi hugur minn þá standa til annars en vinna það verk, sem ég hef verið kallaður til?

7 Hví skyldi ég þrá að vera engill og geta talað svo, að heyrist til allra heimshorna?

8 Því að sjá. Drottni þóknast að leyfa aöllum þjóðum að kenna sinni eigin þjóð orð hans á sinni eigin btungu. Já, kenna allt það, sem hann í visku sinni ctelur hæfa að þeir viti. Þess vegna skiljum við, að Drottinn veitir viturleg ráð samkvæmt því, sem satt er og rétt.

9 Ég þekki það, sem Drottinn hefur boðið mér, og miklast í því, en ég amiklast ekki af sjálfum mér, heldur af því, sem Drottinn hefur boðið mér. Já, dýrð mín er sú, að ég verði ef til vill verkfæri í höndum Guðs til að vekja einhverja sál til iðrunar. Í því er gleði mín fólgin.

10 Og sjá. Þegar ég sé marga bræður mína iðrast af einlægni og snúa til Drottins Guðs síns, fyllist sál mín gleði. Þá minnist ég aþess, sem Drottinn hefur gjört fyrir mig, já, að hann hefur heyrt bænir mínar. Já, þá minnist ég hans miskunnsama arms, sem hann hefur rétt mér.

11 Já, ég minnist einnig ánauðar feðra minna, því að ég veit með vissu, að aDrottinn leysti þá úr ánauð og stofnaði þar með kirkju sína. Já, Drottinn Guð, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs, leysti þá úr ánauð.

12 Já, ég hef ávallt minnst ánauðar feðra minna, og sá hinn sami Guð, sem abjargaði þeim úr höndum Egypta, leysti þá úr ánauð.

13 Já, og hinn sami Guð stofnaði kirkju sína meðal þeirra. Já, hinn sami Guð hefur kallað mig heilagri köllun til að boða þessari þjóð orðið og hefur veitt mér mikla velgengni, og í henni er agleði mín algjör.

14 En ég gleðst ekki einungis yfir mínum eigin árangri, heldur er gleði mín enn fyllri yfir avelgengni bræðra minna, sem hafa verið í Nefílandi.

15 Sjá, þeir hafa lagt mjög hart að sér og hafa uppskorið ríkulegan ávöxt. Hve mikil munu ekki laun þeirra verða!

16 Þegar ég nú hugsa um árangur bræðra minna, er sál mín svo upp numin, að hún skilst næstum frá líkamanum, ef svo má að orði komast, svo mikil er gleði mín.

17 Og megi Guð veita þessum bræðrum mínum, að þeir öðlist sess í Guðs ríki — já, og að enginn þeirra, sem eru ávöxtur erfiðis þeirra, hverfi frá, heldur lofsyngi hann að eilífu. Og megi Guð gefa, að svo verði samkvæmt þeim orðum, sem ég hef mælt. Amen.