Bók Alma Sem var sonur Alma

Kapítular 

Frásögn Alma, sem var sonur Alma, fyrsti yfirdómari Nefí-þjóðarinnar og einnig æðsti prestur kirkjunnar. Frásögn um stjórnartíð dómaranna, styrjaldir og átök meðal þjóðarinnar. Auk þess frásögn um styrjöld á milli Nefíta og Lamaníta, samkvæmt heimildaskrám Alma, hins æðsta yfirdómara.
1. Kapítuli
Nehor boðar falskenningar, stofnar kirkju, innleiðir prestaslægð og ræður Gídeon af dögum — Nehor er tekinn af lífi vegna glæpa sinna — Prestaslægð og ofsóknir breiðast út meðal fólksins — Prestar sjá fyrir sér sjálfir, fólkið annast hina fátæku og kirkjunni vegnar vel. Um 91–87 f.Kr.
2. Kapítuli
Amlikí reynir að verða konungur, en rödd þjóðarinnar hafnar honum — Fylgjendur hans taka hann til konungs — Amlikítar heyja stríð við Nefíta en bíða ósigur — Lamanítar og Amlikítar sameinast en bíða ósigur — Alma ræður Amlikí af dögum. Um 87 f.Kr.
3. Kapítuli
Amlikítar hafa auðkennt sig samkvæmt hinu spámannlega orði — Á Lamanítum hvílir bölvun vegna uppreisnar þeirra — Menn leiða sjálfir yfir sig bölvun — Nefítar vinna sigur á öðrum Lamanítaher. Um 87–86 f.Kr.
4. Kapítuli
Alma skírir þúsundir trúskiptinga — Spilling verður í kirkjunni og hindrar framgang hennar — Nefía tilnefndur yfirdómari — Alma helgar sig þjónustustörfum sem æðsti prestur. Um 86–83 f.Kr.
Orðin, sem Alma, æðsti prestur að heilagri reglu Guðs, flutti fólki í borgum og þorpum um gjörvallt landið.
5. Kapítuli
Menn verða að iðrast, halda boðorðin, endurfæðast, hreinsa klæði sín með blóði Krists, auðmýkja sig og losa sig við hroka og öfund og vinna réttlætisverk til að hljóta sáluhjálp — Góði hirðirinn kallar á fólk sitt — Þeir sem vinna illvirki eru börn djöfulsins — Alma ber sannleika kenningar sinnar vitni og býður mönnum að iðrast — Nöfn hinna réttlátu munu skráð í bók lífsins. Um 83 f.Kr.
6. Kapítuli
Kirkjan í Sarahemla hreinsuð og reglu komið á — Alma fer til Gídeonsborgar og prédikar þar. Um 83 f.Kr.
Orðin, sem Alma færði fólkinu í Gídeon samkvæmt heimildaskrá hans sjálfs.
Nær yfir 7. kapítula.
7. Kapítuli
Kristur mun fæðast af Maríu — Hann mun leysa helsi dauðans og bera syndir fólks síns — Þeir sem iðrast, láta skírast og halda boðorðin, munu öðlast eilíft líf — Sorinn getur ekki erft Guðs ríki — Auðmýkt, trú, von og kærleikur eru skilyrðin. Um 83 f.Kr.
8. Kapítuli
Alma prédikar og skírir í Melek — Honum er hafnað í Ammónía og hann fer þaðan — Engill býður honum að snúa þangað aftur og boða fólkinu iðrun — Amúlek tekur á móti honum og þeir tveir prédika í Ammónía. Um 82 f.Kr.
Orð Alma ásamt orðum Amúleks, sem boðuð voru íbúum Ammóníalands. Þeim er varpað í fangelsi, en þeir frelsast fyrir yfirnáttúrlegan kraft Guðs, sem í þeim var, samkvæmt heimildum Alma.
