Bók Helamans

3. Kapítuli

Margir Nefítar flytja til landsins í norðri — Þeir byggja hús úr steinsteypu og skrá margar heimildir — Tugir þúsunda snúast til trúar og láta skírast — Orð Guðs leiðir menn til sáluhjálpar — Nefí, sonur Helamans, sest í dómarasætið. Um 49–39 f.Kr.

1 Og nú bar svo við, að á fertugasta og þriðja stjórnarári dómaranna voru engar deilur meðal Nefíþjóðarinnar, utan smá hroki innan kirkjunnar, sem olli örlítilli sundrungu meðal fólksins, en þau mál voru jöfnuð í lok fertugasta og þriðja ársins.

2 Og engar deilur voru með þjóðinni á fertugasta og fjórða árinu, né heldur voru miklar deilur á fertugasta og fimmta árinu.

3 En svo bar við, að á fertugasta og sjötta ári urðu miklar deilur og mikil sundrung, sem leiddi til þess, að mikill fjöldi hvarf á brott úr Sarahemlalandi og fór til landsins í anorðri til að setjast þar að.

4 Og þeir ferðuðust óravegu og komu að astórum vötnum og mörgum fljótum.

5 Já, og þeir dreifðust meira að segja um allt landið, til allra þeirra staða, sem ekki höfðu verið lagðir í auðn og rúnir trjáviði, af völdum þeirra mörgu, sem áður höfðu byggt landið.

6 En nú var enginn hluti landsins algjörlega í auðn, nema að trjáviði. En vegna mikillar aeyðingar þeirra, sem áður höfðu búið í landinu, nefndu þeir landið bAuðn.

7 En þar sem í landinu var aðeins lítið timbur að finna, urðu þeir, sem þangað fóru, mjög lagnir við að vinna úr steinsteypu. Þess vegna reistu þeir hús úr steinsteypu, og í þeim bjuggu þeir.

8 Og svo bar við, að þeim fjölgaði, og þeir dreifðu sér og fóru frá landinu í suðri til landsins í norðri og dreifðust svo, að þeir tóku að byggja gjörvallt yfirborð landsins, frá hafinu í suðri til hafsins í norðri og frá ahafinu í vestri til hafsins í austri

9 Og þeir, sem voru í landinu í norðri, dvöldu í tjöldum og í húsum úr steinsteypu, og þeir létu öll þau tré, sem í landinu uxu, vaxa í friði, svo að þeir hefðu með tímanum timbur til húsbygginga sinna, já, til að byggja borgir sínar og musteri, samkunduhús og helgidóma, og alls kyns byggingar.

10 Og svo bar við, að þar sem timbur var af mjög skornum skammti í landinu í norðri, sendu þeir þangað mikið með askipum.

11 Og þannig gjörðu þeir fólkinu í landinu í norðri kleift að reisa margar borgir, bæði úr timbri og steinsteypu.

12 Og svo bar við, að margir af afólki Ammons, sem voru Lamanítar að ætt, fóru einnig til þessa lands.

13 Og margar heimildir eru til um þetta fólk, sem margir þeirra skráðu, og eru þær mjög miklar og nákvæmar.

14 En sjá. Hundraðasti hluti af lífi og starfi þessa fólks, já, frásagnir af Lamanítum og Nefítum og styrjöldum þeirra, og deilum og sundrung, og prédikunum þeirra, og spádómum þeirra, og siglingum þeirra og skipasmíði þeirra, og byggingu amusteris þeirra, og samkunduhúsa þeirra og helgidóma, og réttlæti þeirra og ranglæti þeirra, og morðum þeirra, og gripdeildum þeirra, og ránum þeirra, og alls kyns viðurstyggð og hórdómi, rúmast ekki í þessu verki.

15 En sjá. Fjöldi bóka og heimilda af öllum gerðum eru til, og þær hafa Nefítar að mestu skráð.

16 Og Nefítar hafa askilað þeim frá einni kynslóð til annarrar, já, allt þar til þeir hafa fallið í synd og hafa verið myrtir, rændir og eltir og reknir áfram, drepnir og þeim tvístrað um jörðina, blandast Lamanítum, þar til þeir kallast bekki lengur Nefítar og hafa orðið ranglátir, villtir og grimmir, já, orðið Lamanítar.

17 En nú sný ég mér aftur að frásögn minni — Það, sem ég hef sagt frá, hafði orðið eftir miklar deilur og uppþot, styrjaldir og sundrung meðal Nefíþjóðarinnar.

18 Fertugasta og sjötta stjórnarári dómaranna lauk.

19 Og svo bar við, að enn voru miklar deilur í landinu, já, bæði á fertugasta og sjöunda ári og einnig á fertugasta og áttunda ári.

