Bók Alma Sem var sonur Alma

34. Kapítuli

Amúlek ber því vitni, að orðið sé í Kristi til sáluhjálpar — Ef engin friðþæging er gjörð, hlýtur allt mannkyn að farast — Allt Móselögmálið bendir til fórnar Guðssonarins — Hin eilífa endurlausnaráætlun er byggð á trú og iðrun — Biðja um stundlegar og andlegar blessanir — Þetta líf er tími mannanna til að búa sig undir að mæta Guði — Vinnið að sáluhjálp ykkar með ótta frammi fyrir Guði. Um 74 f.Kr.

1 Og nú bar svo við, að þegar Alma hafði mælt þessi orð til þeirra, settist hann á jörðina, en aAmúlek reis á fætur, hóf að kenna þeim og sagði:

2 Bræður mínir. Ég tel útilokað, að þið séuð ófróðir um það, sem sagt hefur verið um komu Krists, sem við kennum, að sé sonur Guðs. Já, ég veit, að ykkur var kennt allt aþetta í ríkum mæli, áður en þið klufuð ykkur frá okkur.

3 En þar eð þið hafið farið fram á það við bróður minn elskulegan, að hann segði ykkur, hvað þið ættuð að gjöra í þrengingum ykkar, þá hefur hann mælt nokkur orð til ykkar til að undirbúa hug ykkar. Já, og hann hefur hvatt ykkur til trúar og þolinmæði —

4 Já, hann hefur brýnt fyrir ykkur að hafa næga trú til að agróðursetja orðið í hjörtum ykkar, svo að þið fáið sannreynt gæði þess.

5 Og við höfum séð, að hin stóra spurning í hjörtum ykkar er, hvort orðið sé í syni Guðs, eða hvort enginn Kristur verði til.

6 Og þið sáuð einnig, að bróðir minn hefur í mörgum tilvikum sannað fyrir ykkur, að aorðið er í Kristi til hjálpræðis.

7 Bróðir minn hefur vitnað í orð Senosar um, að endurlausn verði fyrir son Guðs, og einnig í orð Senokks. Og hann hefur líka vísað máli sínu til Móse til að sanna, að þetta er sannleikur.

8 Og sjá nú. Ég mun sjálfur avitna fyrir ykkur, að þetta er sannleikur. Sjá, ég segi ykkur, að ég veit, að Kristur mun koma meðal mannanna barna til að taka á sig lögmálsbrot fólks síns, og hann mun bfriðþægja fyrir syndir heimsins, því að Drottinn Guð hefur sagt það.

9 Og nauðsynlegt er, að afriðþæging verði gjörð, því að samkvæmt hinum miklu báformum eilífs Guðs verður friðþæging að eiga sér stað, því að annars hlýtur allt mannkyn óhjákvæmilega að farast. Já, allir eru forhertir. Já, allir eru cfallnir og glataðir og hljóta að farast án friðþægingar, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað.

10 Því að nauðsynlegt er, að mikil alokafórn eigi sér stað, já, en ekki þó svo, að manni sé fórnað, né heldur dýrum eða nokkurri fuglategund. Því að mannleg fórn skal það ekki vera, heldur skal það vera balgjör og eilíf cfórn.

11 En ekki getur nokkur maður friðþægt fyrir syndir annars manns með sínu eigin blóði. Ef maður fremur morð, sjá, munu þá lög okkar, sem aréttvís eru, taka líf bróður hans? Ég segi ykkur, nei.

12 Heldur krefjast lögin lífs þess, sem amorðið framdi. Þess vegna nægir ekkert minna en algjör friðþæging til að friðþægja fyrir syndir heimsins.

13 Hin mikla og síðasta fórn er þess vegna nauðsynleg, og þá mun, eða æskilegt er að þá alinni öllum blóðsúthellingum. Þá mun bMóselögmálinu fullnægt. Já, þá mun því öllu fullnægt, hverjum smástaf og stafkrók, og ekkert er undanskilið.

14 Og sjá. Þetta er allur atilgangur blögmálsins, hvert smáatriði bendir til hinnar miklu og síðustu cfórnar. Og hin mikla og síðasta fórn verður sonur Guðs, já, algjör og eilíf.

15 Og þannig mun hann færa ahjálpræði öllum þeim, sem á nafn hans trúa, en það er tilgangur hinnar síðustu fórnar, að hjartans miskunnsemin, sem sigrar réttvísina, nái fram að ganga, og opni manninum leið til að öðlast trú til iðrunar.

16 Og þannig getur amiskunnsemin fullnægt kröfum bréttvísinnar og umvefur þá örmum öryggisins, á meðan sá, sem ekki iðkar trú til iðrunar, er varnarlaus gagnvart öllu lögmálinu um kröfur créttvísinnar. Þess vegna kemur hin mikla og eilífa dendurlausnaráætlun einungis þeim til góða, sem á trú til iðrunar.

17 Megi því Guð gefa, bræður mínir, að þið takið að iðka atrú, sem leiðir til iðrunar, og takið að bákalla hans heilaga nafn, svo að hann auðsýni ykkur miskunn —

18 Já, ákallið hann og biðjið um miskunn, því að hann hefur máttinn til að frelsa.

19 Já, auðmýkið sjálfa ykkur og haldið áfram að biðja til hans.

20 Ákallið hann, þegar þið eruð úti á ökrunum, já, vegna allra hjarða ykkar.

21 aÁkallið hann í húsum ykkar, já, vegna alls heimilisfólks ykkar, jafnt kvölds og morgna sem um miðjan dag.