9. Kapítuli
Alma býður íbúum Ammónía að iðrast — Drottinn verður Lamanítum miskunnsamur á síðustu dögum — Ef Nefítar brjóta gegn ljósinu munu Lamanítar tortíma þeim — Sonur Guðs kemur brátt — Hann mun endurleysa þá sem iðrast, láta skírast og trúa á nafn hans. Um 82 f.Kr.
10. Kapítuli
Lehí er af Manasse kominn — Amúlek segir frá því er engillinn bauð honum að annast Alma — Fólkinu hlíft vegna bæna hinna réttlátu — Ranglátir lögfræðingar og dómarar leggja grunninn að tortímingu fólksins. Um 82 f.Kr.
11. Kapítuli
Skýringar á mynt Nefíta — Amúlek deilir við Seesrom — Kristur frelsar ekki menn í syndum þeirra — Aðeins þeir sem erfa himnaríki munu hólpnir — Allir menn munu rísa upp í ódauðleika — Enginn dauði er til eftir upprisuna. Um 82 f.Kr.
12. Kapítuli
Alma ræðir við Seesrom — Aðeins hinum trúföstu er gefið að þekkja leyndardóma Guðs — Menn eru dæmdir af hugsunum sínum, trú, orðum og verkum — Hinir ranglátu munu líða andlegan dauða — Þetta dauðlega líf er reynslutími — Endurlausnaráætlunin gjörir upprisuna að veruleika og einnig fyrirgefningu syndanna fyrir trú — Sá sem iðrast á rétt á miskunn fyrir hinn eingetna son. Um 82 f.Kr.
13. Kapítuli
Menn fá köllun æðstu presta vegna mikillar trúar sinnar og góðra verka — Þeir eiga að kenna boðorðin — Vegna réttlætis eru þeir helgaðir og ganga inn til hvíldar Drottins — Melkísedek var einn þeirra — Englar boða gleðitíðindi um landið — Þeir munu kunngjöra hina eiginlegu komu Krists. Um 82 f.Kr.
14. Kapítuli
Alma og Amúlek settir í fangelsi og barðir — Hinir trúuðu eru brenndir á báli ásamt heilögum ritningum þeirra — Drottinn tekur á móti þessum fórnarlömbum í dýrð — Veggir fangelsisins klofna og hrynja — Alma og Amúlek bjargast, og ofsóknarmenn þeirra láta lífið. Um 82–81 f.Kr.
15. Kapítuli
Alma og Amúlek fara til Sídom og stofna þar kirkju — Alma læknar Seesrom, sem gengur í kirkjuna — Margir láta skírast og kirkjan eflist — Alma og Amúlek fara til Sarahemla. Um 81 f.Kr.
16. Kapítuli
Lamanítar eyða íbúum Ammónía — Sóram leiðir Nefíta til sigurs yfir Lamanítum — Alma og Amúlek og margir aðrir boða orðið — Þeir boða að Kristur muni birtast Nefítum eftir upprisu sína. Um 81–77 f.Kr.
Frásögn af sonum Mósía, sem höfnuðu rétti sínum til konungdóms fyrir Guðsorð og fóru upp til Nefílands til að prédika fyrir Lamanítum. Um þjáningar þeirra og frelsun — samkvæmt heimildaskrá Alma.
17. Kapítuli
Synir Mósía hafa anda spádóms og opinberunar — Þeir fara hver í sína átt til að boða Lamanítum orðið — Ammon fer til lands Ísmaels og verður þjónn Lamonís konungs — Ammon ver hjarðir konungs og drepur óvini hans við Sebusvatn. Vers 1–3 um 77 f.Kr., vers 4 um 91–77 f.Kr. og vers 5–39 um 91 f.Kr.
18. Kapítuli
Lamoní konungur heldur, að Ammon sé hinn mikli andi — Ammon fræðir konunginn um sköpunina og samskipti Guðs við menn og endurlausnina sem fæst fyrir tilstilli Krists — Lamoní trúir og fellur til jarðar sem dauður sé. Um 90 f.Kr.
