Bók Helamans

14. Kapítuli

Samúel spáir birtu að nóttu til og nýrri stjörnu við fæðingu Krists — Kristur endurleysir menn frá stundlegum og andlegum dauða — Táknin um dauða hans verða m.a. þriggja daga myrkur, björg klofna og mikið umrót verður í náttúrunni. Um 6 f.Kr.

1 Og nú bar svo við, að Lamanítinn aSamúel spáði mörgu fleira, sem ekki er unnt að færa í letur.

2 Og sjá, hann sagði við þá: Sjá, ég gef yður tákn. Fimm ár munu enn líða, en sjá, þá kemur Guðssonurinn til að endurleysa alla þá, sem á nafn hans trúa.

3 Og sjá. Þetta gef ég yður sem atákn við komu hans. Því að sjá, mikil ljós verða á himni, svo mikil, að nóttina fyrir komu hans mun ekkert myrkur verða, þannig að manninum virðist sem dagur sé.

4 Fyrir því verður einn dagur og nótt og dagur, sem væri það einn samfelldur dagur en engin nótt. Og þetta verður yður tákn, því að þér munuð vita, hvenær sól rís og hvenær hún sest. Þess vegna munuð þér vita með vissu, að um er að ræða tvo daga og eina nótt. Engu að síður verður nóttin eigi myrkvuð. En þetta verður nóttina áður en ahann fæðist.

5 Og sjá. Ný astjarna mun rísa, slík sem þér hafið aldrei áður séð, og hún skal einnig verða yður tákn.

6 Og sjá. Ekki er allt upp talið, mörg tákn og undur verða á himni.

7 Og svo ber við, að þér munuð öll verða furðu lostin og undrast, já, svo að þér afallið til jarðar.

8 Og svo ber við, að hver sem atrúa mun á Guðssoninn, sá hinn sami mun öðlast ævarandi líf.

9 Og sjá. Þannig hefur Drottinn boðið mér með engli sínum að koma og segja yður þetta. Já, hann hefur boðið mér að spá fyrir yður. Já, hann hefur sagt við mig: Hrópa til þessa fólks að iðrast og greiða Drottni veg.

10 Og vegna þess að ég er Lamaníti og hef talað til yðar þau orð, sem Drottinn hefur boðið mér, og vegna þess, að þau eru hörð í yðar garð, eruð þér mér reiðir, reynið að tortíma mér og avísið mér burt frá yður.

11 En þér skuluð heyra orð mín, því að í þeim tilgangi er ég kominn upp á múra þessarar borgar, að þér megið heyra og þekkja dóma Guðs, sem bíða yðar vegna misgjörða yðar, og einnig til þess, að þér megið þekkja skilmála iðrunarinnar —

12 Og einnig að þér megið vita um komu Jesú Krists, Guðssonarins, aföður himins og jarðar, skapara allra hluta frá upphafi, og að þér megið vita um táknin um komu hans, þannig að þér megið trúa á nafn hans.

13 Og ef þér atrúið á nafn hans, þá munuð þér iðrast allra synda yðar og fáið þar með fyrirgefningu þeirra, fyrir bverðleika hans.

14 Og sjá enn. Annað tákn gef ég yður, já, tákn um dauða hans.

15 Því að sjá. Hann hlýtur að deyja, til þess að ahjálpræðið fái framgang. Já, óhjákvæmilegt verður og honum þóknanlegt, að hann deyi til að gjöra bupprisu dauðra að veruleika og menn verði þar með leiddir í návist Drottins.

16 Já, sjá. Þessi dauði gjörir upprisuna að veruleika og aendurleysir allt mannkyn frá hinum fyrsta dauða — andlegum dauða. Því að með bfalli Adams cútilokast allt mannkyn úr návist Drottins og telst ddautt, bæði gagnvart því stundlega og andlega.

17 En sjá. Upprisa Krists aendurleysir mannkynið, já, allt mannkyn, og leiðir það aftur í návist Drottins.

18 Já, hún gjörir skilmála iðrunarinnar að veruleika, þannig að hver sá, sem iðrast, mun ekki niður höggvinn og á eld kastað, en hver sá, sem ekki iðrast, verður niður höggvinn og á eld kastað. Og yfir þá kemur á ný hinn andlegi dauði, já, hinn annar dauði, því að þeir útilokast á ný frá öllu, sem réttlætinu tilheyrir.

19 Iðrist þess vegna, iðrist, svo að þér leiðið ekki yfir yður fordæmingu og þennan síðari dauða með því að vita þessa hluti en breyta ekki eftir þeim.

20 En sjá. Ég talaði við yður um annað atákn, tákn um dauða hans. Sjá, þann dag, þegar hann líður dauða, mun sólin bmyrkvast og neita að gefa yður birtu sína og einnig tunglið og stjörnurnar. Og ekkert ljós verður yfir öllu þessu landi, já, frá þeirri stundu, er hann líður dauða, og í cþrjá daga til þess tíma, er hann rís aftur frá dauðum.

21 Já, á þeirri stundu, er hann gefur upp andann, munu verða aþrumur og eldingar í margar stundir, og jörðin mun nötra og skjálfa, og björgin á yfirborði jarðar, bæði þau, sem eru á jörðu og undir, sem þér á þessari stundu vitið, að eru traust eða að mestu úr einu föstu efni, þau munu bmolna sundur —

22 Já, þau munu klofna í sundur, og ætíð síðan asjást með rifur og sprungur og í molum um allt yfirborð jarðar, já, bæði á jörðu og undir.

23 Og sjá. Miklir fellibyljir verða og mörg fjöll munu lækkuð og verða sem dalir, og margir staðir, sem nú nefnast dalir, verða að afar háum fjöllum.

24 Og margir þjóðvegir rifna sundur, og margar aborgir falla í auðn.

25 Og margar agrafir munu opnast og láta af hendi marga af sínum dauðu, og margir heilagir munu birtast mörgum.

26 Og sjá. Svo hefur aengill sagt mér, því að hann sagði mér, að þrumur yrðu og eldingar í margar stundir.

27 Og hann sagði mér, að þetta myndi gerast á meðan þrumurnar og eldingarnar stæðu yfir og fellibylurinn, og að amyrkur mundi hylja gjörvallt yfirborð jarðar í þrjá daga.

28 Og engillinn sagði mér, að margir mundu sjá stærri hluti en þessa, til þess að þeir mættu trúa, að aþessi tákn og undur yrðu um allt landið og engin ástæða yrði til vantrúar meðal mannanna barna —

29 Og það til þess að hver sá, sem vill trúa, megi frelsast, og hver sá, sem ekki vill trúa, megi hljóta réttlátan adóm. Einnig, að séu menn dæmdir, þá leiða þeir sjálfir yfir sig sinn eigin dóm.

30 Og nú bræður mínir. Hafið hugfast og minnist þess, að hver, sem glatast, glatast sjálfum sér, og hver, sem illt gjörir, gjörir það sjálfum sér. Því að sjá, þér eruð afrjálsir, yður leyfist að breyta sjálfstætt. Því að sjá, Guð hefur gefið yður bþekkingu, og hann hefur gjört yður frjálsa.

31 Hann hefur gefið yður það að aþekkja gott frá illu, og hann hefur gefið yður að bvelja líf eða dauða. Og þér getið gjört gott og hlotið cendurreisn til þess, sem gott er, eða endurheimt hið góða. Eða þér getið gjört illt og endurheimt hið illa.