22 Já, ákallið hann gegn mætti óvina ykkar.

23 Já, aákallið hann gegn bdjöflinum, sem er óvinur alls créttlætis.

24 Ákallið hann vegna uppskerunnar á ökrum ykkar, svo að hún verði ykkur góð.

25 Ákallið hann vegna hjarðanna úti á mörkum ykkar, svo að þeim megi fjölga.

26 En þetta er ekki allt. Þið verðið að opna sálir ykkar í aherbergjum ykkar og í fylgsnum ykkar og í óbyggðum ykkar.

27 Já, og þegar þið ákallið ekki Drottin, látið þá ahjörtu ykkar vera bþrungin og í stöðugri bæn til hans um velferð ykkar og einnig velferð þeirra, sem umhverfis ykkur eru.

28 Og sjá nú, ástkæru bræður mínir. Ég segi ykkur, ætlið ekki að þetta sé allt. Því að ef þið, eftir að hafa gjört allt þetta, snúið hinum aþurfandi frá eða hinum klæðlausu og vitjið ekki hinna sjúku og aðþrengdu, og bgefið ekki af því, sem þið eigið, til þeirra, sem þurfandi eru — ég segi ykkur, ef þið gjörið ekkert af þessu, sjá, þá er cbæn ykkar til deinskis og gjörir ykkur ekkert gagn, og þið eruð sem hræsnarar, er afneita trúnni.

29 Ef ykkur þess vegna gleymist að auðsýna akærleika, eruð þið sem gjallið, er málmbræðslumaðurinn kastar burt og er fótum troðið (þar eð það hefur ekkert gildi).

30 Bræður mínir. Eftir að þið hafið móttekið svo marga vitnisburði og séð, að heilagar ritningar bera þessu vitni, þá er það ósk mín, að þið stígið fram og berið fram aávöxt, sem leiðir til iðrunar.

31 Já, ég vildi, að þið stigjuð fram og hertuð eigi hjörtu ykkar lengur. Því að sjá, nú er tíminn og adagur hjálpræðis ykkar. Og ef þið þess vegna iðrist og herðið ekki hjörtu ykkar, þá mun hin mikla endurlausnaráætlun samstundis ná til ykkar.

32 Því að sjá. Þetta líf er tími mannanna til að abúa sig undir að mæta Guði. Já, sjá. Dagur þessa lífs er dagurinn, sem menn hafa til að leysa verk sitt af hendi.

33 Og eins og ég sagði við ykkur áður, þar eð þið hafið fengið svo marga vitnisburði, grátbið ég ykkur um að skjóta ekki degi aiðrunar ykkar á bfrest til hins síðasta. Því að eftir þennan lífsdag, sem okkur er gefinn til að búa okkur undir eilífðina, sjá, ef við nýtum ekki betur tíma okkar hér í þessu lífi, þá kemur cnótt dmyrkursins, en þá er ekkert verk hægt að vinna.

34 Þið getið ekki sagt þegar kemur að þeirri hræðilegu og aafgerandi stundu: Nú ætla ég að iðrast, nú ætla ég að snúa mér til Guðs míns. Nei, þið getið ekki sagt þetta, því að hinn sami andi, sem ræður líkömum ykkar á þeim tíma, sem þið hverfið úr þessu lífi, sá hinn sami andi mun hafa vald yfir líkama ykkar í þeim eilífa heimi.

35 Því að sjá. Ef þið hafið skotið degi iðrunar ykkar á frest fram að dánardægri, sjá, þá eruð þið orðin aundirgefin anda djöfulsins, og hann binnsiglar ykkur sér til handa. Þess vegna hefur andi Drottins dregið sig í hlé frá ykkur og hefur ekkert rúm í ykkur, en djöfullinn hefur allt vald yfir ykkur. Þetta er lokahlutskipti hinna ranglátu.

36 Og þetta veit ég, vegna þess að Drottinn hefur sagt, að hann dvelji ekki í avanhelgum musterum, heldur dvelur hann í hjörtum hinna bréttlátu. Já, og hann hefur einnig sagt, að hinir réttlátu muni taka sér sæti í ríki hans og aldrei hverfa þaðan aftur, heldur skuli klæði þeirra hvítþvegin með blóði lambsins.

37 Og nú, ástkæru bræður mínir, þrái ég, að þið hafið þetta hugfast og að þið avinnið að sáluhjálp ykkar í ótta frammi fyrir Guði og að þið afneitið ekki lengur komu Krists —

38 Að þið aberjist ekki lengur gegn heilögum anda, heldur takið við honum og takið á ykkur bnafn Krists, auðmýkið ykkur niður í duftið og ctilbiðjið Guð í anda og í sannleika, hvar sem þið kunnið að vera. Að þið lifið í daglegri dþakkargjörð fyrir hina miklu miskunn og þær mörgu blessanir, sem hann veitir ykkur.

39 Já, og ég hvet ykkur einnig, bræður mínir, að vera avökulir í stöðugri bæn, svo að bfreistingar djöfulsins leiði ykkur ekki afvega, að hann yfirbugi ykkur eigi, að þið verðið ekki þegnar hans á efsta degi. Því að sjá. Hann launar ykkur í cengu góðu.

40 Og nú, ástkæru bræður mínir, langar mig að brýna fyrir ykkur að sýna aþolinmæði og umbera hvers kyns þrengingar og bstríða ekki gegn þeim, sem vísa ykkur burt vegna sárrar fátæktar ykkar, því að þá yrðuð þið syndarar eins og þeir —

41 Sýnið heldur þolinmæði og umberið þessar þrengingar í staðfastri von um, að sá dagur komi, að þið hljótið hvíld frá þrengingum ykkar.