Bók Alma Sem var sonur Alma

63. Kapítuli

Síblon og síðan Helaman taka við helgum heimildum — Margir Nefítar fara til landsins í norðri — Hagot smíðar skip sem leggur út á vestursjóinn — Morónía sigrar Lamaníta í orrustu. Um 56–52 f.Kr.

1 Og svo bar við, að í upphafi þrítugasta og sjötta stjórnarárs dómaranna yfir Nefíþjóðinni tók aSíblon við hinum bhelgu munum, sem Alma hafði afhent Helaman.

2 Og hann var réttvís maður og gekk grandvar fyrir Guði, og hann gætti þess að gjöra gott án afláts og halda boðorð Drottins Guðs síns. Og hið sama gjörði bróðir hans.

3 Og svo bar við, að Moróní lést einnig. Og þannig lauk þrítugasta og sjötta stjórnarári dómaranna.

4 Og svo bar við, að á þrítugasta og sjöunda stjórnarári dómaranna fór stór hópur manna, allt að fimm þúsund og fjögur hundruð manns, ásamt eiginkonum sínum og börnum frá Sarahemlalandi til landsins í anorðri.

5 Og svo bar við, að Hagot, sem var mjög hagur maður, smíðaði afar stórt skip við landið Nægtarbrunn, við Auðnina, og sjósetti það í vestursjóinn við aþrönga eiðið, sem lá til landsins í norðri.

6 Sjá. Margir Nefítar stigu um borð og sigldu af stað með miklar vistir og einnig margar konur og börn. Og þau stefndu í norðurátt. Og þannig lauk þrítugasta og sjöunda árinu.

7 Og á þrítugasta og áttunda árinu smíðaði þessi maður önnur skip. Og fyrsta skipið kom einnig til baka, og margir fleiri fóru um borð. Og þeir tóku einnig miklar vistir og lögðu aftur af stað til landsins í norðri.

8 Og svo bar við, að aldrei heyrðist frá þeim framar. En við gjörum ráð fyrir, að þeir hafi drukknað í djúpi sjávar. Og svo bar við, að enn eitt skip lagði af stað, en hvert það fór, vitum við ekki.

9 Og svo bar við, að á þessu ári fóru margir til landsins í anorðri. Og þannig lauk þrítugasta og áttunda árinu.

10 Og svo bar við, að á þrítugasta og níunda stjórnarári dómaranna dó Síblon einnig og Kóríanton hafði farið til landsins í norðri á skipi til að flytja vistir til þeirra, sem farið höfðu til þess lands.

11 Þess vegna varð óhjákvæmilegt fyrir Síblon að fela þessa helgu muni, fyrir dauða sinn, í vörslu sonar aHelamans, sem nefndur var Helaman, eftir föður sínum.

12 En sjá. Allar þær aáletranir, sem voru í vörslu Helamans, utan þær, sem Alma hafði mælt fyrir, að bekki skyldu sendar út, voru skráðar og sendar út á meðal mannanna barna um gjörvallt landið.

13 Engu að síður voru þessir munir áfram heilagir og þeir aafhentir mann fram af manni. Af þeirri ástæðu höfðu þeir verið settir í vörslu Helamans á þessu ári fyrir dauða Síblons.

14 Og svo bar við, að á þessu ári höfðu einnig nokkrir fráhverfingar farið yfir til Lamaníta. Og þeir voru enn egndir til reiði gegn Nefítum.

15 Og á þessu sama ári réðust þeir einnig með fjölmennan her gegn fólki Morónía, eða gegn her aMorónía, en í þeim bardaga voru þeir sigraðir og reknir aftur til síns eigin lands og biðu mikið tjón.

16 Og þannig lauk þrítugasta og níunda stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni.

17 Og þannig lauk frásögn Alma og sonar hans Helamans og einnig Síblons, sem var sonur hans.