Ritningar
Eter 2


2. Kapítuli

Jaredítar búa sig undir ferðina til fyrirheitna landsins — Það er kjörið land þar sem menn verða að þjóna Kristi, ella verður þeim eytt — Drottinn ræðir við bróður Jareds í þrjár stundir — Jaredítar smíða báta — Drottinn spyr bróður Jareds, hvernig hann vilji lýsa upp bátana.

1 Og svo bar við, að Jared og bróðir hans og fjölskyldur þeirra sem og vinir Jareds og bróður hans og fjölskyldur þeirra fóru niður í dalinn, sem liggur í norðri, (en dalurinn hét aNimrod eftir hinum mikla veiðimanni), ásamt hjörðum sínum, sem þeir höfðu safnað saman, karldýri og kvendýri af sérhverri tegund.

2 Og þeir lögðu snörur og veiddu einnig fugla loftsins, og þeir útbjuggu sér einnig ker, en í þeim báru þeir með sér vatnafisk.

3 Og þeir fluttu einnig með sér deseret, sem þýðir hunangsfluga. Og þannig fluttu þeir með sér sveipi af býflugum og allt annað, sem á landinu finnst, sáðkorn hvers konar.

4 Og svo bar við, að þegar fólkið kom niður í Nimrodsdalinn, kom Drottinn niður og talaði við bróður Jareds, en hann var í askýi, og bróðir Jareds sá hann ekki.

5 Og svo bar við, að Drottinn bauð fólkinu að halda áfram út í óbyggðirnar, já, til landshluta, þar sem enginn maður hafði áður komið. Og Drottinn fór fyrir fólkinu og mælti til þess, þar sem hann stóð í askýi, og gaf því leiðbeiningar, hvert halda skyldi.

6 Og svo bar við, að undir stöðugri handleiðslu Drottins ferðaðist það um óbyggðirnar og smíðaði sér farkosti, sem fluttu það yfir mörg vötn.

7 Og Drottinn vildi ekki, að það héldi kyrru fyrir í óbyggðunum handan sjávar, heldur vildi hann, að það héldi áfram til afyrirheitna landsins, sem var öllum öðrum löndum betra og sem Drottinn Guð hafði varðveitt fyrir hina réttlátu.

8 Og í heilagri reiði sinni sór hann bróður Jareds, að hver sá, er eignaðist þetta fyrirheitna land, þaðan í frá og að eilífu, skyldi aþjóna sér, hinum eina sanna Guði, ella yrði þeim bsópað burt, þegar fylling heilagrar reiði hans kæmi yfir þá.

9 Og nú fáum við skilið ákvæði Guðs varðandi þetta land, að það er land fyrirheitisins, að hver sú þjóð, sem eignast það, skal þjóna Guði, ella verður henni sópað burt, þegar fylling heilagrar reiði hans kemur yfir hana. Og fylling heilagrar reiði hans kemur yfir hana, þegar misgjörðir hennar ná hámarki.

10 Því að sjá. Þetta er land, sem er öllum öðrum löndum fremra. Þess vegna skal sá, er það eignast, þjóna Guði eða verða sópað burt, því að þetta er ævarandi ákvörðun Guðs. Og það er ekki fyrr en misgjörðir barnanna í landinu ná afyllingu sinni, að þeim verður bsópað burt.

11 Og þetta berst yður, ó, þér aÞjóðir, svo að þér megið þekkja ákvæði Guðs — svo að þér megið iðrast, en haldið ekki áfram misgjörðum yðar, þar til fyllingunni er náð, og þér leiðið ekki fyllingu heilagrar reiði Guðs yfir yður eins og íbúar landsins hafa hingað til gjört.

12 Sjá. Þetta er valkostaland, og hver sú þjóð, sem eignast það, skal alaus við fjötra og ánauð allra annarra landa undir himinhvolfinu, ef hún aðeins vill bþjóna Guði landsins, sem er Jesús Kristur og opinberaður er í því, sem við höfum ritað.

13 En nú held ég áfram með heimildir mínar. Því að sjá. Svo fór, að Drottinn leiddi Jared og bræður hans allt að hinu mikla hafi, er skipti landinu. Og er þeir komu að sjónum, reistu þeir tjöld sín og nefndu staðinn Moríankúmer. Og þeir bjuggu í tjöldum, og við sjávarströndina dvöldu þeir í tjöldum í fjögur ár.

