4. Kapítuli

Moróní er boðið að innsigla rit bróður Jareds — Þau verða ekki opinberuð fyrr en menn eiga trú, já, eins og bróðir Jareds — Kristur býður mönnum að trúa orðum hans og lærisveina hans — Mönnum er boðið að iðrast, trúa á fagnaðarerindið og frelsast.

1 Og Drottinn bauð bróður Jareds að fara niður af fjallinu og úr návist Drottins og arita það, sem hann hafði séð. En það mátti ekki koma fyrir augu mannanna barna, bfyrr en eftir að honum yrði lyft upp á krossinum. Og þess vegna geymdi Mósía konungur það, svo að það birtist ekki heiminum, fyrr en eftir að Kristur sýndi sig þjóð sinni.

2 Og eftir að Kristur hafði sannlega sýnt sig þjóð sinni, bauð hann, að það yrði opinberað.

3 Og eftir að þeim hefur öllum hnignað í vantrú og enginn er eftir nema Lamanítar, en þeir hafa hafnað fagnaðarerindi Krists, þá er mér nú boðið að afela það aftur í jörðu.

4 Sjá. Ég hef ritað á þessar töflur einmitt það, sem bróðir Jareds sá. En aldrei hefur nokkuð mikilsverðara verið opinberað en það, sem opinberaðist bróður Jareds.

5 Þess vegna hefur Drottinn boðið mér að rita það, og ég hef ritað það. Og hann bauð mér að ainnsigla það, og hann hefur einnig boðið mér að innsigla útleggingu þess. Þess vegna hef ég innsiglað bútleggjarana samkvæmt boði Drottins.

6 Því að Drottinn mælti við mig: Þetta mun ekki berast Þjóðunum fyrr en þann dag, er þær iðrast misgjörða sinna og verða hreinar frammi fyrir Drottni.

7 Og á þeim degi, er þær munu iðka trú á mig, segir Drottinn, já, eins og bróðir Jareds gjörði, svo að þær ahelgist í mér, þá mun ég opinbera þeim það, sem bróðir Jareds sá, jafnvel afhjúpa fyrir þeim allar mínar opinberanir, segir Jesús Kristur, Guðssonurinn, bfaðir himna og jarðar og alls, sem þar er.

8 En sá, sem astríðir gegn orði Drottins, skal bölvaður verða, og sá, er bhafnar þessu, skal bölvaður verða. Því að þeim mun ég cekki sýna það sem mikilsverðara er, segir Jesús Kristur, því að ég er sá, sem talar.

9 Og að mínu boði er himnunum lokið upp og þeim alokað. Og að mínu orði mun björðin nötra, og að mínu boði munu íbúar hennar líða undir lok, já, sem af eldi.

10 Og sá, sem trúir ekki orðum mínum trúir ekki lærisveinum mínum. En fari svo, að ég tali ekki, skuluð þér dæma. Því að þér skuluð vita, að það er ég, sem tala á hinum aefsta degi.

11 En með opinberun anda míns mun ég vitja sérhvers, sem atrúir því, sem ég hef talað, og hann skal vita það og bera því vitni. Því að fyrir anda minn mun hann bvita, að þetta er csannleikur, því að það fær menn til að gjöra gott.

12 Og allt það, sem fær menn til að gjöra gott, er frá mér komið, því að hið agóða kemur frá engum öðrum en mér. Ég er sá hinn sami og leiðir menn til alls góðs. Sá, sem bekki trúir orði mínu, mun ekki trúa mér — að ég er. Og sá, sem ekki trúir mér, mun ekki trúa föðurnum, sem sendi mig. Því að sjá. Ég er faðirinn, ég er cljósið og dlífið og sannleikur heimsins.

13 aKomið til mín, ó þér Þjóðir, og ég mun sýna yður það sem mikilsverðara er, þekkinguna, sem hulin er vegna vantrúar.

14 Komið til mín, ó, þér Ísraelsætt, og yður mun aopinberast það mikilfenglega, sem faðirinn hefur geymt yður frá grundvöllun veraldar; en það hafið þér eigi hlotið vegna vantrúar.

15 Sjá. Þegar þér sviptið vantrúarhulunni frá, sem veldur því, að þér haldist í þessu hörmulega ranglæti og veldur hörku hjartans og blindu hugans, þá skal hið mikilsverða og undursamlega, sem ahulið hefur verið fyrir yður frá grundvöllun veraldar — já, þegar þér ákallið föðurinn í mínu nafni, með sundurkrömdu hjarta og sáriðrandi anda, þá skuluð þér vita, að faðirinn hefur minnst sáttmálans, sem hann gjörði við feður yðar, ó Ísraelsætt.

16 Og þá skulu aopinberanir mínar, sem ég hef látið þjón minn Jóhannes rita, verða afhjúpaðar fyrir augum allra. Hafið í huga, að þegar þér sjáið þetta, þá vitið þér, að sá tími nálgast, er þær skulu opinberaðar verða að öllu leyti.

17 aÞegar þér þess vegna takið á móti þessum heimildum, megið þér vita, að verk föðurins er hafið í öllu landinu.

18 aIðrist þess vegna öll endimörk jarðar, komið til mín, trúið á fagnaðarerindi mitt og látið bskírast í mínu nafni. Því að sá, sem trúir og lætur skírast, skal frelsaður verða, en sá, sem ekki trúir, skal dæmdur verða. Og cteikn skulu fylgja þeim, sem trúa á nafn mitt.

19 Og blessaður er sá, sem reynist nafni mínu atrúr á efsta degi, því að honum skal lyft upp til dvalar í því ríki, sem honum er fyrirbúið bfrá grundvöllun heimsins. Og sjá. Það er ég, sem hef mælt þetta. Amen.