Bók Alma Sem var sonur Alma

58. Kapítuli

Helaman, Gíd og Teomner taka borgina Mantí með brögðum — Lamanítar hörfa til baka — Synir Ammoníta varðveittir er þeir verja staðfastlega lýðfrelsi sitt og trú. Um 63–62 f.Kr.

1 Og sjá. Nú bar svo við, að næsta takmark okkar var að ná borginni Mantí. En sjá. Engin leið var fyrir okkur að leiða þá út úr borginni með smáflokkum okkar. Því að sjá. Þeir voru minnugir þess, sem við höfðum gjört fram að þessu. Þess vegna gátum við ekki aginnt þá út úr virkjum þeirra.

2 Og þeir voru svo miklu fjölmennari en her okkar, að við þorðum ekki að ráðast á þá í virkjum sínum.

3 Já, og okkur varð ráðlegast að nota menn okkar til að varðveita þá hluta landsins, sem við höfðum endurheimt. Þess vegna kom okkur best að bíða, þar til við fengjum liðsauka frá Sarahemlalandi, ásamt nýjum birgðum af vistum.

4 Og svo bar við, að ég sendi sendiboða til landstjórans til að kynna honum málefni fólks okkar. Og svo bar við, að við biðum eftir vistum og liðsauka frá Sarahemlalandi.

5 En sjá. Þetta gagnaði okkur lítið, því að Lamanítar fengu mikinn liðsauka dag eftir dag og einnig miklar vistir. Og þannig var staða okkar á þessum tíma.

6 En Lamanítar sóttu fram gegn okkur öðru hverju, ákveðnir í að tortíma okkur með herbrögðum. Engu að síður gátum við ekki lagt til orrustu gegn þeim vegna virkja þeirra og víggirðinga.

7 Og svo bar við, að við biðum við þessar erfiðu aðstæður mánuðum saman, þar til að við lá, að við færumst af matarskorti.

8 En svo bar við, að við fengum mat, sem barst okkur með tvö þúsund manna her, sem sendur var okkur til aðstoðar. Og þetta er öll sú aðstoð, sem við fengum til að verja okkur og land okkar frá því að falla í hendur óvina okkar, já, til að berjast við óteljandi fjölda óvina.

9 En ástæðuna fyrir þessum vandræðum okkar, eða ástæðuna fyrir því, að þeir sendu ekki meiri liðsauka, vissum við ekki. Þess vegna vorum við hryggir og einnig fullir ótta um, að dómur Guðs kæmi á einhvern hátt yfir land okkar, okkur til falls og algjörrar tortímingar.

10 Þess vegna opnuðum við sálir okkar í bæn til Guðs, að hann styrkti okkur og bjargaði úr höndum óvina okkar, já, og gæfi okkur einnig styrk til að halda borgum okkar og löndum og eignum til framdráttar fólki okkar.

11 Já, og svo bar við, að Drottinn Guð okkar vitjaði okkar með fullvissu um, að hann mundi varðveita okkur. Já, og orð hans veittu okkur sálarfrið og mikla trú og von um, að við mundum bjargast í honum.

12 Og okkur jókst kjarkur fyrir hið litla lið, sem við höfðum fengið, og vorum staðráðnir í að sigra óvini okkar og avarðveita lönd okkar og eigur og eiginkonur okkar og börn og blýðfrelsi okkar.

13 Og þannig lögðum við upp með allt okkar lið gegn Lamanítum, sem voru í borginni Mantí. Og við tjölduðum óbyggðamegin, nærri borginni.

14 Og svo bar við, að daginn eftir, þegar Lamanítar sáu að við vorum við óbyggðirnar í grennd við borgina, sendu þeir njósnara allt umhverfis til að komast að fjölda og styrk hers okkar.

15 Og svo bar við, að þegar þeir sáu, að við vorum ekki sterkir að mannfjölda — og þar eð þeir óttuðust, að við mundum skera á aðflutningsleiðir þeirra nema þeir kæmu út og berðust gegn okkur og dræpu okkur, og þar eð þeir gjörðu einnig ráð fyrir, að þeir gætu auðveldlega tortímt okkur með sínum mannmörgu herjum — þá bjuggu þeir sig undir að koma út til orrustu við okkur.

16 Og þegar við sáum, að þeir voru að búa sig undir að koma út og berjast við okkur, sjá, þá lét ég Gíd ásamt litlum hóp manna fela sig í óbyggðunum og einnig Teomner og lítinn hóp manna.

17 En Gíd og hans menn voru til hægri, en hinir til vinstri. Og þegar þeir höfðu falið sig, sjá, þá varð ég eftir, ásamt öðrum í her mínum á sama stað og við höfðum fyrst slegið upp tjöldum, og beið eftir því, að Lamanítar kæmu fram til orrustu.

18 Og svo bar við, að Lamanítar komu út með sinn fjölmenna her gegn okkur. Og þegar þeir voru komnir og voru um það bil að ráðast á okkur með vopnavaldi, lét ég menn mína, sem með mér voru, draga sig til baka út í óbyggðirnar.

19 Og svo bar við, að Lamanítar héldu á eftir okkur með miklum hraða, því að þeim var mikið áhugamál að ná okkur og drepa okkur. Þeir veittu okkur þess vegna eftirför út í óbyggðirnar. En við komumst fram hjá Gíd og Teomner, mitt á milli þeirra, án þess að Lamanítar uppgötvuðu þá.

