Bók Alma Sem var sonur Alma

47. Kapítuli

Amalikkía beitir svikum og brögðum og fremur morð til að verða konungur Lamaníta — Nefítar sem horfið hafa frá eru ranglátari og grimmari en Lamanítar. Um 72 f.Kr.

1 En nú hverfum við í heimildum okkar aftur til Amalikkía og þeirra, sem aflúið höfðu með honum út í óbyggðirnar. Því að sjá. Hann hafði tekið þá, sem með honum fóru, upp til bNefílands til Lamaníta. Og hann egndi Lamaníta svo til reiði gegn Nefíþjóðinni, að konungur Lamaníta sendi boð um allt land sitt og til allra þegna sinna, að þeir skyldu safnast saman á ný til orrustu gegn Nefítum.

2 Og svo bar við, að þegar boðin bárust þeim, urðu þeir mjög óttaslegnir. Já, þeir óttuðust að gjöra konungi gramt í geði, og þeir óttuðust einnig um líf sitt, ef þeir héldu til orrustu gegn Nefítum. Og svo bar við, að þeir vildu ekki eða meiri hluti þeirra vildi ekki hlýða skipunum konungs.

3 Og nú bar svo við, að konungurinn reiddist óhlýðni þeirra. Þess vegna fól hann Amalikkía stjórn þess hluta hers síns, sem hlýddi fyrirmælum hans, og bauð honum að halda af stað og neyða hina til að grípa til vopna.

4 En sjá. Þetta var það, sem Amalikkía vildi, því að hann var mjög slóttugur við að koma illu til leiðar og hafði þess vegna í hjarta sínu lagt áform um að velta konungi Lamaníta af valdastóli.

5 Og nú hafði hann náð stjórn yfir þeim hluta Lamaníta, sem hliðhollur var konunginum. Og hann reyndi að ávinna sér hylli þeirra, sem ekki voru hlýðnir. Þess vegna hélt hann til staðar, sem nefndist aÓnída, því að þangað höfðu allir Lamanítarnir flúið, því að þeir vissu, að herinn var á leiðinni. Og þar eð þeir gjörðu ráð fyrir, að hann kæmi til að tortíma þeim, þá flúðu þeir til Ónída, vopnastaðarins.

6 Og þeir höfðu skipað mann sem konung sinn og leiðtoga með þá föstu ákvörðun í huga, að þeir yrðu ekki neyddir til að ráðast aftur gegn Nefítum.

7 Og svo bar við, að þeir sameinuðust á fjalli nokkru, sem nefnt var Antípas, og bjuggu sig undir bardaga.

8 Nú var það ekki áform Amalikkía að fylgja fyrirmælum konungs og leggja til orrustu gegn þeim. En sjá, áform hans var að ná hylli hersveita Lamaníta, verða foringi þeirra, velta konunginum af valdastóli og taka sjálfur við konungdómnum.

9 Og sjá. Svo bar við, að hann lét her sinn reisa tjöld í dal einum, nálægt Antípasfjalli.

10 Og svo bar við, að þegar nátta tók, sendi hann leyniboða upp á Antípasfjall og óskaði þess, að leiðtogi þeirra, sem á fjallinu voru og bar nafnið Lehontí, kæmi niður að fjallsrótunum, því að hann langaði til að ræða við hann.

11 Og svo bar við, að þegar Lehontí fékk skilaboðin, þorði hann ekki að fara niður að fjallsrótunum. Og svo bar við, að Amalikkía gjörði út sendiboða öðru sinni og bað hann koma niður. Og svo bar við, að Lehontí vildi það ekki. Og enn gjörði hann út sendiboða í þriðja sinn.

12 Og svo bar við, að þegar Amalikkía sá, að hann fékk Lehontí ekki til að koma niður af fjallinu, fór hann upp á fjallið, nærri alla leið að herbúðum Lehontís. Og enn sendi hann boð, í fjórða sinn, til Lehontís og bað hann um að koma niður, og skyldi hann hafa varðmenn sína með sér.

13 Og svo bar við, að þegar Lehontí var kominn niður til Amalikkía, ásamt varðmönnum sínum, óskaði Amalikkía eftir því, að hann kæmi niður með her sinn að næturlagi og umkringdi þá menn í herbúðum sínum, sem konungur hafði veitt honum forystu fyrir, og skyldi hann selja þá í hendur Lehontís, ef hann vildi gjöra hann (Amalikkía) að undirforingja yfir öllum hernum.

14 Og svo bar við, að Lehontí kom niður með menn sína og umkringdi menn Amalikkía, svo að áður en þeir vöknuðu í dagrenningu voru þeir umkringdir af herjum Lehontís.

15 Og svo bar við, að þegar þeir sáu, að þeir voru umkringdir, sárbændu þeir Amalikkía að leyfa þeim að sameinast bræðrum sínum, svo að þeim yrði ekki tortímt. En þetta var einmitt það, sem Amalikkía vildi.

16 Og svo bar við, að hann framseldi menn sína aandstætt fyrirskipunum konungs. En þetta var það, sem Amalikkía vildi, svo að hann kæmi í kring áformi sínu um að velta konungi af stóli.