20 Helaman ríkti í dómarasætinu í réttvísi og sannsýni. Já, hann gætti þess að virða reglur, ákvæði og boð Guðs. Og hann gjörði stöðugt það, sem rétt var í augum Guðs. Og hann fetaði í fótspor föður síns, og því vegnaði honum vel í landinu.

21 Og svo bar við, að hann átti tvo sonu. Hann gaf hinum eldra nafnið aNefí, en hinum yngra nafnið bLehí. Og þeir tóku að vaxa í Drottni.

22 Og svo bar við, að í lok fertugasta og áttunda stjórnarárs dómaranna yfir Nefíþjóðinni tók styrjöldum og deilum að linna nokkuð meðal Nefíþjóðarinnar.

23 Og svo bar við, að á fertugasta og níunda stjórnarári dómaranna hélst varanlegur friður í landinu, ef undan eru skilin leynisamtökin, sem ræninginn aGadíanton hafði stofnað til í þéttbýlli hlutum landsins, en yfirstjórn landsins var ekki kunnugt um þau á þeim tíma, og var þeim þess vegna ekki útrýmt úr landinu.

24 Og svo bar við, að þetta sama ár var mikil velgengni í kirkjunni, þannig að þúsundir gengu í kirkjuna og hlutu iðrunarskírn.

25 Og svo mikil var velgengni kirkjunnar og svo miklar blessanirnar, sem úthellt var yfir lýðinn, að jafnvel æðstu prestarnir og kennararnir undruðust stórlega.

26 Og svo bar við, að verk Drottins gekk svo vel, að margar sálir skírðust og sameinuðust kirkju Guðs, já, tugir þúsunda.

27 Þannig getum við séð, að Drottinn er miskunnsamur öllum þeim, sem af einlægu hjarta vilja ákalla hans heilaga nafn.

28 Já, þannig sjáum við, að ahlið himins stendur böllum opið, einkum þeim sem vilja trúa á nafn Jesú Krists, sem er sonur Guðs.

29 Já, við sjáum, að hver sem vill, getur höndlað aorð Guðs, sem er blifandi og kröftugt og tætir sundur alla klæki og snörur og brögð djöfulsins og leiðir mann Krists á hina kröppu og þröngu cbraut yfir það ævarandi ddjúp vansældar, sem ætlað er að gleypa hina ranglátu —

30 Og skipar sálum þeirra, já, hinum ódauðlegu sálum þeirra, Guði til ahægri handar í ríki himins, til að setjast hjá Abraham og Ísak, og hjá Jakob, og hjá öllum heilögum feðrum okkar, til að hverfa þaðan aldrei framar.

31 Og þetta ár var stöðugur fögnuður í Sarahemlalandi og nærliggjandi héruðum, já, jafnvel í öllu landi Nefíta.

32 Og svo bar við, að friður hélst og mikil gleði, það sem eftir var fertugasta og níunda ársins. Já, og einnig hélst áfram friður og mikil gleði á fimmtugasta stjórnarári dómaranna.

33 Og á fimmtugasta og fyrsta stjórnarári dómaranna hélst einnig friður, að undanskildum nokkrum hroka, sem tók að bera á í kirkjunni — ekki í kirkju Guðs, heldur í hjörtum þeirra, sem töldu sig til kirkju Guðs —

34 Og ahroki þeirra varð slíkur, að þeir ofsóttu jafnvel marga bræður sína. Þetta var mikið böl, sem varð til þess, að auðmjúkari hluti þjóðarinnar mátti líða miklar ofsóknir og ganga gegnum miklar þrengingar.

35 Engu að síður afastaði það og bbaðst oft fyrir og varð sífellt styrkara í cauðmýkt sinni og stöðugt ákveðnara í trúnni á Krist, þar til sálir þess fylltust gleði og huggun, já, sem dhreinsaði og ehelgaði hjörtu þess, þeirri helgun, sem fæst með því að fgefa hjörtu sín Guði.

36 Og svo bar við, að fimmtugasta og öðru árinu lauk einnig í friði fyrir utan þann mikla hroka, sem náð hafði tökum á hjörtum fólksins, en hann stafaði af hinum miklu aauðæfum þess og velgengni í landinu. Og hann óx með þeim dag frá degi.

37 Og svo bar við, að á fimmtugasta og þriðja stjórnarári dómaranna andaðist Helaman, og elsti sonur hans, Nefí, ríkti í hans stað. Og svo bar við, að hann ríkti í dómarasætinu í réttvísi og sannsýni. Já, hann hélt boðorð Guðs og fetaði í fótspor föður síns.