20 Og svo bar við, að þegar Lamanítar voru komnir fram hjá, eða þegar herinn var farinn hjá, komu Gíd og Teomner fram úr fylgsnum sínum og einangruðu njósnara Lamaníta, svo að þeir héldu ekki aftur til borgarinnar.

21 Og svo bar við: Þegar þeir höfðu skorið þá frá, hlupu þeir til borgarinnar og réðust á verðina, sem skildir höfðu verið eftir til að gæta borgarinnar, og þeir tortímdu þeim og hertóku borgina.

22 En þetta gjörðist vegna þess, að Lamanítar létu allan her sinn, að undanskildum fáeinum varðmönnum, fara út í óbyggðirnar.

23 Og svo bar við, að Gíd og Teomner höfðu þannig náð virkjum þeirra á sitt vald. Og svo bar við, að við tókum stefnu í átt að Sarahemlalandi eftir að hafa farið víða um óbyggðirnar.

24 Og þegar Lamanítar sáu, að þeir voru á leið til Sarahemlalands, óttuðust þeir mjög, að ætlunin væri að leiða þá til tortímingar. Þess vegna drógu þeir sig í hlé og héldu aftur út í óbyggðirnar, já, aftur sömu leið og þeir komu.

25 Og sjá. Komin var nótt, og þeir reistu tjöld sín, því að yfirforingjar Lamaníta gjörðu ráð fyrir, að Nefítar væru þreyttir af göngunni. Og þar eð þeir töldu sig hafa rekið allan her þeirra, leiddu þeir ekki hugann að borginni Mantí.

26 Nú bar svo við, að þegar nátta tók lét ég menn mína ekki fara að sofa, heldur halda áfram, eftir annarri leið, í átt að Mantílandi.

27 Og vegna þessarar göngu okkar að næturlagi, sjá, þá vorum við næsta dag komnir fram fyrir Lamanítana, þannig að við komum á undan þeim til Mantíborgar.

28 Og þannig bar svo við, að með þessu herbragði náðum við Mantíborg án blóðsúthellinga.

29 Og svo bar við, að þegar herir Lamaníta komu að borginni og sáu, að við vorum viðbúnir því að taka á móti þeim, urðu þeir ákaflega undrandi og svo skelfingu lostnir, að þeir flúðu út í óbyggðirnar.

30 Já, og svo bar við, að herir Lamaníta flúðu úr öllum þessum landshluta. En sjá. Þeir fluttu með sér margar konur og börn út úr landinu.

31 En aþær borgir, sem Lamanítar höfðu tekið, eru allar á þessari stundu á okkar valdi, og feður okkar og eiginkonur okkar og börn eru að snúa heim, öll utan þeirra, sem Lamanítar hafa tekið til fanga og flutt burt.

32 En sjá. Herir okkar eru smáir til að verja svo margar borgir og svo miklar eignir.

33 En sjá. Við treystum Guði okkar, sem hefur veitt okkur sigur yfir þessum löndum, svo mikinn sigur, að við höfum endurheimt þessar borgir og landareignir, sem voru okkar eigin eign.

34 En við vitum ekki, hvers vegna stjórnin veitir okkur ekki aukinn styrk. Né heldur vita þeir menn, sem komu upp til okkar, hvers vegna við höfum ekki fengið aukinn styrk.

35 Sjá. Við vitum ekki nema þér hafi vegnað illa og þú hafir kallað herstyrkinn inn í annan landshluta. Ef svo er, þá möglum við ekki.

36 En ef svo er ekki, sjá, þá óttumst við, að einhver aflokkadráttur sé í stjórninni, svo að þeir sendi ekki fleiri menn okkur til aðstoðar, því að við vitum, að fleiri eru til en þeir, sem sendir hafa verið.

37 En sjá. Þetta skiptir ekki máli — við treystum, að Guð abjargi okkur, þrátt fyrir veikleika herja okkar, já, bjargi okkur úr höndum óvina okkar.

38 Sjá, þetta er á síðari hluta tuttugasta og níunda ársins, og við höfum lönd okkar á okkar valdi, og Lamanítar eru flúnir til Nefílands.

39 Og þeir synir Ammoníta, sem ég hef farið svo lofsamlegum orðum um, eru með mér í Mantíborg. Og Drottinn hefur stutt þá, já, og verndað þá frá að falla fyrir sverði, já, jafnvel svo, að ekki aein einasta sál hefur verið drepin.

40 En sjá. Þeir hafa hlotið mörg sár. Engu að síður eru þeir staðfastir í því alýðfrelsi, sem með Guðs hjálp hefur gjört þá frjálsa. Og þeir gæta þess stranglega að minnast Drottins Guðs síns dag frá degi. Já, þeir gæta þess að halda stöðugt reglur hans og ákvæði og boð hans, og trú þeirra er sterk á spádómana um það, sem koma mun.

41 Og nú, ástkæri bróðir Moróní. Megi Drottinn Guð okkar, sem hefur endurleyst okkur og gjört okkur frjálsa, halda þér ætíð í návist sinni. Já, megi hann vera þessari þjóð náðugur, já, svo að þér takist að endurheimta allt, sem Lamanítar hafa frá okkur tekið og sem var okkur til viðurværis. Og sjá. Nú læt ég bréfi mínu lokið. Ég er Helaman, sonur Alma.