Ritningar
Alma 53


53. Kapítuli

Lamanítafangar eru notaðir til að víggirða borgina Nægtarbrunn — Misklíð meðal Nefíta verður til að veita Lamanítum sigur — Helaman verður foringi tvö þúsund ungliða af fólki Ammons. Um 64–63 f.Kr.

1 Og svo bar við, að þeir settu verði yfir Lamanítafangana og neyddu þá til að fara og grafa sína dauðu, já, og einnig hina dauðu meðal Nefíta, sem drepnir höfðu verið. Og Moróní setti menn yfir þá til að gæta þeirra, meðan þeir ynnu störf sín.

2 Og Moróní fór til Múlekborgar ásamt Lehí og tók við stjórn borgarinnar og gaf hana Lehí. En sjá. Lehí þessi var maður, sem hafði verið með Moróní í flestum orrustum hans, og hann var maður alíkur Moróní, og þeir glöddust yfir velgengni hvor annars. Já, þeir voru hvor öðrum hjartfólgnir og einnig hjartfólgnir allri Nefíþjóðinni.

3 Og svo bar við, að eftir að Lamanítar höfðu lokið við að grafa sína dauðu og einnig hina dauðu Nefíta, voru þeir látnir halda aftur til Nægtarbrunns. En samkvæmt fyrirmælum Morónís, lét Teankúm þá hefja vinnu við að grafa skurð umhverfis landið, eða borgina Nægtarbrunn.

4 Og hann lét þá reisa abrjóstvirki úr timbri á innri bakka skurðarins, og þeir hlóðu mold úr skurðinum upp að timburvirkinu. Og þannig létu þeir Lamaníta erfiða, þar til þeir höfðu lokið við að girða borgina Nægtarbrunn sterkum og afar háum vegg úr viði og mold.

5 Og þessi borg varð mjög sterkt vígi upp frá því, og í þessari borg geymdu þeir Lamanítafangana, já, innan veggjar, sem þeir höfðu látið þá reisa eigin höndum. En Moróní neyddist til að láta Lamaníta vinna, því að auðvelt var að gæta þeirra, meðan þeir voru við vinnu, og hann vildi hafa allt lið sitt, þegar hann réðist á Lamaníta.

6 Og svo bar við, að Moróní hafði þannig unnið sigur á einum mesta her Lamaníta og náð yfirráðum í Múlekborg, sem var eitt af sterkustu virkjum Lamaníta í Nefílandi, og á þann hátt hafði hann einnig byggt sterkt vígi til að halda föngum sínum.

7 Og svo bar við, að hann reyndi ekki frekar að berjast við Lamaníta það árið, en hélt mönnum sínum önnum köfnum við stríðsundirbúning. Já, og við að gjöra víggirðingar til að verjast Lamanítum, já, og einnig við að bjarga eiginkonum sínum og börnum frá hungursneyð og þrengingum og sjá herjum sínum fyrir matvælum.

8 Og nú bar svo við, að í fjarveru Morónís og vegna óeiningar meðal Nefíta og deilna höfðu herir Lamaníta við vestursjóinn að sunnanverðu náð nokkru landi af Nefítum. Já, þeir höfðu náð yfirráðum í nokkrum borgum þeirra í þeim hluta landsins.

9 Og vegna misgjörða þeirra sjálfra, já, vegna sundurþykkju og óeiningar þeirra á meðal, voru þeir komnir í mjög hættulega stöðu.

10 En sjá nú. Ég vil ræða nokkuð um afólk Ammons, sem voru Lamanítar í upphafi. En fyrir Ammon og bræður hans eða réttara sagt fyrir mátt og orð Guðs höfðu þeir bsnúist til trúar á Drottin, og þeir höfðu verið fluttir niður til Sarahemlalands og ávallt síðan notið verndar Nefíta.

11 Og vegna eiðs síns gátu þeir ekki tekið upp vopn gegn bræðrum sínum, því að þeir höfðu unnið þess eið að úthella aaldrei framar blóði. Og vegna eiðs síns hefðu þeir farist, já, þeir hefðu látið það viðgangast að falla í hendur bræðra sinna, hefðu þeir ekki notið samúðar og mikillar elsku Ammons og bræðra hans.

12 Og vegna þessa voru þeir fluttir niður til Sarahemlalands, og Nefítar höfðu ávallt averndað þá.

13 En svo bar við, að þegar þeir sáu hættuna og þær miklu þrengingar og andstreymi, sem Nefítar báru þeirra vegna, fylltust þeir samúð og avildu taka upp vopn, landi sínu til varnar.

14 En sjá. Þegar þeir ætluðu að grípa til stríðsvopna sinna, voru þeir yfirbugaðir af fortölum Helamans og bræðra hans, því að þeir voru að því komnir að arjúfa beiðinn, sem þeir höfðu svarið.

15 En Helaman óttaðist, að með því að gjöra svo mundu þeir glata sálum sínum. Og þess vegna voru allir, sem gjört höfðu þennan sáttmála, neyddir til að horfa á bræður sína ganga gegnum þrengingar sínar við þær hættulegu aðstæður, sem ríktu á þeim tíma.

16 En sjá. Svo bar við, að þeir áttu marga syni, sem ekki höfðu gjört sáttmála um að grípa ekki til vopna til að verja sig gegn óvinum sínum. Þess vegna söfnuðust þeir saman á þessum tíma, allir sem vopni fengu valdið, og þeir kölluðu sig Nefíta.

17 Og þeir gjörðu sáttmála um að berjast fyrir lýðfrelsi Nefíta, já, að verja land sitt, þótt það kostaði líf þeirra. Já, þeir gjörðu jafnvel sáttmála um að láta alýðfrelsi sitt aldrei af hendi, heldur berjast í öllum tilvikum til að vernda Nefíta og sjálfa sig frá ánauð.

18 Og sjá. Tvær þúsundir þessara ungu manna gjörðu þennan sáttmála og tóku upp stríðsvopn sín til að verja land sitt.

19 Og sjá nú. Vissulega höfðu þeir fram að þessu aldrei verið Nefítum til trafala, en nú urðu þeir á þessari stundu þeim mikil stoð, því að þeir tóku stríðsvopn sín og vildu, að Helaman gjörðist foringi sinn.

20 Og allir voru þeir ungir menn og voru sérlega hugdjarfir og akjarkmiklir, sterkir og athafnasamir. En sjá. Þetta var ekki allt — þetta voru menn, sem alltaf voru btrúir því, sem þeim var treyst fyrir.

21 Já, þeir voru menn sannleika og árvekni, því að þeim hafði verið kennt að halda boðorð Guðs og aganga grandvarir frammi fyrir honum.

22 Og nú bar svo við, að Helaman hélt í fararbroddi hinna atvö þúsund ungliða sinna, til stuðnings fólkinu á landamærum landsins í suðri við vestursjóinn.

23 Og þannig lauk tuttugasta og áttunda stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni.