Eter 

Heimildir Jaredíta á töflunum tuttugu og fjórum, sem Limíþjóðin fann á dögum Mósía konungs.

1. Kapítuli

Moróní gjörir útdrátt úr ritum Eters — Ættartala Eters er birt — Tungumáli Jaredíta ekki ruglað á tímum Babelturnsins — Drottinn lofar að leiða þá til kjörins lands og gjöra þá að mikilli þjóð.

2. Kapítuli

Jaredítar búa sig undir ferðina til fyrirheitna landsins — Það er kjörið land þar sem menn verða að þjóna Kristi, ella verður þeim eytt — Drottinn ræðir við bróður Jareds í þrjár stundir — Jaredítar smíða báta — Drottinn spyr bróður Jareds, hvernig hann vilji lýsa upp bátana.

3. Kapítuli

Bróðir Jareds sér fingur Drottins er hann snertir sextán steina — Kristur sýnir bróður Jareds andalíkama sinn — Ekki er unnt að halda þeim, sem öðlast fullkomna þekkingu, utan hulunnar — Séð mun fyrir þýðendum sem leiða munu heimildir Jaredíta fram í ljósið.

4. Kapítuli

Moróní er boðið að innsigla rit bróður Jareds — Þau verða ekki opinberuð fyrr en menn eiga trú, já, eins og bróðir Jareds — Kristur býður mönnum að trúa orðum hans og lærisveina hans — Mönnum er boðið að iðrast, trúa á fagnaðarerindið og frelsast.

5. Kapítuli

Þrjú vitni og verkið sjálft munu standa sem vitnisburður um sannleiksgildi Mormónsbókar.

6. Kapítuli

Vindurinn ber báta Jaredíta til fyrirheitna landsins — Fólkið lofar Drottin fyrir gæsku hans — Óría tilnefndur konungur þeirra — Jared og bróðir hans andast.

7. Kapítuli

Óría ríkir í réttlæti — Mitt í valdaráni og sundurlyndi eru andstæð konungdæmi Súle og Kóhors sett á fót — Spámenn fordæma ranglæti og skurðgoðadýrkun fólksins og það iðrast.

8. Kapítuli

Sundurlyndi og deilur eru um allt ríkið — Akis stofnar til eiðbundinna leynisamtaka um að drepa konunginn — Leynisamtök eru af djöflinum og afleiðing þeirra er tortíming þjóða — Þjóðir nútímans varaðar við leynisamtökum, sem munu reyna að kollvarpa frelsi allra landa og þjóða.

9. Kapítuli

Konungdómurinn gengur manna á milli vegna arftaka, launráða og morða — Emer sá son réttlætisins — Margir spámenn kalla menn til iðrunar — Hungursneyð og eiturslöngur hrella fólkið.

10. Kapítuli

Einn konungur tekur við af öðrum — Sumir konunganna eru réttlátir, aðrir ranglátir — Þegar réttlætið ríkir, blessar Drottinn fólkið og því vegnar vel.

11. Kapítuli

Styrjaldir, sundurlyndi og ranglæti eru ráðandi í lífi Jaredíta — Spámenn segja fyrir um algjöra tortímingu Jaredíta, ef þeir iðrist ekki — Fólkið hafnar orðum spámannanna.

12. Kapítuli

Spámaðurinn Eter hvetur fólkið til trúar á Guð — Moróní segir frá þeim undrum og kraftaverkum, sem trúin getur komið til leiðar — Trúin gerði bróður Jareds mögulegt að sjá Krist — Drottinn gefur mönnum veikleika, til þess að þeir verði auðmjúkir — Í trú bauð bróðir Jareds fjallinu Serín að flytja sig — Trú, von og kærleikur skilyrði sáluhjálpar — Moróní sá Jesú augliti til auglitis.

13. Kapítuli

Eter talar um Nýju Jerúsalem, sem niðjar Jósefs munu reisa í Ameríku — Hann spáir, honum er vísað á bug, hann skráir sögu Jaredíta og segir fyrir um tortímingu þeirra — Styrjaldir um allt landið.

14. Kapítuli

Misgjörðir fólksins leiða bölvun yfir landið — Kóríantumr á í stríði við Gíleað, síðan Líb og þar næst Sís — Blóðbað og mannfall um allt land.

15. Kapítuli

Milljónir Jaredíta drepnir í bardaga — Sís og Kóríantumr safna öllu fólkinu saman til blóðugs bardaga — Andi Drottins hættir að takast á við þau — Jaredítaþjóðinni algjörlega tortímt — Aðeins Kóríantumr er eftir.