19. Kapítuli
Lamoní tekur á móti ljósi ævarandi lífs og sér lausnarann — Heimilisfólk hans fellur í dá og margir sjá engla — Líf Ammons varðveitt á undursamlegan hátt — Hann skírir marga og stofnar kirkju meðal þeirra. Um 91 f.Kr.
20. Kapítuli
Drottinn sendir Ammon til Middoní til að bjarga bræðrum hans úr fangelsi — Ammon og Lamoní hitta föður Lamonís, sem er konungur yfir öllu landinu — Ammon fær gamla konunginn til að samþykkja að bræður hans verði látnir lausir. 91 f.Kr.
Frásögn af prédikunum Arons, Múlokís og bræðra þeirra fyrir Lamanítum.
21. Kapítuli
Aron segir Amalekítum frá Kristi og friðþægingu hans — Aron og bræður hans eru hnepptir í fangelsi í Middoní — Þegar þeir losna þaðan kenna þeir í samkunduhúsunum og margir snúast til trúar — Lamoní veitir fólkinu trúfrelsi í Ísmaelslandi. Um 90–77 f.Kr.
22. Kapítuli
Aron fræðir föður Lamonís um sköpunina, fall Adams og áætlunina um endurlausn fyrir Krist — Konungurinn og allt heimilisfólk hans snúast til trúar — Skýringar á skiptingu lands milli Nefíta og Lamaníta. Um 90–77 f.Kr.
23. Kapítuli
Lýst yfir trúfrelsi — Lamanítar í sjö löndum og borgum snúast til trúar — Þeir kalla sig Antí-Nefí-Lehíta og losna undan bölvuninni — Amalekítar og Amúlonítar hafna sannleikanum. Um 90–77 f.Kr.
24. Kapítuli
Lamanítar halda gegn fólki Guðs — Antí-Nefí-Lehítar fagna í Kristi og englar vitja þeirra — Þeir vilja heldur líða dauða en verja sig — Fleiri Lamanítar snúast til trúar. Um 90–77 f.Kr.
25. Kapítuli
Árásir Lamaníta aukast — Niðjar presta Nóa farast eins og Abinadí hafði spáð — Margir Lamanítar snúast til trúar og sameinast Antí-Nefí-Lehítum — Þeir trúa á Krist og halda lögmál Móse. Um 90–77 f.Kr.
26. Kapítuli
Ammon miklast í Drottni — Drottinn styrkir hina staðföstu og þeir öðlast þekkingu — Í trú geta menn leitt þúsundir sálna til iðrunar — Guð hefur allt vald og allan skilning. Um 90–77 f.Kr.
27. Kapítuli
Drottinn býður Ammon að fara með Antí-Nefí-Lehíta í öruggt skjól — Þegar Ammon hittir Alma yfirbugar gleðin hann — Nefítar gefa Antí-Nefí-Lehítum Jersonsland — Þeir eru kallaðir fólk Ammons. Um 90–77 f.Kr.
28. Kapítuli
Lamanítar bornir ofurliði í ógurlegum bardaga — Tugir þúsunda láta lífið — Hinir ranglátu dæmdir til óendanlegrar eymdar; hinir réttlátu hljóta óendanlega hamingju. Um 77–76 f.Kr.
29. Kapítuli
Alma þráir að kalla menn til iðrunar með krafti engla — Drottinn sér öllum þjóðum fyrir kennurum — Alma miklast af verki Drottins og velgengni Ammons og bræðra hans. Um 76 f.Kr.
30. Kapítuli
Andkristurinn Kóríhor hæðist að Kristi, friðþægingunni og spádómsandanum — Hann kennir að enginn Guð sé til, ekkert fall mannsins, engin refsing fyrir syndir og enginn Kristur — Alma ber vitni um að Kristur muni koma og að allir hlutir sýni, að Guð sé til — Kóríhor heimtar tákn og missir málið — Djöfullinn hafði birst Kóríhor í líki engils og kennt honum hvað segja átti — Kóríhor er fótum troðinn og deyr. Um 76–74 f.Kr.
