Ritningar
Helaman 13


Spádómur Lamanítans Samúels til Nefíta.

Nær yfir 13. til og með 15. kapítula.

13. Kapítuli

Lamanítinn Samúel segir fyrir um tortímingu Nefíta, ef þeir iðrist ekki — Bölvun mun hvíla á þeim og auðæfum þeirra — Þeir hafna spámönnunum og grýta þá, þeir eru umkringdir illum öndum og hamingjunnar leita þeir í misgjörðum. Um 6 f.Kr.

1 Og nú bar svo við, að á átttugasta og sjötta ári viðgekkst enn ranglæti meðal Nefíta, já, mikið ranglæti, en aLamanítar gættu þess stranglega að halda boðorð Guðs samkvæmt lögmáli Móse.

2 Og svo bar við, að á þessu ári kom Lamaníti einn, Samúel að nafni, til Sarahemlalands og hóf að prédika fyrir fólkinu. Og svo bar við, að hann prédikaði í marga daga iðrun fyrir fólkinu, en það vísaði honum á bug, og hann var að því kominn að snúa til síns eigin lands.

3 En sjá. Rödd Drottins barst til hans og sagði honum að snúa til baka og spá fyrir fólkinu því, sem í ahjarta hans kæmi.

4 Og svo bar við, að honum var ekki leyft að koma inn í borgina. Hann fór þess vegna upp á múra hennar, rétti fram hönd sína og hrópaði hárri röddu og spáði fyrir fólkinu því, sem Drottinn blés honum í brjóst.

5 Og hann sagði við það: Sjá. Ég Samúel, Lamaníti, mæli orð Drottins, sem hann blæs mér í brjóst. Og sjá. Hann hefur blásið mér í brjóst að segja þessum lýð, að asverð réttvísinnar hangi yfir honum. Og fjögur hundruð ár munu ekki líða, áður en sverð réttvísinnar fellur yfir þennan lýð.

6 Já, mikil atortíming bíður þessa lýðs, og hún mun vissulega vitja þessa lýðs, og ekkert fær bjargað honum nema iðrun og trú á Drottin Jesú Krist, sem vissulega mun koma í heiminn, þola margt og deyddur verða fyrir lýð sinn.

7 Og sjá. aEngill Drottins hefur boðað mér þetta, og hann færði sálu minni bgleðitíðindi. Og sjá. Ég var sendur til yðar til að boða yður það einnig, svo að þér heyrðuð gleðitíðindin. En sjá. Þér vilduð ekki taka við mér.

8 Svo segir Drottinn þess vegna: Vegna hjartahörku Nefíta mun ég taka orð mitt frá þeim, ef þeir iðrast ekki, og ég mun adraga anda minn frá þeim, og ég mun ekki umbera þá lengur, og ég mun snúa hjörtum bræðra þeirra gegn þeim.

9 Og afjögur hundruð ár verða ekki liðin áður en ég læt ljósta þá. Já, ég mun vitja þeirra með sverði og með hungursneyð og með plágum.

10 Já, ég mun vitja þeirra í brennandi reiði minni, og afjórði ættliður óvina yðar mun lifa það að sjá algjöra tortímingu yðar. Og þetta mun vissulega verða, ef þér iðrist ekki, segir Drottinn. Og þeir, sem tilheyra fjórðu kynslóðinni, munu valda tortímingu yðar.

11 En ef þér viljið iðrast og asnúa til Drottins Guðs yðar, mun ég beina reiði minni frá yður, segir Drottinn. Já, svo segir Drottinn: Blessaðir eru þeir, sem iðrast vilja og snúa til mín, en vei þeim, sem ekki iðrast.

12 Já, avei sé þessari miklu borg Sarahemla. Því að sjá. Það er vegna hinna réttlátu, sem henni er hlíft. Já, vei sé þessari miklu borg, því að ég sé, segir Drottinn, að margir, já, jafnvel meiri hluti þessarar miklu borgar, munu herða hjörtu sín gegn mér, segir Drottinn.

