Bók Alma Sem var sonur Alma

59. Kapítuli

Moróní biður Pahóran um að styrkja herlið Helamans — Lamanítar ná borginni Nefía — Moróní er yfirvöldum reiður. Um 62 f.Kr.

1 Nú bar svo við á þrítugasta stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni, þegar Moróní hafði fengið og lesið abréf Helamans, að þá gladdist hann mjög yfir velfarnaði Helamans, já, hinni miklu velgengni hans við að ná þeim landsvæðum, sem þeir höfðu misst.

2 Já, og hann kunngjörði það öllum í þeim landshluta, þar sem hann var, svo að þeir gætu einnig glaðst.

3 Og svo bar við, að hann sendi aPahóran strax bbréf, þar sem hann óskaði þess, að hann léti safna mönnum til að styrkja lið Helamans eða heri Helamans, svo að hann gæti auðveldlega haldið þeim hluta landsins, sem hann hafði á svo undursamlegan hátt náð aftur.

4 Og svo bar við, að þegar Moróní hafði sent þetta bréf til Sarahemlalands, tók hann enn á ný að leggja á ráðin, hvernig hann fengi náð því aftur, sem eftir var af þeim svæðum og borgum, sem Lamanítar höfðu tekið frá þeim.

5 Og svo bar við, að á meðan Moróní var þannig að undirbúa árás á Lamaníta, sjá, þá réðust þeir á fólkið í Nefía, sem hafði safnast saman úr Moróníborg, Lehíborg og Moríantonborg.

6 Já, jafnvel þeir, sem höfðu neyðst til að flýja frá Mantílandi og frá nærliggjandi landi, voru komnir á vettvang og höfðu gengið í lið með Lamanítum í þessum hluta landsins.

7 Og þar eð þeir voru mjög fjölmennir, já, og þeim bættist daglega liðsstyrkur, réðust þeir að skipun Ammoróns gegn fólkinu í Nefía, og þeir tóku að fella það í feiknarlegu mannfalli.

8 Og herir þeirra voru svo fjölmennir, að þeir, sem eftir voru af íbúum Nefía, neyddust til að flýja undan þeim. Og þeir komu jafnvel og slógust í lið með her Morónís.

9 Og þar eð Moróní hafði gjört ráð fyrir, að menn yrðu sendir til Nefíaborgar til að aðstoða fólkið við að halda borginni og þar eð hann vissi, að auðveldara var að verja borgina því að falla í hendur Lamanítum en ná henni af þeim aftur, gjörði hann ráð fyrir, að þeir mundu auðveldlega halda henni.

10 Þess vegna hélt hann eftir öllu liði sínu til að halda þeim stöðum, er þeir höfðu endurheimt.

11 Og þegar Moróní sá nú, að Nefíaborg var töpuð, varð hann afar hryggur, og hann tók að velta fyrir sér, hvort þeir mundu ekki falla í hendur bræðra sinna vegna ranglætis fólksins.

12 En sama gilti um alla yfirforingja hans. Á þá sótti efi, og einnig furðuðu þeir sig á ranglæti fólksins, en þessu olli velgengni Lamaníta í viðureign við þá.

13 Og svo bar við, að Moróní var reiður stjórninni vegna aáhugaleysis hennar um frelsi landsins.