Ritningar
Helaman 11


11. Kapítuli

Nefí fær Drottin til að láta þá heldur líða hungursneyð en styrjaldir — Margir farast — Þeir iðrast og Nefí biður Drottin um regn — Nefí og Lehí fá margar opinberanir — Gadíantonræningjarnir styrkja stöðu sína í landinu. Um 20–6 f.Kr.

1 Og nú bar svo við á sjötugasta og öðru stjórnarári dómaranna, að deilur jukust svo, að styrjaldir urðu meðal allrar Nefíþjóðarinnar um gjörvallt landið.

2 Og það var þessi aleyniflokkur ræningja, sem hélt þessari tortímingu og þessu ranglæti áfram. Og styrjöldin hélst allt þetta ár og einnig á sjötugasta og þriðja árinu.

3 Og svo bar við, að þetta ár ákallaði Nefí Drottin og mælti:

4 Ó Drottinn! Lát ekki þessa þjóð tortímast fyrir sverði. Ó Drottinn! Lát heldur ahungursneyð verða í landinu til að vekja fólkið til minningar um Drottin Guð sinn, og ef til vill iðrast það og snýr sér til þín.

5 Og svo varð sem Nefí mælti. Og mikil hungursneyð varð í landinu meðal allrar Nefíþjóðarinnar. Og hungursneyðin hélt áfram á sjötugasta og fjórða árinu, og tortímingunni fyrir sverði linnti, en hún varð tilfinnanleg af hungursneyðinni.

6 Og þetta tortímingarverk hélt áfram á sjötugasta og fimmta árinu. Því að jörðin var lostin, svo að hún var þurr og bar ekkert korn á uppskerutímanum. Og öll jörðin var lostin, já, jafnt meðal Lamaníta sem Nefíta, og þeim var refsað, svo að þúsundir fórust í hinum ranglátari hluta landsins.

7 Og svo bar við, að menn sáu, að þeir voru um það bil að farast úr hungri, og þeir tóku að aminnast Drottins Guðs síns og einnig að minnast orða Nefís.

8 Og fólkið tók að biðja yfirdómara sína og leiðtoga að segja við Nefí: Sjá, við vitum, að þú ert maður Guðs. Bið því Drottin Guð okkar um að snúa þessari hungursneyð frá okkur, svo að ekki rætist öll þau aorð, sem þú hefur sagt um tortímingu okkar.

9 Og svo bar við, að dómararnir sögðu við Nefí það, sem um var beðið. Og svo bar við, að þegar Nefí sá, að þjóðin hafði iðrast og lítillætt sig í sekk og ösku, hrópaði hann enn til Drottins og sagði:

10 Ó Drottinn! Sjá, þjóð þessi iðrast, og þeir hafa sópað Gadíantonflokknum burtu, svo að þeim hefur verið útrýmt og þeir hafa grafið leyniáform sín í jörðu.

11 Ó Drottinn! Vilt þú beina reiði þinni frá vegna auðmýktar þeirra, og láta reiði þína stillast við tortímingu þeirra ranglátu manna, sem þú hefur nú þegar tortímt.

12 Ó Drottinn! Vilt þú beina reiði þinni frá, já, brennandi reiði þinni, og láta þessari hungursneyð linna í þessu landi.

13 Ó Drottinn! Vilt þú hlusta á mig og láta svo verða sem ég bið og senda aregn á yfirborð jarðar, svo að hún megi bera ávöxt sinn og korn sitt á kornskurðartímanum.

14 Ó Drottinn! Þú heyrðir aorð mín, þegar ég sagði: Lát verða hungursneyð, svo að hörmungum af sverðs völdum linni. Og ég veit, að þú munt jafnvel á þessari stundu heyra orð mín, því að þú sagðir: Ef þessi þjóð iðrast, mun ég þyrma henni.

15 Já, ó Drottinn! Og þú sérð, að þeir hafa iðrast vegna hungursneyðarinnar, hörmunganna og tortímingarinnar, sem yfir þá hefur komið.

16 Ó Drottinn! Vilt þú nú beina reiði þinni frá og reyna enn, hvort fólkið vill ekki þjóna þér? Og ef svo er, ó Drottinn, þá getur þú blessað það samkvæmt þeim orðum, sem þú hefur mælt.

17 Og svo bar við, að á sjötugasta og sjötta ári sneri Drottinn reiði sinni frá þjóðinni og lét aregn falla á jörðina, þannig að hún gaf af sér ávöxt á uppskerutíma sínum. Og svo bar við, að hún gaf af sér korn á kornskurðartíma sínum.

18 Og sjá. Þjóðin fagnaði og vegsamaði Guð, og mikill fögnuður varð um allt landið. Og fólkið reyndi ekki framar að tortíma Nefí, heldur mat hann sem amikinn spámann og mann Guðs, sem fengið hafði mikinn kraft og vald frá Guði.