31. Kapítuli
Alma stjórnar trúboði til að endurheimta Sóramíta sem fallið hafa frá — Sóramítar afneita Kristi, trúa á falskenningu um útvalningu og tilbeiðslu með ákveðnu bænahaldi — Trúboðarnir fyllast af hinum heilaga anda — Þrengingar þeirra hverfa í fögnuði Krists. Um 74 f.Kr.
32. Kapítuli
Alma kennir hinum fátæku, en þrengingarnar höfðu gjört þá auðmjúka — Trúin er von um það sem ekki sést en er sannleikur — Alma ber því vitni, að englar þjóni körlum, konum og börnum — Alma líkir orðinu við sáðkorn — Það verður að gróðursetja og næra — Þá vex það og verður að tré, sem ber ávöxt eilífs lífs. Um 74 f.Kr.
33. Kapítuli
Senos kenndi að menn ættu að biðja og tilbiðja alls staðar og að dómunum sé snúið frá vegna sonarins — Senokk kenndi að miskunnin veitist vegna sonarins — Móse reisti táknmynd um son Guðs í óbyggðunum. Um 74 f.Kr.
34. Kapítuli
Amúlek ber því vitni, að orðið sé í Kristi til sáluhjálpar — Ef engin friðþæging er gjörð, hlýtur allt mannkyn að farast — Allt Móselögmálið bendir til fórnar Guðssonarins — Hin eilífa endurlausnaráætlun er byggð á trú og iðrun — Biðja um stundlegar og andlegar blessanir — Þetta líf er tími mannanna til að búa sig undir að mæta Guði — Vinnið að sáluhjálp ykkar með ótta frammi fyrir Guði. Um 74 f.Kr.
35. Kapítuli
Boðun orðsins gjörir slægð Sóramíta að engu — Þeir vísa trúskiptingum úr landi, sem síðan sameinast fólki Ammons í Jerson — Alma harmar ranglæti fólksins. Um 74 f.Kr.
Fyrirmæli Alma til sonar síns, Helamans.
36. Kapítuli
Alma ber Helaman vitni um það að hann hafi snúist til trúar eftir að hafa séð engil — Hann mátti þola kvalir fordæmdrar sálar; hann ákallaði nafn Jesú og var þá fæddur af Guði — Ljúf gleði fyllti sál hans — Hann sá herskara engla lofa Guð — Margir trúskiptingar hafa fundið og séð eins og hann hefur fundið og séð. Um 74 f.Kr.
37. Kapítuli
Látúnstöflurnar og aðrar ritningar eru varðveittar til að leiða sálir til hjálpræðis — Jaredítum var tortímt vegna ranglætis þeirra — Halda verður leynilegum eiðum þeirra og sáttmálum frá fólkinu — Ráðgastu við Drottin um allt, sem þú tekur þér fyrir hendur — Á sama hátt og Líahóna leiðbeindi Nefítum, þannig leiðir orð Krists menn til eilífs lífs. Um 74 f.Kr.
Fyrirmæli Alma til sonar síns, Síblons.
Nær yfir 38. kapítula.
38. Kapítuli
Síblon ofsóttur fyrir réttlætis sakir — Hjálpræðið er í Kristi, sem er líf og ljós heimsins — Haf taumhald á öllum ástríðum þínum. Um 74 f.Kr.
Fyrirmæli Alma til sonar síns, Kóríantons.
39. Kapítuli
Kynlífssynd er viðurstyggð — Syndir Kóríantons komu í veg fyrir að Sóramítar tækju á móti orðinu — Endurlausn Krists er afturvirk og frelsar hina staðföstu sem áður voru uppi. Um 74 f.Kr.
40. Kapítuli
Kristur gjörir upprisu allra manna að veruleika — Hinir réttlátu dánu fara til paradísar og hinir ranglátu í ysta myrkur og bíða þar upprisu sinnar — Allt verður endurreist í sinni réttu og fullkomnu umgjörð í upprisunni. Um 74 f.Kr.