17 En það var siður Lamaníta, ef foringi þeirra var drepinn, að gjöra undirforingjann að aðalleiðtoga sínum.

18 Og svo bar við, að Amalikkía lét einn af þjónum sínum byrla Lehontí eitur, smátt og smátt, þar til hann lét lífið.

19 En þegar Lehontí var fallinn frá, tilnefndu Lamanítar Amalikkía sem leiðtoga sinn og yfirstjórnanda.

20 Og svo bar við, að Amalikkía hélt með heri sína (því að hann hafði fengið vilja sínum framgengt) inn í Nefíland, til Nefíborgar, sem var aðalborgin.

21 Og konungur kom út með varðmönnum sínum til að taka á móti honum, því að hann hélt, að Amalikkía hefði fylgt fyrirmælum hans og að Amalikkía hefði safnað saman svo miklum her til að halda til orrustu gegn Nefítum.

22 En sjá, þegar konungur kom út til að taka á móti honum, lét Amalikkía þjóna sína ganga fram til móts við konung. Og þeir gengu fram og lutu konungi, eins og til að sýna honum lotningu, vegna þess hve mikill hann væri.

23 Og svo bar við, að konungur rétti fram hönd sína til að reisa þá á fætur, eins og siður var meðal Lamaníta, sem friðartákn, en þann sið höfðu þeir tekið eftir Nefítum.

24 Og svo bar við, að þegar hann hafði reist á fætur þann fyrsta, sjá, þá stakk hann konung í hjartastað, og hann féll til jarðar.

25 En þjónar konungsins flúðu, og þjónar Amalikkía ráku upp óp og sögðu:

26 Sjá, þjónar konungs hafa stungið hann í hjartastað, og hann er fallinn og þeir flúnir. Sjá, komið og lítið á!

27 Og svo bar við, að Amalikkía fyrirskipaði herjum sínum að leggja af stað og kanna, hvað fyrir konung hefði komið. Og þegar þeir komu á staðinn og fundu konung liggjandi í blóði sínu, lést Amalikkía verða reiður og sagði: Hver sá, sem elskaði konunginn, leggi af stað og veiti þjónum konungs eftirför, svo að hægt sé að lífláta þá.

28 Og svo bar við, að allir, sem elskuðu konunginn, lögðu af stað, þegar þeir höfðu heyrt þessi orð, og veittu þjónum konungs eftirför.

29 En þegar þjónar konungs sáu her veita sér eftirför, urðu þeir aftur óttaslegnir og flúðu út í óbyggðirnar og yfir í Sarahemlaland og sameinuðust afólki Ammons.

30 Og herinn, sem veitti þeim eftirför, sneri aftur, þar eð eftirför þeirra var árangurslaus. Og þannig vann Amalikkía hjörtu fólksins með brögðum sínum.

31 Og svo bar við, að á degi komanda hélt hann inn í Nefíborg með heri sína og tók borgina á sitt vald.

32 Og nú bar svo við, að þegar drottningin heyrði, að konungur hefði verið tekinn af lífi — því að Amalikkía hafði sent sendiboða til drottningar til að segja henni frá því, að þjónar konungs hefðu drepið hann, en hann sjálfur hefði veitt þeim eftirför með herjum sínum, en án árangurs, því að þeir hefðu komist undan —

33 Þegar drottningin þess vegna fékk þessi boð, sendi hún til Amalikkía og óskaði eftir, að hann hlífði íbúum borgarinnar, og hún bað hann einnig um að koma til sín. Og hún bað hann einnig að koma með vitni til að votta um dauða konungsins.

34 Og svo bar við, að Amalikkía fór með sama þjóninn og drap konung og alla, sem með honum voru, til drottningarinnar, þar sem hún sat. Og þeir báru henni allir vitni, að konungurinn hefði verið drepinn af sínum eigin þjónum. Og einnig sögðu þeir: Þeir eru flúnir. Vitnar það ekki gegn þeim? Og þannig fullvissuðu þeir drottninguna um tildrögin að dauða konungs.

35 Og svo bar við, að Amalikkía leitaði hylli drottningar og gjörði hana að eiginkonu sinni. Og þannig tókst honum með svikum sínum og aðstoð slægvitra þjóna sinna að ná konungdómnum. Já, hann var viðurkenndur konungur um gjörvallt landið, meðal allra Lamaníta, en til þeirra atöldust Lamanítar og Lemúelítar og Ísmaelítar og allir, sem horfið höfðu frá Nefítum, allt frá stjórnartíð Nefís til líðandi stundar.

36 En þessir afráhverfingar höfðu hlotið sömu leiðsögn og sömu uppfræðslu og Nefítar, já, þeir höfðu hlotið sömu bþekkingu á Drottni, en þótt einkennilegt sé, urðu þeir engu að síður, skömmu eftir fráhvarf sitt, harðari og ciðrunarlausari, villtari, ranglátari og grimmari en Lamanítar — þeir drukku í sig arfsagnir Lamaníta, lögðust í leti og alls konar lostasemi, já, og þeir gleymdu Drottni Guði sínum með öllu.