Ritningar
Alma 7


Orðin, sem Alma færði fólkinu í Gídeon samkvæmt heimildaskrá hans sjálfs.

Nær yfir 7. kapítula.

7. Kapítuli

Kristur mun fæðast af Maríu — Hann mun leysa helsi dauðans og bera syndir fólks síns — Þeir sem iðrast, láta skírast og halda boðorðin, munu öðlast eilíft líf — Sorinn getur ekki erft Guðs ríki — Auðmýkt, trú, von og kærleikur eru skilyrðin. Um 83 f.Kr.

1 Sjá, ástkæru bræður mínir. Þar eð mér hefur leyfst að koma til yðar, gjöri ég tilraun til að aávarpa yður á minni eigin tungu, já, með mínum eigin vörum, þar eð þetta er í fyrsta sinn, sem ég tala til yðar af eigin vörum, þar eð ég var alveg bundinn bdómarasætinu og var svo önnum kafinn, að ég komst ekki til yðar.

2 Og ég hefði jafnvel ekki getað komið nú, nema vegna þess, að aöðrum hefur verið falið að sitja í dómarasætinu til að ríkja í minn stað; og Drottinn hefur leyft mér, af sinni miklu miskunn, að koma til yðar.

3 Og sjá. Ég er kominn fullur bjartsýni og vona innilega, að ég komist að raun um, að þér hafið sýnt auðmýkt fyrir Guði og hafið haldið áfram að biðja um náð hans, að ég megi finna yður lausa við sekt frammi fyrir honum, en ekki í þeim geigvænlegu ógöngum sem bræður vorir í Sarahemla voru í.

4 En blessað sé nafn Guðs fyrir að hafa látið mig vita, já, hafa veitt mér þá miklu gleði að vita, að þeir ganga á ný á vegi réttlætisins.

5 Og samkvæmt anda Guðs, sem í mér er, treysti ég því, að ég megi einnig gleðjast yfir yður. Þó langar mig ekki til þess, að gleði mína yðar vegna megi rekja til sams konar þrenginga og sorga og ég hef mátt líða fyrir bræðurna í Sarahemla. Því að sjá. Gleði mín yfir þeim fylgir í kjölfar mikilla þrenginga og sorga.

6 En sjá. Ég treysti því, að þér séuð ekki haldnir jafn miklu trúleysi og bræður yðar. Ég treysti því, að þér séuð ekki uppblásnir hroka. Já, ég treysti því, að þér hafið ekki girnst auðæfi og hégóma þessa heims í hjörtum yðar. Já, ég treysti því, að þér tilbiðjið ekki askurðgoð, heldur tilbiðjið hinn sanna og blifanda Guð og væntið í ævarandi trú fyrirgefningar synda yðar, sem í vændum er.

7 Því að sjá. Ég segi yður, að margt er í vændum. Sjá, eitt er öllu mikilvægara. Sjá, sá atími er ekki langt undan, að lausnarinn lifi og komi meðal fólks síns.

8 Sjá, ég segi ekki, að hann komi á meðal vor, meðan hann dvelur í dauðlegu musteri sínu. Því að sjá, andinn hefur ekki sagt mér, að svo muni vera. Ég veit ekki gjörla um þetta, en svo mikið veit ég, að Drottinn Guð hefur vald til að gjöra hvað sem er í samræmi við orð sín.

9 En sjá. Andinn hefur tjáð mér þetta og sagt: Hrópa þú til þessa fólks og segðu — aIðrist og greiðið Drottni veg, og gangið hans vegi, sem beinir eru. Því að sjá. Himnaríki er í nánd, og sonur Guðs bkemur á yfirborð jarðar.

10 Og sjá. Hann mun afæddur af bMaríu í Jerúsalem, sem er cland forfeðra vorra, en hún er dhrein mær, dýrmætt og kjörið ker, sem yfirskyggð verður og eþunguð fyrir kraft heilags anda. Og hún mun fæða son, já, sjálfan son Guðs.

11 Og hann mun ganga fram og þola alls kyns sársauka, aþrengingar og freistingar. Og svo mun verða, til að orðið megi rætast, sem segir, að hann muni taka á sig sársauka og sjúkdóma fólks síns.

12 Og hann mun líða adauða til að leysa helsi dauðans, sem fjötrar fólk hans. Og hann mun kynnast vanmætti þess, svo að hjarta hans fyllist miskunn samkvæmt holdinu, svo að hann megi vita í holdinu, hvernig fólki hans verður best bliðsinnt í vanmætti þess.

