Bók Alma Sem var sonur Alma

42. Kapítuli

Jarðlífið er reynslutími sem gjörir manninum mögulegt að iðrast og þjóna Guði — Fallið leiddi stundlegan og andlegan dauða yfir allt mannkyn — Endurlausn fæst með iðrun — Guð sjálfur friðþægði fyrir syndir heimsins — Miskunnin er ætluð þeim sem iðrast — Allir aðrir eiga allt undir réttvísi Guðs — Miskunnin er möguleg vegna friðþægingarinnar — Aðeins þeir sem sannlega iðrast eru hólpnir. Um 74 f.Kr.

1 Og nú, sonur minn, skynja ég, að eitthvað fleira, sem þú skilur ekki, veldur þér hugarangri — en það varðar aréttvísi Guðs við refsingu syndarans. Því að þú reynir að líta á það sem óréttlæti, að hlutskipti syndarans verði vansæld.

2 Sjá nú, sonur minn. Ég mun útskýra þetta fyrir þér. Því að sjá. Þegar Drottinn avísaði fyrstu foreldrum okkar út úr aldingarðinum bEden til að yrkja jörðina, sem þau voru upprunnin frá — já, þá gjörði hann manninn útrækan, og við austurenda aldingarðsins Eden setti hann ckerúb og logandi sverð, sem sneri í allar áttir, til að gæta dlífsins trés —

3 Nú sjáum við, að maðurinn var orðinn eins og Guð, þekkti gott og illt. Og til þess að hann rétti ekki fram hönd sína og tæki einnig af lífsins tré, æti af því og lifði að eilífu, setti Drottinn kerúb og logandi sverð, til þess að hann neytti ekki af ávextinum —

4 Og þannig sjáum við, að manninum var gefinn tími til að iðrast, já, areynslutími, tími til að iðrast og þjóna Guði.

5 Því að sjá. Ef Adam hefði rétt fram hönd sína strax og etið af lífsins tré, þá hefði hann lifað að eilífu, samkvæmt orði Guðs, og ekkert ráðrúm haft til iðrunar. Já, og orð Guðs hefði einnig að engu orðið og hin mikla sáluhjálparáætlun farið forgörðum.

6 En sjá. Manninum var gjört að adeyja — og á sama hátt og þeir voru útilokaðir frá lífsins tré, þannig skyldu þeir einnig útilokaðir frá yfirborði jarðar — og maðurinn varð glataður að eilífu, já, þeir voru bfallnir.

7 Og af þessu sérð þú nú, að fyrstu foreldrar okkar voru aútilokaðir, bæði stundlega og andlega, úr návist Drottins. Og þannig sjáum við, að þeir urðu tilneyddir til að fara eftir sínum eigin bvilja.

8 En sjá. Ekki var æskilegt, að maðurinn yrði heimtur úr greipum hins stundlega dauða, því að það hefði gert að engu hina miklu asæluáætlun.

9 Þar eð sálin var ódauðleg og afallið hafði leitt jafnt andlegan sem stundlegan dauða yfir allt mannkyn, það er að segja þeir voru útilokaðir úr návist Drottins, þá var nauðsynlegt að heimta mannkyn aftur úr greipum hins andlega dauða.

10 Þess vegna varð þessi areynslutími þeim tími til undirbúnings. Það var reynslutími, vegna þess að beðli þeirra var orðið choldlegt, munúðarfullt og djöfullegt.

11 Og mundu nú, sonur minn, að án endurlausnaráætlunarinnar (væri hún lögð til hliðar) yrðu sálir þeirra avansælar, um leið og þeir dæju, þar eð þær væru útilokaðar úr návist Drottins.

12 Og nú var engin leið til að endurheimta menn úr þessu fallna ástandi, sem maðurinn hafði kallað yfir sig með eigin óhlýðni —

13 Samkvæmt réttvísinni gat aendurlausnaráætlunin ekki orðið að veruleika nema með því skilyrði, að menn gjörðu biðrun á þessum reynslutíma, já, í þessu undirbúningsástandi. Því að án þessara skilmála gat miskunnin engin áhrif haft án þess að tortíma jafnframt verki réttvísinnar. En verki réttvísinnar mátti ekki tortíma. Ef það yrði gjört, mundi Guð chætta að vera Guð.

14 Og þannig sjáum við, að allt mannkyn var afallið og í greipum bréttvísinnar, já, réttvísi Guðs, sem útilokaði þá að eilífu úr návist hans.

15 En nú var ekki hægt að gjöra miskunnaráætlunina að veruleika án friðþægingar. Þess vegna afriðþægði Guð sjálfur fyrir syndir heimsins, til þess að bmiskunnaráætlunin næði fram að ganga og kröfum créttvísinnar yrði fullnægt og Guð væri dfullkominn, réttvís Guð og einnig miskunnsamur Guð.

16 En iðrun gat ekki fallið í hlut mannanna nema til væri refsing, sem einnig væri aeilíf á sama hátt og líf sálarinnar yrði, fasttengd, andstæða sæluáætlunarinnar, sem einnig var jafn eilíf og líf sálarinnar.

17 En hvernig gat maðurinn iðrast án þess að asyndga? Hvernig gat hann syndgað, ef ekkert blögmál var til? Hvernig gat lögmál verið til, án þess að til væri refsing?

18 En refsing var ákvörðuð og réttvís lögmál sett, sem færðu manninum asamviskubit.

19 Ef ekkert lögmál hefði verið gefið — að fremji maður amorð, skuli hann deyja — yrði hann þá hræddur við að deyja fyrir að fremja morð?

20 Og jafnframt ef ekkert lögmál væri gegn syndinni, þá yrðu menn ekki hræddir við að syndga.

21 Og ef aekkert lögmál hefði verið gefið og menn syndguðu, hvað gæti þá réttvísin tekið til bragðs, eða miskunnsemin, þar eð hvorugt hefði nokkra kröfu til skepnunnar?

22 En lögmál er gefið, refsing ákveðin og aiðrun veitt, og miskunnin gjörir kröfur til þeirrar iðrunar, því að án hennar gjörir réttvísin kröfur til skepnunnar og framfylgir lögmálinu, en lögmálið leggur á refsingu. Ef svo væri ekki, yrði verki réttvísinnar tortímt og Guð hætti að vera Guð.

23 En Guð hættir ekki að vera Guð, og amiskunnsemin krefst hins iðrandi, og miskunnsemin kemur með friðþægingunni, og bfriðþægingin gjörir cupprisu dauðra að veruleika. Og upprisa dauðra leiðir menn daftur í návist Guðs. Og á þennan hátt eru þeir endurreistir til návistar hans til að verða edæmdir af verkum sínum, samkvæmt lögmálinu og réttvísinni.

24 Því að sjá. Réttvísin leggur fram allar sínar kröfur, og miskunnsemin krefst einnig alls, sem henni ber. Því frelsast engir aðrir en þeir, sem raunverulega iðrast.

25 Eða telur þú, að miskunnsemin geti rænt aréttvísina? Ég segi þér: Nei — í alls engu. Ef svo væri, mundi Guð hætta að vera Guð.

26 Og þannig gjörir Guð að veruleika hin miklu og eilífu aáform sín, sem fyrirbúin voru bfrá grundvöllun veraldar. Og þannig kemur sáluhjálp og endurlausn mannanna fram, en einnig tortíming þeirra og vansæld.

27 Þess vegna, ó, sonur minn, má ahver, sem vill, koma og drekka frjálst af vatni lífsins, en hver, sem ekki vill koma, er ekki til þess neyddur. En á efsta degi mun honum bendurgoldið samkvæmt cverkum sínum.

28 Ef hann hefur þráð að gjöra aillt og ekki iðrast á ævidögum sínum, sjá, þá verður honum illt gjört samkvæmt endurreisn Guðs.

29 Og nú, sonur minn, þrái ég, að þú látir þetta ekki angra þig lengur, heldur látir einungis syndir þínar angra þig með því hugarangri, sem leiðir þig til iðrunar.

30 Ó, sonur minn! Ég þrái, að þú afneitir ekki framar réttvísi Guðs. Reyndu ekki að afsaka sjálfan þig hið minnsta vegna synda þinna með því að afneita réttvísi Guðs. Láttu heldur réttvísi Guðs, miskunn hans og umburðarlyndi ná fullu valdi á hjarta þínu, og lát það fella þig í duftið í aauðmýkt.

31 Og nú, sonur minn, hefur Guð kallað þig til að boða þessu fólki orðið. Og far þú nú leiðar þinnar, sonur minn, og boða orðið af sannleika og alvöru, svo að þú megir leiða sálir til iðrunar og hin mikla áætlun miskunnarinnar eigi kröfu til þeirra. Og megi Guð blessa þig í samræmi við orð mín. Amen.