Bók Alma Sem var sonur Alma

54. Kapítuli

Ammorón og Moróní í samningum um fangaskipti — Moróní krefst þess að Lamanítar dragi sig til baka og láti af morðárásum sínum — Ammorón krefst þess að Nefítar leggi niður vopn og verði þegnar Lamaníta. Um 63 f.Kr.

1 Og nú bar svo við í upphafi tuttugasta og níunda árs dómaranna, að aAmmorón sendi boð til Morónís og óskaði eftir fangaskiptum.

2 Og svo bar við, að Moróní gladdist ákaft við þá beiðni, því að hann æskti þess, að þau matvæli, sem föngunum voru úthlutuð, kæmu hans eigin fólki til góðs. Og hann óskaði einnig eftir sínu eigin fólki til að styrkja her sinn.

3 Nú höfðu Lamanítar tekið margar konur og börn, en hvorki konur né börn voru meðal allra fanga Morónís eða fanganna, sem Moróní hafði tekið. Þess vegna greip Moróní til herbragðs til að ná eins mörgum Nefítaföngum og mögulegt væri frá Lamanítum.

4 Hann skrifaði því bréf og sendi það með þjóni Ammoróns, þeim hinum sama, sem fært hafði Moróní sjálfum bréf. En þetta eru orðin, sem hann skrifaði til Ammoróns, en þar sagði:

5 Sjá, Ammorón. Ég hef skrifað nokkuð til þín um þetta stríð, sem þú hefur háð gegn þjóð minni, eða réttara sagt, sem abróðir þinn hefur háð gegn henni og sem þú ert enn staðráðinn í að halda áfram eftir dauða hans.

6 Sjá, mig langar að segja þér dálítið um aréttvísi Guðs og sverð hans almáttugu reiði, sem yfir þér vofir, ef þú iðrast ekki og kallar heri þína aftur til þíns eigin lands, eða landsins, sem þú átt, sem er Nefíland.

7 Já, þetta vil ég segja þér, ef þú kynnir að fara að orðum mínum. Já, ég vil fræða þig um hið hræðilega avíti, sem bíður slíkra bmorðingja sem þú og bræður þínir hafa verið, ef þið iðrist ekki og hættið við morðáform ykkar og snúið aftur með heri ykkar til ykkar eigin lands.

8 En þar eð þú hefur einu sinni afneitað þessum hlutum og hefur barist gegn fólki Drottins, get ég eins búist við, að þú gjörir það aftur.

9 Og sjá nú. Við erum viðbúnir að taka á móti ykkur. Já, ef þú lætur ekki af áformum þínum, sjá, þá munt þú kalla yfir þig heilaga reiði þess Guðs, sem þú hefur afneitað, já, þér til algjörrar tortímingar.

10 En svo sannarlega sem Drottinn lifir, munu herir okkar ráðast á ykkur, ef þið dragið ykkur ekki til baka, og dauðinn mun fljótt sækja ykkur heim, því að við munum halda borgum okkar og löndum. Já, og við munum varðveita trúarbrögð okkar og málstað Guðs okkar.

11 En sjá. Ég býst við, að árangurslaust sé að ræða við þig um þetta, eða mér virðist þú vera aafsprengi vítis. Þess vegna vil ég ljúka bréfi mínu með því að segja þér, að ég mun ekki hafa skipti á föngum, nema með þeim skilmálum, að þið afhendið mann og eiginkonu hans og börn hans fyrir hvern fanga. Fari svo, að þú gjörir þetta, þá mun ég skipta.

12 Og sjá. Ef þú gjörir þetta ekki, þá mun ég ráðast gegn þér með herjum mínum. Já, ég mun meira að segja vopna kvenfólk mitt og börn mín, og ég mun ráðast gegn þér, og ég mun fylgja þér eftir allt inn í þitt eigið land, sem er aokkar fyrsta erfðaland. Já, og það verður blóð fyrir blóð og líf fyrir líf. Og ég mun berjast við ykkur, allt þar til ykkur hefur verið tortímt af yfirborði jarðar.

13 Sjá, ég er reiður, og það er þjóð mín einnig. Þú hefur reynt að myrða okkur, en við höfum einungis reynt að verja okkur. En sjá. Ef þú reynir frekar að tortíma okkur, þá munum við reyna að tortíma ykkur. Já, og við munum sækjast eftir okkar landi, okkar fyrsta erfðalandi.

14 Nú læt ég bréfi mínu lokið. Ég er Moróní, ég er foringi Nefítaþjóðarinnar.

15 Nú bar svo við, að þegar Ammorón hafði fengið þetta bréf í hendur, reiddist hann. Og hann skrifaði svarbréf til Morónís, en þetta eru orðin, sem hann skrifaði og sagði:

16 Ég er Ammorón, konungur Lamaníta. Ég er bróðir Amalikkía, sem þið hafið amyrt. Sjá, ég mun hefna blóðs hans á ykkur. Já, og ég mun ráðast á ykkur með herjum mínum, því að ég óttast ekki hótanir ykkar.

17 Því að sjá. Feður ykkar gjörðu bræðrum sínum rangt, þar eð þeir rændu þá arétti sínum til stjórnunar, sem tilheyrði þeim réttilega.

18 Og sjá nú. Ef þið viljið leggja niður vopn ykkar og beygja ykkur undir stjórn þeirra, sem réttinn hafa til að stjórna, þá mun ég láta menn mína leggja niður vopnin, og þeir munu ekki heyja stríð lengur.

19 Sjá, þú hefur haft í frammi margar hótanir gegn mér og þjóð minni. En sjá. Við hræðumst ekki hótanir þínar.

20 Engu að síður mun ég með glöðu geði samþykkja fangaskiptin samkvæmt beiðni þinni, svo að ég geti varðveitt matvæli mín fyrir hermenn mína. Og við munum heyja linnulaust stríð, sem annaðhvort leiðir til þess, að Nefítar verða beygðir undir vald okkar eða þeim útrýmt eilíflega.

21 En hvað varðar þennan Guð, sem þú segir okkur hafa afneitað, sjá, við þekkjum ekki slíka veru, og það gjörir þú ekki heldur. En ef svo skyldi vera, að hann sé til, þá vitum við ekki nema hann hafi skapað okkur jafnt og ykkur.

22 Og ef svo er, að til sé djöfull og helvíti, sjá, mun hann þá ekki senda ykkur þangað til að dveljast með bróður mínum, sem þið hafið myrt og sem þið hafið gefið í skyn, að hafi farið á slíkan stað? En sjá. Þessir hlutir skipta ekki máli.

23 Ég er Ammorón, afkomandi aSórams, sem feður ykkar þröngvuðu í lið með sér og burt frá Jerúsalem.

24 Og sjá nú. Ég er hugdjarfur Lamaníti. Sjá, þetta stríð hefur verið háð til að hefna þess, sem þeim hefur verið gjört rangt, og varðveita og ná stjórnunarrétti þeirra. Og hér lýk ég bréfi mínu til Morónís.