41. Kapítuli
Í upprisunni eru menn endurreistir til óendanlegrar hamingju eða óendanlegrar eymdar — Hamingjan hefur aldrei falist í ranglæti — Menn holdlegs eðlis eru án Guðs í heiminum — Í endurreisninni öðlast allir menn á ný sama persónuleika og viðhorf og þeir höfðu tileinkað sér hér á jörðu. Um 74 f.Kr.
42. Kapítuli
Jarðlífið er reynslutími sem gjörir manninum mögulegt að iðrast og þjóna Guði — Fallið leiddi stundlegan og andlegan dauða yfir allt mannkyn — Endurlausn fæst með iðrun — Guð sjálfur friðþægði fyrir syndir heimsins — Miskunnin er ætluð þeim sem iðrast — Allir aðrir eiga allt undir réttvísi Guðs — Miskunnin er möguleg vegna friðþægingarinnar — Aðeins þeir sem sannlega iðrast eru hólpnir. Um 74 f.Kr.
43. Kapítuli
Alma og synir hans boða orðið — Sóramítar og aðrir, sem horfið hafa frá Nefítum, verða Lamanítar — Lamanítar ráðast á Nefíta — Moróní býr menn sína varnarvopnum — Drottinn opinberar Alma herbrögð Lamaníta — Nefítar verja heimili sín, lýðfrelsi, fjölskyldur og trú — Herir Morónís og Lehís umkringja Lamaníta. Um 74 f.Kr.
44. Kapítuli
Moróní fyrirskipar Lamanítum að gjöra friðarsáttmála, ella verði þeim tortímt — Serahemna neitar boði hans og stríðið heldur áfram — Herir Morónís vinna sigur á Lamanítum. Um 74–73 f.Kr.
Frásögn um Nefíþjóðina, styrjaldir hennar og óeirðir á dögum Helamans samkvæmt heimildum hans sjálfs, sem hann færði á ævidögum sínum.
45. Kapítuli
Helaman trúir orðum Alma — Alma spáir tortímingu Nefíta — Hann blessar og fordæmir landið — Alma kann að hafa verið hrifinn upp í andanum, rétt eins og Móse — Sundurþykkja vex innan kirkjunnar. Um 73 f.Kr.
46. Kapítuli
Amalikkía gjörir samsæri til að verða konungur — Moróní dregur upp frelsistáknið — Hann safnar fólkinu saman til að verja trú sína — Sannir trúendur nefnast kristnir — Leifar af niðjum Jósefs munu varðveittar — Amalikkía og utankirkjumenn flýja Nefíland — Þeir sem ekki vilja styðja frelsið eru líflátnir. Um 73–72 f.Kr.
47. Kapítuli
Amalikkía beitir svikum og brögðum og fremur morð til að verða konungur Lamaníta — Nefítar sem horfið hafa frá eru ranglátari og grimmari en Lamanítar. Um 72 f.Kr.
48. Kapítuli
Amalikkía egnir Lamaníta gegn Nefítum — Moróní býr fólk sitt undir að verja málstað hinna kristnu — Hann ann lýðfrelsi og frelsi og er máttugur guðsmaður. Um 72 f.Kr.
49. Kapítuli
Innrásarher Lamaníta tekst ekki að ná víggirtu borgunum, Ammónía og Nóa, á sitt vald — Amalikkía bölvar Guði og sver þess eið að drekka blóð Morónís — Helaman og bræður hans halda áfram að efla kirkjuna. Um 72 f.Kr.
50. Kapítuli
Moróní víggirðir lönd Nefíta — Þeir reisa margar nýjar borgir — Ranglæti og viðurstyggð kallaði tortímingu yfir Nefíta — Teankúm vinnur sigur á Moríanton og mönnum hans — Nefía andast og Pahóran sonur hans sest í dómarasætið. Um 72–67 f.Kr.
51. Kapítuli
Konungssinnar reyna að breyta lögunum og koma á konungsveldi — Þjóðin styður Pahóran og frelsissinna — Moróní neyðir konungssinna til að verja land sitt eða deyja ella — Amalikkía og Lamanítar ná mörgum víggirtum borgum á sitt vald — Teankúm hrindir innrás Lamaníta og drepur Amalikkía í tjaldi hans. Um 67–66 f.Kr.