13 En blessaðir eru þeir, sem vilja iðrast, því að þeim mun ég hlífa. En sjá. Væri það ekki fyrir hina réttlátu, sem í þessari miklu borg eru, sjá, þá mundi ég senda aeld frá himni og tortíma henni.

14 En sjá. Það er sakir hinna réttlátu, að henni er hlíft. En sjá. Sá tími kemur, segir Drottinn, að þegar þér vísið hinum réttlátu burt frá yður, þá eigið þér skilið að tortímast. Já, vei sé þessari miklu borg vegna ranglætisins og viðurstyggðarinnar, sem í henni er.

15 Já, og vei sé Gídeonsborg vegna ranglætisins og viðurstyggðarinnar, sem í henni er.

16 Já, og vei sé öllum nærliggjandi borgum, sem Nefítar eiga, vegna ranglætisins og viðurstyggðarinnar, sem í þeim er.

17 Og sjá. aBölvun mun falla yfir landið, segir Drottinn hersveitanna, sakir fólksins, sem í landinu er, já, vegna ranglætis þess og viðurstyggðar.

18 Og svo skal verða, segir Drottinn hersveitanna, já, okkar mikli og sanni Guð, að hver sá, sem afelur fjársjóði í jörðu, mun aldrei aftur finna þá vegna hinnar miklu bölvunar yfir landinu, nema sá hinn sami sé réttlátur maður og feli þá Drottni.

19 Því að ég vil, segir Drottinn, að þeir feli mér fjársjóði sína. Og bölvaðir séu þeir, sem ekki fela mér fjársjóði sína, því að enginn felur mér fjársjóði sína nema hinir réttlátu. Og bölvaður sé sá, sem ekki felur mér fjársjóði sína, og einnig fjársjóðurinn, og enginn skal endurheimta hann vegna bölvunar landsins.

20 Og sá dagur kemur, að þeir munu fela fjársjóði sína, vegna þess að þeir hafa ofurselt hjörtu sín auði. Og vegna þess að hjörtu þeirra eru bundin auðæfum þeirra og þeir fela fjársjóði sína, þegar þeir flýja undan óvinum sínum, en vilja ekki fela mér þá, þá séu þeir bölvaðir og einnig fjársjóðir þeirra. Og þann dag munu þeir lostnir, segir Drottinn.

21 Sjá. aHlýðið á orð mín, þér íbúar þessarar miklu borgar. Já, gefið gaum að þeim orðum, sem Drottinn mælir. Því að sjá. Hann segir, að þér séuð bölvaðir vegna auðæfa yðar og einnig, að auðæfi yðar séu bölvuð, vegna þess að hjörtu yðar eru bundin þeim og þér hafið ekki hlýtt á orð hans, sem gaf yður þau.

22 Þér minnist ekki Drottins Guðs yðar í því, sem hann hefur blessað yður með, en þér hafið ætíð aauðæfi yðar í huga og þakkið ekki Drottni Guði yðar fyrir þau. Já, hjörtu yðar beinast ekki að Drottni, heldur belgjast út af miklum bhroka, svo að þér gortið og hreykið yður hátt og hneigist til cöfundar, ófriðar, illgirni, ofsókna og morða og alls kyns misgjörða.

23 Af þeim sökum hefur Drottinn Guð látið bölvun falla yfir landið og einnig yfir auðæfi yðar, og það vegna misgjörða yðar.

24 Já, vei sé þessum lýð, því að sá tími er kominn, að þér avísið í burtu spámönnunum, hæðið þá, grýtið og drepið, og beitið þá alls konar misgjörðum, já, eins og gjört var fyrrum.

25 Og þegar þér talið, þá segið þér: Ef vér hefðum lifað til forna á dögum afeðra vorra, hefðum vér ekki drepið spámennina. Vér hefðum hvorki grýtt þá né vísað þeim í burtu.

