11. Kapítuli

Styrjaldir, sundurlyndi og ranglæti eru ráðandi í lífi Jaredíta — Spámenn segja fyrir um algjöra tortímingu Jaredíta, ef þeir iðrist ekki — Fólkið hafnar orðum spámannanna.

1 Og á dögum Kóms risu einnig upp margir spámenn, sem spáðu fyrir um tortímingu hinnar miklu þjóðar, ef hún iðraðist ekki og sneri sér til Drottins og léti af drápum sínum og ranglæti.

2 Og svo bar við, að þjóðin hafnaði spámönnunum, og þeir flúðu og leituðu sér hælis hjá Kóm, því að fólkið sóttist eftir að tortíma þeim.

3 Og þeir spáðu mörgu fyrir Kóm, og hann var blessaður alla þá daga, sem hann átti eftir ólifaða —

4 Og hann lifði til hárrar elli og gat Siblom, og Siblom tók við völdum eftir hann. Og bróðir Sibloms reis gegn honum og miklar styrjaldir urðu um allt landið.

5 Og svo bar við, að bróðir Sibloms lét lífláta alla spámennina, sem spáðu fyrir um tortímingu þjóðarinnar —

6 Og miklar hörmungar urðu í öllu landinu, því að þeir höfðu sagt, að mikil bölvun kæmi yfir landið og einnig þjóðina, og að á meðal þeirra yrði mikil tortíming, slík sem aldrei áður hafði þekkst á yfirborði jarðar, og bein þeirra yrðu sem ahaugar af jörð á yfirborði landsins, ef þeir iðruðust ekki ranglætis síns.

7 En þeir hlustuðu ekki á raust Drottins vegna ranglátra samtaka sinna. Þess vegna urðu styrjaldir og ófriður í öllu landinu og einnig mikil hungursneyð og drepsóttir, svo að mikil tortíming varð, slík sem aldrei áður hafði þekkst á yfirborði jarðar, en allt gjörðist þetta á dögum Sibloms.

8 Og fólkið tók að iðrast misgjörða sinna, og í samræmi við það auðsýndi Drottinn því amiskunn.

9 Og svo bar við, að Siblom var drepinn, en Set færður í ánauð, og lifði hann í ánauð alla sína daga.

10 Og svo bar við, að Aha, sonur hans, náði völdum og ríkti yfir þjóðinni alla sína daga. Og hann framdi alls konar misgjörðir á ævidögum sínum, og olli þannig miklum blóðsúthellingum. Og dagar hans urðu fáir.

11 Og Etem, sem var afkomandi Aha, náði völdum, og hann gjörði einnig margt ranglátt, meðan hann lifði.

12 Og svo bar við, að á tímum Etems voru margir spámenn, sem spáðu á ný fyrir þjóðinni. Já, þeir spáðu því, að Drottinn mundi gjörsamlega tortíma þjóðinni af yfirborði jarðar, ef hún iðraðist ekki misgjörða sinna.

13 En svo bar við, að fólkið herti hjörtu sín og vildi ekki ahlýða á orð þeirra. En spámennirnir urðu hryggir og drógu sig í hlé frá fólkinu.

14 Og svo bar við, að Etem ríkti í ranglæti alla sína daga, og hann gat Morón. Og svo bar við, að Morón tók við völdum af honum, og Morón gjörði það, sem illt var í augum Drottins.

15 Og svo bar við, að auppreisn varð meðal þjóðarinnar vegna leynisamtakanna, sem risið höfðu upp til að ná völdum og gróða. Og upp reis voldugur misindismaður, og hann barðist við Morón og vann hálft ríkið og hélt því í mörg ár.

16 En svo bar við, að Morón sigraði hann og náði ríkinu aftur.

17 En svo bar við, að upp reis annar voldugur maður, og var hann afkomandi bróður Jareds.

18 Og svo bar við, að hann sigraði Morón og náði völdum, og því lifði Morón í ánauð þann tíma, sem hann átti eftir ólifaðan. Og hann gat Kóríantor.

19 Og svo bar við, að Kóríantor lifði í ánauð alla sína daga.

20 Og á dögum Kóríantors risu upp margir spámenn, sem spáðu um mikla og undursamlega hluti og boðuðu þjóðinni iðrun og sögðu, að ef hún iðraðist ekki, mundi Drottinn Guð fella adóm yfir henni, henni til algjörrar tortímingar —

21 Og að Drottinn Guð mundi senda eða leiða aaðra til þessa lands með krafti sínum, á sama hátt og hann hefði leitt feður þeirra, og að þeir mundu eignast landið.

22 En þau höfnuðu öllu, sem spámennirnir sögðu, vegna leynifélaga sinna og ranglátrar viðurstyggðar.

23 Og svo bar við, að Kóríantor gat aEter og dó síðan, og hafði þá lifað í ánauð alla sína daga.