52. Kapítuli
Ammorón tekur við af Amalikkía sem konungur Lamaníta — Moróní, Teankúm og Lehí leiða Nefíta til sigurs í stríði við Lamaníta — Múlekborg er endurheimt og Sóramítinn Jakob veginn. Um 66–64 f.Kr.
53. Kapítuli
Lamanítafangar eru notaðir til að víggirða borgina Nægtarbrunn — Misklíð meðal Nefíta verður til að veita Lamanítum sigur — Helaman verður foringi tvö þúsund ungliða af fólki Ammons. Um 64–63 f.Kr.
54. Kapítuli
Ammorón og Moróní í samningum um fangaskipti — Moróní krefst þess að Lamanítar dragi sig til baka og láti af morðárásum sínum — Ammorón krefst þess að Nefítar leggi niður vopn og verði þegnar Lamaníta. Um 63 f.Kr.
55. Kapítuli
Moróní neitar fangaskiptum — Verðir Lamaníta eru lokkaðir með víni og Nefítafangarnir leystir úr haldi — Borgin Gíd tekin án blóðsúthellinga. Um 63–62 f.Kr.
56. Kapítuli
Helaman sendir Moróní bréf og skýrir þar frá stöðunni í stríðinu við Lamaníta — Antípus og Helaman vinna mikinn sigur á Lamanítum — Tvö þúsund synir og ungliðar Helamans berjast af undursamlegum krafti og enginn þeirra er drepinn. Vers 1 um 62 f.Kr., vers 2–19 um 66 f.Kr. og vers 20–21 um 65–64 f.Kr.
57. Kapítuli
Helaman segir frá töku Antípara og uppgjöf og síðar vörn Kúmenís — Ammoníta ungliðarnir hans berjast hreystilega; allir særast, en enginn lætur þar líf sitt — Gíd segir frá drápi og flótta Lamanítafanga. Um 63 f.Kr.
58. Kapítuli
Helaman, Gíd og Teomner taka borgina Mantí með brögðum — Lamanítar hörfa til baka — Synir Ammoníta varðveittir er þeir verja staðfastlega lýðfrelsi sitt og trú. Um 63–62 f.Kr.
59. Kapítuli
Moróní biður Pahóran um að styrkja herlið Helamans — Lamanítar ná borginni Nefía — Moróní er yfirvöldum reiður. Um 62 f.Kr.
60. Kapítuli
Moróní kvartar við Pahóran um að yfirvöld vanræki herina — Drottinn leyfir að hinir réttlátu séu drepnir — Nefítar verða að nota alla orku sína og eigur til að losna undan óvinum sínum — Moróní hótar að berjast við yfirvöld ef hjálp berist ekki herjum hans. Um 62 f.Kr.
61. Kapítuli
Pahóran segir Moróní frá andspyrnu og uppreisn gegn stjórninni — Konungsmenn taka Sarahemla og gjöra bandalag við Lamaníta — Pahóran biður um hjálp hersins gegn uppreisnarmönnum. Um 62 f.Kr.
62. Kapítuli
Moróní fer til hjálpar Pahóran í Gídeonslandi — Konungsmenn, sem neita að verja land sitt, eru teknir af lífi — Pahóran og Moróní ná aftur Nefía — Margir Lamanítar sameinast fólki Ammons — Teankúm drepur Ammorón en lætur lífið um leið — Lamanítar reknir úr landi og friður kemst á — Helaman snýr sér aftur að kirkjustörfum og byggir upp kirkjuna. Um 62–57 f.Kr.
63. Kapítuli
Síblon og síðan Helaman taka við helgum heimildum — Margir Nefítar fara til landsins í norðri — Hagot smíðar skip sem leggur út á vestursjóinn — Morónía sigrar Lamaníta í orrustu. Um 56–52 f.Kr.