26 Sjá. Þér eruð verri en þeir, svo sannarlega sem Drottinn lifir, því að ef aspámaður kemur meðal yðar og boðar yður orð Drottins, sem vitna um syndir yðar og misgjörðir, þá eruð þér honum breiðir og vísið honum í burtu og reynið á allan hátt að tortíma honum. Já, þér munuð segja, að hann sé cfalsspámaður og að hann sé syndari og frá djöflinum kominn, vegna þess að hann dvitnar um, að verk yðar séu ill.

27 En sjá. Ef maður kemur meðal yðar og segir: Gjörið þetta, það er engin misgjörð; gjörið þetta, það skaðar yður ekki — Já, hann mun segja: Gangið í eigin hjartahroka, já, gangið í hroka eigin augna og gjörið hvað eina, sem hjarta yðar þráir — og komi maður meðal yðar og segi þetta, þá munuð þér taka á móti honum og segja, að hann sé aspámaður.

28 Já, þér munuð upphefja hann og gefa honum af efnum yðar. Þér munuð gefa honum af gulli yðar og silfri og klæða hann dýrindis klæðum. Og vegna þess að hann mælir afaguryrði til yðar og segir, að allt sé gott, munuð þér ekkert rangt sjá við hann.

29 Ó, þér rangláta og rangsnúna kynslóð. Þér harða og þrjóskufulla fólk. Hve lengi haldið þér, að Drottinn muni umbera yður? Já, hve lengi munuð þér láta leiðast af aheimsku og bblindu? Já, hve lengi munuð þér cvelja myrkrið fram yfir dljósið?

30 Já, sjá, reiði Drottins er nú þegar tendruð gegn yður. Sjá, hann hefur lagt bölvun yfir landið vegna misgjörða yðar.

31 Og sjá, sá tími kemur, að hann leggur bölvun yfir auðæfi yðar, svo að þau verða ahverful og þér fáið ei haldið þeim. Og á tímum fátæktar yðar helst yður ekki á þeim.

32 Og á dögum fátæktar yðar munuð þér hrópa til Drottins, en til einskis munuð þér hrópa, því að eyðingin er þegar gengin í garð og tortíming yðar vís. Og þann dag munuð þér gráta og kveina, segir Drottinn hersveitanna. Og þá munuð þér harma og segja:

33 Ó, a ég hefði iðrast og ekki drepið spámennina, bgrýtt þá og vísað þeim burt. Já, þann dag munuð þér segja: Ó, að vér hefðum minnst Drottins Guðs vors, þegar hann gaf oss auðæfi vor, og þá hefðu þau ekki orðið oss hverful og vér ekki glatað þeim. Því að sjá. Auðæfi vor eru horfin frá oss.

34 Sjá. Vér leggjum frá oss verkfæri, en að morgni er það horfið. Og sjá. Sverð vor eru frá oss tekin þann dag, er vér leitum þeirra fyrir orrustu.

35 Já, vér höfum falið fjársjóði vora, og þeir hafa runnið oss úr greipum vegna bölvunarinnar yfir landinu.

36 Ó, að vér hefðum iðrast þann dag, er orð Drottins barst oss. Því að sjá. Landið er bölvað og allt er orðið fallvalt, og ekkert fáum vér höndlað.

37 Sjá. Vér erum umkringd illum öndum. Já, vér erum umkringd þjónum þess, sem leitast hefur við að tortíma sálum vorum. Sjá, misgjörðir vorar eru miklar. Ó Drottinn! Getur þú ekki beint reiði þinni frá oss? Þannig munuð þér mæla á þeim tíma.

38 En sjá. aReynsludagar yðar eru liðnir. Þér hafið bfrestað hjálpræðisdegi yðar, þar til það er ævinlega of seint og tortíming yðar er fullvís. Já, því að þér hafið alla yðar daga sóst eftir því, sem þér gátuð ekki öðlast. Og þér hafið leitað chamingjunnar í misgjörðum, sem andstæðar eru eðli þess réttlætis, sem felst í vorum mikla og eilífa leiðtoga.

39 Ó, íbúar þessa lands, að þér vilduð hlýða á orð mín. Og ég bið þess, að reiði Drottins verði beint frá yður, og að þér iðrist og látið frelsast.