Bók Helamans

Helaman 

Heimildaskrá um Nefíta. Styrjaldir þeirra, deilur og sundurlyndi. Einnig spádómar margra heilagra spámanna fram að komu Krists, samkvæmt heimildum Helamans, sem var sonur Helamans, og einnig samkvæmt heimildum sona hans, allt fram til komu Krists. Margir Lamanítar snúast einnig til trúar. Frásögn af trúskiptum þeirra. Frásögn af réttlæti Lamaníta og ranglæti og viðurstyggð Nefíta, samkvæmt heimildum Helamans og sona hans, sem ná allt fram að komu Krists, en þær nefnast Bók Helamans, og áfram.
1. Kapítuli

Pahóran annar verður yfirdómari en er myrtur af Kiskúmen — Pakúmení sest í dómarasætið — Kóríantumr stjórnar herjum Lamaníta, hertekur Sarahemla og drepur Pakúmení — Morónía sigrar Lamaníta og nær aftur Sarahemla, og Kóríantumr er veginn. Um 52–50 f.Kr.

2. Kapítuli

Helaman, sonur Helamans, verður yfirdómari — Gadíanton verður leiðtogi flokks Kiskúmens — Þjónn Helamans drepur Kiskúmen og flokkur Gadíantons flýr út í óbyggðirnar. Um 50–49 f.Kr.

3. Kapítuli

Margir Nefítar flytja til landsins í norðri — Þeir byggja hús úr steinsteypu og skrá margar heimildir — Tugir þúsunda snúast til trúar og láta skírast — Orð Guðs leiðir menn til sáluhjálpar — Nefí, sonur Helamans, sest í dómarasætið. Um 49–39 f.Kr.

4. Kapítuli

Fráhverfingar meðal Nefíta sameinast Lamanítum og ná Sarahemla á sitt vald — Ósigur Nefíta er afleiðing ranglætis þeirra — Kirkjan lamast, og fólkið verður máttvana líkt og Lamanítar. Um 38–30 f.Kr.

5. Kapítuli

Nefí og Lehí helga sig prédikun — Nöfn þeirra verða þeim hvatning til að sníða líf sitt eftir forfeðrum sínum — Kristur frelsar þá sem iðrast — Nefí og Lehí snúa mörgum til trúar en þeim er varpað í fangelsi og eldslogar umlykja þá — Skýsorti yfirskyggir þrjú hundruð manns — Jörðin skelfur, og rödd býður mönnum að iðrast — Nefí og Lehí tala við engla og mannfjöldinn er umluktur eldi. Um 30 f.Kr.

6. Kapítuli

Réttlátir Lamanítar prédika fyrir ranglátum Nefítum — Báðar þjóðir eru farsælar á tímum friðar og nægta — Lúsífer, höfundur syndarinnar, vekur hjörtu hinna ranglátu og Gadíantonræningjanna til morða og ranglætis — Ræningjarnir hrifsa til sín öll völd meðal Nefíta. Um 29–23 f.Kr.

Spádómar Nefís, sonar Helamans — Guð hótar Nefíþjóðinni því, að hann muni vitja hennar í reiði sinni, henni til algjörrar tortímingar, ef hún iðrist ekki ranglætis síns. Guð lýstur Nefíþjóðina með drepsótt. Hún iðrast og snýr til hans. Lamanítinn Samúel spáir fyrir Nefítum.

Nær yfir 7. til og með 16. kapítula.

7. Kapítuli

Í norðri er Nefí hafnað og hann snýr aftur til Sarahemla — Hann biðst fyrir úr garðturni sínum og kallar síðan fólkið til iðrunar, ella muni það farast. Um 23–21 f.Kr.

8. Kapítuli

Spilltir dómarar reyna að egna fólkið gegn Nefí — Abraham, Móse, Senos, Senokk, Esías, Jesaja, Jeremía, Lehí og Nefí, allir vitnuðu þeir um Krist — Með innblæstri kunngjörir Nefí morð yfirdómarans. Um 23–21 f.Kr.

9. Kapítuli

Sendimenn finna yfirdómarann látinn við dómarasætið — Þeim er varpað í fangelsi en þeir síðar látnir lausir — Með innblæstri nefnir Nefí Seantum sem morðingjann — Sumir viðurkenna að Nefí sé spámaður. Um 23–21 f.Kr.

10. Kapítuli

Drottinn veitir Nefí innsiglunarvaldið — Hann fær vald til að binda og leysa á jörðu og himni — Hann býður fólkinu að iðrast eða farast — Andinn hrífur hann frá einum mannfjölda til annars. Um 21–20 f.Kr.

11. Kapítuli

Nefí fær Drottin til að láta þá heldur líða hungursneyð en styrjaldir — Margir farast — Þeir iðrast og Nefí biður Drottin um regn — Nefí og Lehí fá margar opinberanir — Gadíantonræningjarnir styrkja stöðu sína í landinu. Um 20–6 f.Kr.

12. Kapítuli

Menn eru ótraustir, hégómlegir og skjótir til illverka — Drottinn agar fólk sitt — Menn eru ekkert í samanburði við kraft og vald Guðs — Á degi dómsins munu menn öðlast ævarandi líf eða ævarandi fordæmingu. Um 6 f.Kr.

Spádómur Lamanítans Samúels til Nefíta.

Nær yfir 13. til og með 15. kapítula.

13. Kapítuli

Lamanítinn Samúel segir fyrir um tortímingu Nefíta, ef þeir iðrist ekki — Bölvun mun hvíla á þeim og auðæfum þeirra — Þeir hafna spámönnunum og grýta þá, þeir eru umkringdir illum öndum og hamingjunnar leita þeir í misgjörðum. Um 6 f.Kr.

14. Kapítuli

Samúel spáir birtu að nóttu til og nýrri stjörnu við fæðingu Krists — Kristur endurleysir menn frá stundlegum og andlegum dauða — Táknin um dauða hans verða m.a. þriggja daga myrkur, björg klofna og mikið umrót verður í náttúrunni. Um 6 f.Kr.

15. Kapítuli

Drottinn agar Nefíta vegna þess að hann elskar þá — Lamanítar sem snúast til trúar eru ákveðnir og staðfastir í trú sinni — Drottinn verður Lamanítum miskunnsamur á síðari dögum. Um 6 f.Kr.

16. Kapítuli

Nefítar sem trúa Samúel láta skírast — Ekki hægt að drepa Samúel með örvum og steinum þeirra Nefíta sem ekki iðruðust — Sumir herða hjörtu sín en aðrir sjá engla — Hinir vantrúuðu segja að ekki sé rökrétt að trúa á Krist og komu hans til Jerúsalem. Um 6–1 f.Kr.