19 Og sjá. Lehí, bróðir hans, stóð honum aekkert að baki, hvað réttlæti snerti.

20 Og þannig bar svo við, að Nefíþjóðinni tók aftur að vegna vel í landinu og hún hóf að byggja upp eyðistaði sína, og henni tók að fjölga, og hún breiddist út, þar til hún byggði allt landið, bæði til norðurs og suðurs, frá hafinu í vestri til hafsins í austri.

21 Og svo bar við, að sjötugasta og sjötta árinu lauk í friði. Og sjötugasta og sjöunda árið hófst í friði. Og akirkjan breiddist um allt landið, og meiri hluti fólksins, bæði Nefítar og Lamanítar, tilheyrði kirkjunni. Og fólkið naut mikils friðar í landinu, og þannig lauk sjötugasta og sjöunda árinu.

22 Og það naut einnig friðar á sjötugasta og áttunda árinu, að undanskildum fáeinum deilum um kenningaratriði, sem spámennirnir höfðu sett fram.

23 En á sjötugasta og níunda ári hófust miklar erjur. En svo bar við, að Nefí og Lehí og margir bræðra þeirra, sem þekktu hinar sönnu kenningar, þar eð þeir fengu daglega margar aopinberanir, prédikuðu fyrir fólkinu, og þeim tókst að binda enda á ágreining þess þetta sama ár.

24 Og svo bar við, að á átttugasta stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni var nokkur hópur fráhverfinga frá Nefíþjóðinni, sem nokkrum árum áður hafði horfið yfir til Lamaníta og tekið sér nafn þeirra, og einnig ákveðinn hópur sannættaðra Lamaníta, sem þessir fráhverfingar höfðu egnt til reiði, og þess vegna hófu þeir stríð við bræður sína.

25 Og þeir myrtu og rændu, og héldu síðan aftur upp í fjöllin og út í óbyggðirnar til felustaða sinna og duldust þar, sem ekki var unnt að finna þá, og daglega bættust í hóp þeirra fleiri fráhverfingar, sem slógust í lið með þeim.

26 Og með tímanum, já, á aðeins nokkrum árum, urðu þeir mjög öflugur ræningjaflokkur. Og þeir kynntu sér öll leyniáform Gadíantons og urðu þannig Gadíantonræningjar.

27 Sjá, þessir ræningjar ollu miklum skaða, já, mikilli tortímingu meðal Nefíþjóðarinnar og einnig meðal Lamaníta.

28 Og svo bar við, að óhjákvæmilegt varð að stöðva þetta tortímingarstarf. Þess vegna var lið sterkra manna sent út í óbyggðirnar og upp til fjallanna til að leita þessa ræningjaflokks og útrýma honum.

29 En sjá. Svo bar við, að þetta sama ár voru þeir hraktir til baka, já, til síns eigin lands. Og þannig lauk átttugasta stjórnarári dómaranna yfir Nefíþjóðinni.

30 Og svo bar við, að í byrjun átttugasta og fyrsta ársins fóru þeir enn gegn þessum ræningjaflokki, og þeim tókst að tortíma mörgum, en biðu einnig sjálfir mikið afhroð.

31 Og enn neyddust þeir til að snúa aftur úr óbyggðunum og fjöllunum og til síns eigin lands, vegna hins mikla fjölda ræningja, sem herjuðu í fjöllunum og óbyggðunum.

32 Og svo bar við, að þannig lauk þessu ári. Og enn fjölgaði ræningjunum og óx svo styrkur, að þeir buðu öllum herjum Nefíta og einnig Lamaníta birginn. Og þeir ollu mikilli skelfingu meðal fólks um gjörvallt landið.

33 Já, þeir vitjuðu margra landshluta og leiddu yfir þá mikla tortímingu. Já, þeir drápu marga og fluttu aðra ánauðuga út í óbyggðirnar, já, sérstaklega konur þeirra og börn.

34 Þessi mikla hörmung, sem yfir þjóðina lagðist vegna misgjörða þeirra, vakti hana enn til minningar um Drottin Guð sinn.

35 Og þannig lauk átttugasta og fyrsta stjórnarári dómaranna.

36 Og á átttugasta og öðru árinu tók fólkið enn að agleyma Drottni Guði sínum. Og á átttugasta og þriðja ári efldist það í misgjörðum. Og á átttugasta og fjórða árinu bætti það ekki háttu sína.

37 Og svo bar við, að á átttugasta og fimmta ári óx hroki þess og ranglæti stöðugt, og þannig var það enn á hraðri leið til tortímingar.

38 Og þannig lauk átttugasta og fimmta árinu.