Ritningar
Alma 57


57. Kapítuli

Helaman segir frá töku Antípara og uppgjöf og síðar vörn Kúmenís — Ammoníta ungliðarnir hans berjast hreystilega; allir særast, en enginn lætur þar líf sitt — Gíd segir frá drápi og flótta Lamanítafanga. Um 63 f.Kr.

1 Og nú bar svo við, að mér barst bréf frá Ammorón konungi, en í því lýsir hann yfir, að láti ég af hendi stríðsfangana, sem við höfðum tekið, muni hann eftirláta okkur Antíparaborg.

2 En ég sendi bréf til konungs þess efnis, að við værum þess fullvissir, að liðsstyrkur okkar nægði til að taka borgina Antípara og því teldum við það óviturlegt að afhenda fangana fyrir þá borg og að við létum einungis af hendi fanga okkar í skiptum.

3 En Ammorón hafnaði erindi mínu, því að hann vildi ekki fangaskipti. Þess vegna tókum við að búa okkur undir árás á Antíparaborg.

4 En íbúar Antípara yfirgáfu borgina og flúðu til annarra borga, sem þeir áttu, til að víggirða þær. Og þannig féll Antíparaborg okkur í hendur.

5 Og þannig lauk tuttugasta og áttunda stjórnarári dómaranna.

6 Og svo bar við, að í upphafi tuttugasta og níunda ársins fengum við birgðir af vistum, og einnig bættist okkur liðsauki frá Sarahemlalandi og frá landinu í kring, allt að sex þúsund manns, auk sextíu asona Ammoníta, sem komið höfðu til að ganga í lið með bræðrum sínum, mínum smáa tvö þúsund manna flokki. Og sjá nú. Við vorum sterkir, já, og okkur var einnig færður mikill matarforði.

7 Og svo bar við, að ósk okkar var að heyja orrustu við herinn, sem settur var til að vernda borgina Kúmení.

8 Og sjá nú. Ég ætla að sýna þér, að ósk okkar rættist bráðlega. Já, með okkar mikla liðsstyrk, eða með hluta af okkar mikla liðsstyrk, umkringdum við að næturlagi borgina Kúmení, skömmu áður en þeir áttu von á birgðum af vistum.

9 Og svo bar við, að við höfðumst við í búðum umhverfis borgina í margar nætur. En við sváfum með sverð okkur við hlið og héldum vörð, svo að Lamanítar gætu ekki ráðist að okkur að næturlagi og drepið okkur, en það reyndu þeir mörgum sinnum. En alltaf þegar þeir reyndu það, var blóði þeirra úthellt.

10 Loks bárust vistir þeirra, og þeir voru á leið inn í borgina að næturlagi. En við vorum Nefítar en ekki Lamanítar. Þess vegna tókum við þá og birgðir þeirra.

11 Og þrátt fyrir það, að Lamanítar væru þannig skornir frá vistum sínum, voru þeir enn staðráðnir í að halda borginni. Þess vegna kom okkur best að taka þessar vistir og senda þær til Júdeu og fanga okkar til Sarahemlalands.

12 Og svo bar við, að innan fárra daga tóku Lamanítar að missa alla von um hjálp. Þess vegna létu þeir borgina af hendi við okkur, og þannig náðum við takmarki okkar að taka borgina Kúmení.

13 En svo bar við, að fangar okkar voru svo fjölmennir, að þrátt fyrir gífurlegan fjölda okkar, urðum við að nota allt okkar lið til að gæta þeirra eða þá að taka þá af lífi.

14 Því að sjá. Þeir brutust út í stórum hópum og börðust með steinum og kylfum, eða með hverju því, sem þeir gátu hönd á fest, þannig að við drápum nærri tvær þúsundir þeirra, eftir að þeir höfðu gefist upp sem stríðsfangar.

15 Þess vegna varð ekki hjá því komist að binda enda á líf þeirra eða gæta þeirra með sverð í hendi á leiðinni niður til Sarahemlalands. Auk þess rétt nægðu vistir okkar fyrir okkar eigið fólk, þrátt fyrir það sem við höfðum tekið frá Lamanítum.

16 Og við þessar hættulegu aðstæður varð það nú mjög alvarlegt mál að taka ákvörðun varðandi þessa stríðsfanga. Engu að síður ákváðum við að senda þá til Sarahemlalands, og völdum þess vegna hluta af mönnum okkar og fólum þeim ábyrgð á að flytja fanga okkar til Sarahemlalands.

17 En svo bar við, að næsta dag komu þeir aftur. Og sjá. Við spurðum þá ekki um fangana. Því að sjá. Lamanítar voru að ráðast á okkur, en sendimennirnir komu aftur í tæka tíð til að bjarga okkur frá því að falla þeim í hendur. Því að sjá. Ammorón, hafði sent þeim til stuðnings nýjar birgðir af vistum og einnig fjölmennan her manna.