13 aveit andinn alla hluti, en samt þjáist sonur Guðs að hætti holdsins til að geta btekið á sig syndir fólks síns og þurrkað út lögmálsbrot þess í krafti frelsunarverks síns. Og sjá, þetta er vitnisburðurinn, sem í mér er.

14 Nú segi ég yður, að þér verðið að iðrast og aendurfæðast, því að andinn segir, að þér getið ekki erft himnaríki án þess að endurfæðast. Komið því og látið skírast iðrunarskírn, svo að syndir yðar verði þvegnar burt og þér eignist trú á Guðslambið, sem ber burtu syndir heimsins, sem hefur mátt til að frelsa og hreinsa af öllu óréttlæti.

15 Já, ég segi yður: Komið og óttist ekki. Látið af allri synd, sem svo auðveldlega nær atökum á yður og fjötrar yður til tortímingar. Já, komið og gangið fram og sýnið Guði yðar, að þér séuð fúsir til að iðrast synda yðar og gjöra við hann sáttmála um að halda boðorð hans og sýna honum það á þessum degi með því að stíga niður í skírnarvatnið.

16 Og hver sá, sem þetta gjörir og heldur boðorð Guðs upp frá því, sá hinn sami mun minnast þess, að ég segi við hann, já, hann mun minnast þess, að ég hafi sagt við hann, að hann muni öðlast eilíft líf samkvæmt vitnisburði hins heilaga anda, sem ber vitni í mér.

17 Og nú, ástkæru bræður mínir, leggið þér trúnað á þetta? Sjá, ég segi yður, já, ég veit, að þér trúið því. Og ég veit, að þér trúið því vegna opinberunar andans, sem í mér er. Og mikil er gleði mín, vegna þess hve sterk trú yðar er á því, já, á því, sem ég hefi sagt.

18 Því að eins og ég sagði yður í upphafi, þráði ég heitt, að þér væruð ekki í sömu ógöngum og bræður yðar, já, svo mjög, að ég finn, að þrá minni hefur verið fullnægt.

19 Því að ég sé, að þér eruð á vegum réttlætisins. Ég sé, að þér eruð á þeim vegi, sem liggur til Guðs ríkis. Já, ég sé, að þér eruð að gjöra beinar abrautir hans.

20 Ég sé, að yður hefur verið gjört ljóst fyrir vitnisburð orða hans, að hann getur ekki afarið krókaleiðir, né heldur víkur hann frá því, sem hann hefur sagt. Hann hefur ekki heldur minnstu tilhneigingu til að snúast frá hægri til vinstri eða frá því, sem rétt er til þess, sem rangt er. Þess vegna er braut hans eilíf hringrás.

21 Og hann dvelst ekki í avanhelgum musterum, né heldur er tekið á móti sora eða nokkru því, sem óhreint er, í Guðs ríki. Ég segi yður þess vegna, að sá tími mun koma, já, og það mun verða á efsta degi, að hinn bsaurugi verður áfram í sora sínum.

22 Og ástkæru bræður mínir. Ég hef sagt yður þetta til að vekja yður til skilnings á skyldum yðar við Guð, svo að þér megið ganga ólastanlegir frammi fyrir honum og fylgja heilagri reglu Guðs, en henni samkvæmt hefur verið á móti yður tekið.

23 Og nú vil ég, að þér séuð aauðmjúkir, undirgefnir og blíðir, gæfir og fullir af þolinmæði og langlundargeði, séuð hófsamir í öllu, haldið boðorð Guðs af kostgæfni öllum stundum, biðjið um allt, sem þér þarfnist, bæði andlegt og stundlegt, og færið Guði ætíð þakkir fyrir allt, sem yður hlotnast.

24 Og gætið þess að eiga atrú, von og kærleika, og þá munuð þér ætíð ríkir af góðum verkum.

25 Og megi Drottinn blessa yður og halda klæðum yðar flekklausum, svo að þér megið að lokum setjast í himnaríki með Abraham, Ísak og Jakob og hinum heilögu spámönnum, sem verið hafa allt frá upphafi veraldar, með klæði yðar jafn aflekklaus og klæði þeirra, og hverfið aldrei þaðan aftur.

26 Og nú ástkæru bræður. Ég hef mælt þessi orð til yðar samkvæmt andanum, sem ber vitni í mér. Og sál mín fagnar ákaft vegna hinnar miklu kostgæfni og athygli, sem þér hafið gefið orðum mínum.

27 Og megi afriður Guðs hvíla yfir yður og yfir húsum yðar, löndum, hjörðum og búpeningi, og öllu, sem þér eigið, konum yðar og börnum, í samræmi við trú yðar og góð verk, héðan í frá og að eilífu. Og þannig hef ég mælt. Amen.