14 Og svo bar við, að þessum fjórum árum liðnum, að Drottinn kom enn á ný til bróður Jareds og stóð í skýi og talaði við hann. Og í þrjár stundir talaði Drottinn við bróður Jareds og aátaldi hann fyrir að gleyma að bákalla nafn Drottins.

15 Og bróðir Jareds iðraðist þess illa, sem hann hafði gjört, og ákallaði nafn Drottins fyrir bræður sína, sem með honum voru. Og Drottinn mælti við hann: Ég mun fyrirgefa þér og bræðrum þínum syndir ykkar, en syndga ekki framar, því að þið skuluð hafa í huga, að aandi minn mun ekki ætíð btakast á við mennina. Ef þið þess vegna syndgið, þar til fyllingu ykkar er náð, munuð þið útilokast úr návist Drottins. Og þetta eru hugleiðingar mínar um landið, sem ég mun gefa ykkur í arf, því að það skal vera valkostaland cframar öllum öðrum löndum.

16 Og Drottinn sagði: Farið og smíðið báta svipaða þeim, sem þið hafið hingað til smíðað. Og bróðir Jareds gekk að verki, og svo gjörðu og bræður hans og smíðuðu báta eftir aleiðbeiningum Drottins, á sama hátt og þeir höfðu áður gjört. Og þeir voru smáir og léttir á vatninu, já, léttir sem fugl á vatni.

17 Og þeir voru smíðaðir þannig, að þeir voru sérlega aþéttir, já, svo að þeir héldu vatni líkt og skál. Og botn þeirra var þéttur, sem botn skálar, og hliðar þeirra þéttar sem skálarinnar, og endar þeirra mjókkuðu fram í odd, og yfirbyggingin var þétt sem skál. Og lengdin var sem lengd trés, og dyrnar voru þéttar sem skál, þegar þeim var lokað.

18 Og svo bar við, að bróðir Jareds ákallaði Drottin og sagði: Ó Drottinn, ég hef unnið það verk, sem þú bauðst mér, og ég hef gjört bátana eftir þinni leiðsögn.

19 En sjá. Ó Drottinn, í þeim er engin birta. Hvert skal stýra? Og við hljótum einnig að farast, því að við getum aðeins andað að okkur því lofti, sem í þeim er. Þess vegna munum við farast.

20 Og Drottinn sagði við bróður Jareds: Sjá, þú skalt gjöra op að ofan og neðan, og þegar þið þjáist af loftleysi, skalt þú opna það og fá loft. Og fari svo, að vatn streymi inn, sjá, þá skalt þú loka opinu, svo að þið farist ekki í vatnsflaumnum.

21 Og svo bar við, að bróðir Jareds gjörði sem Drottinn hafði boðið.

22 Og enn ákallaði hann Drottin og sagði: Ó Drottinn. Sjá, ég hef gjört það, sem þú bauðst mér, og ég hef útbúið skipin fyrir fólk mitt. En sjá. Í þeim er engin birta. En sjá. Ó Drottinn, leyfir þú að við förum yfir þetta mikla vatn í myrkri?

23 Og Drottinn sagði við bróður Jareds: Hvað vilt þú, að ég gjöri, til að þið hafið ljós í skipum ykkar? Því að sjá. Glugga getið þið ekki haft, því að þeir mundu mölbrotna. Ekki takið þið heldur eld með ykkur, því að þið ferðist ekki við ljós af eldi.

24 Því að sjá. Þið verðið sem hvalur á hafi úti, því að fjallháar öldur munu falla á ykkur. Engu að síður mun ég færa ykkur aftur upp úr djúpum sjávar, því að avindarnir hlíta mínu boði sem og bregnið og flóðin.

25 Og sjá. Ég bý ykkur undir þetta, því að þið getið ekki farið yfir hið mikla djúp, nema ég búi ykkur undir sjávaröldurnar og vindinn, sem geisað hefur og flóðin, sem koma munu. Hvað vilt þú þess vegna, að ég gjöri fyrir ykkur, svo að þið hafið ljós, þegar djúp sjávar gleypir ykkur?