18 Og svo bar við, að þessir menn, sem við sendum með fangana, komu í tæka tíð til að stöðva þá, þegar þeir voru að því komnir að bera okkur ofurliði.

19 En sjá. Minn litli tvö þúsund og sextíu manna flokkur barðist ákafast allra. Já, þeir stóðu staðfastir frammi fyrir Lamanítum og veittu bana öllum þeim, sem lögðust gegn þeim.

20 Og þegar aðrir í her okkar voru um það bil að gefast upp fyrir Lamanítum, sjá, þá voru þessir tvö þúsund og sextíu staðfastir og óbugaðir.

21 Já, og þeir hlýddu hverri skipun og gættu þess að framkvæma hana af nákvæmni. Já, og þeim varð að trú sinni, og ég minntist orðanna, sem þeir sögðu mér, að amæður þeirra hefðu kennt þeim.

22 Og sjá nú. Það var þessum sonum mínum og þeim mönnum, sem valdir höfðu verið til að fara með fangana, sem við eigum þennan mikla sigur að þakka. Því að það voru þeir, sem sigruðu Lamaníta og þess vegna voru þeir hraktir aftur til borgarinnar Mantí.

23 En við héldum borg okkar, Kúmení, og okkur var ekki öllum tortímt með sverði. Engu að síður höfðum við orðið fyrir miklu tjóni.

24 Og svo bar við, að eftir að Lamanítar höfðu lagt á flótta, gaf ég umsvifalaust fyrirskipun um, að menn mínir, sem særðir höfðu verið, skyldu aðskildir frá hinum dauðu og búið yrði um sár þeirra.

25 Og svo bar við, að um tvö hundruð af mínum tvö þúsund og sextíu höfðu fallið í ómegin vegna blóðmissis, en samt sem áður og í samræmi við gæsku Guðs og okkur til mikillar undrunar, og einnig öllum her okkar til mikillar gleði, fórst aekki ein einasta sál þeirra. Já, og það var heldur ekki ein einasta sála meðal þeirra, að ekki væri særð mörgum sárum.

26 En að þeir skyldu varðveittir varð öllum her okkar undrunarefni, já, að þeim skyldi hlíft, meðan þúsundir bræðra okkar voru drepnar. Og við þökkum það réttilega undraverðum akrafti Guðs, vegna hinnar miklu btrúar þeirra á það, sem þeim hafði verið kennt að trúa — að til væri réttvís Guð og að undursamlegur kraftur hans mundi varðveita hvern þann, sem efaðist ekki.

27 En þetta var trú þeirra, sem ég hef talað um. Þeir eru ungir og hugir þeirra eru staðfastir, og þeir leggja traust sitt stöðugt á Guð.

28 Og nú bar svo við, að eftir að við höfðum þannig annast okkar særðu og grafið okkar dauðu og einnig hina dauðu meðal Lamaníta, sem voru margir, sjá, þá spurðum við Gíd um fangana, sem þeir höfðu lagt af stað með niður til Sarahemlalands.

29 En Gíd var yfirforingi þess flokks, sem skipaður hafði verið til að gæta þeirra á leið til landsins.

30 Og þetta eru orðin, sem Gíd mælti við mig: Sjá, við lögðum af stað niður til Sarahemlalands með fanga okkar. Og svo bar við, að við mættum njósnurum herja okkar, sem sendir höfðu verið út til að fylgjast með herbúðum Lamaníta.

31 Og þeir hrópuðu til okkar og sögðu: Sjá, herir Lamaníta eru á leið til Kúmeníborgar. Og sjá. Þeir munu ráðast á þá, já, og tortíma fólki okkar.

32 Og svo bar við, að þegar fangar okkar heyrðu hróp þeirra, en þau hleyptu í þá kjarki, gjörðu þeir uppreisn gegn okkur.

33 Og svo bar við, að vegna uppreisnar þeirra gripum við til sverða okkar gegn þeim. Og svo bar við, að þeir hlupu allir sem einn á sverð okkar, og varð það flestum þeirra að bana, en þeir, sem eftir voru, brutust í gegn og flúðu frá okkur.

34 Og sjá. Þegar þeir voru flúnir og við gátum ekki náð þeim, héldum við í skyndi í átt til Kúmeníborgar. Og sjá, við komum í tæka tíð til að aðstoða bræður okkar við að verja borgina.

35 Og sjá. Enn hefur okkur verið bjargað úr höndum óvinanna. Og blessað er nafn Guðs okkar. Því að sjá. Hann hefur bjargað okkur. Já, hann hefur unnið þetta mikla afrek fyrir okkur.

36 Nú bar svo við, að þegar ég, Helaman, hafði heyrt þessi orð Gíds, fylltist ég heitri gleði yfir gæsku Guðs við að vernda okkur, þannig að við færumst ekki allir. Já, og ég treysti því, að sálir þeirra, sem drepnir hafa verið, hafi agengið inn til hvíldar Guðs síns.