Bók Jakobs Bróður Nefís

Orðin sem hann prédikaði fyrir bræðrum sínum. Hann lætur mann nokkurn, sem leitast við að kollvarpa kenningum Krists, verða sér til minnkunar. Nokkur orð um sögu Nefíþjóðarinnar.

1. Kapítuli

Jakob og Jósef reyna að fá menn til að trúa á Krist og halda boðorð hans — Nefí deyr — Ranglæti ríkir meðal Nefíta. Um 544–421 f.Kr.

1 Því að sjá. Svo bar við, að fimmtíu og fimm ár voru liðin frá því að Lehí yfirgaf Jerúsalem. Þess vegna gaf Nefí mér, aJakob, bfyrirmæli varðandi clitlu töflurnar, sem þetta er letrað á.

2 Og hann gaf mér, Jakob, fyrirmæli um að rita á þessar töflur nokkur þeirra atriða, sem ég teldi dýrmætust, en ég skyldi aðeins drepa léttilega á sögu þeirrar þjóðar, sem kallast Nefíþjóðin.

3 Því að hann sagði sögu þjóðar sinnar verða letraða á hinar töflur sínar, en þessar töflur skyldi ég varðveita og afhenda niðjum mínum, mann fram af manni.

4 Og væri um að ræða heilagar prédikanir, mikilvægar opinberanir eða spádóma, skyldi ég letra aaðalatriði þeirra á þessar töflur og gjöra þeim eins náin skil og hægt væri, vegna Krists og vegna þjóðar okkar.

5 Því að vegna trúar og mikillar umhyggju hafði okkur í raun verið kunngjört, hvað afyrir þjóð okkar kæmi.

6 Og við hlutum einnig margar opinberanir og mikinn spádómsanda, og því vissum við um aKrist og ríki hans, sem koma mundi.

7 Þess vegna hvöttum við þjóð okkar ötullega að akoma til Krists og njóta gæsku Guðs, svo að hún gæti gengið inn til bhvíldar hans og hann strengdi þess ekki heit í heilagri reiði sinni, að þeim leyfðist ekki cinn að ganga, eins og gjörðist á dögum dögrunar og freistinga, meðan börn Ísraels voru úti í eeyðimörkinni.

8 Af þessum sökum vonum við til Guðs, að okkur megi takast að telja alla menn á að arísa hvorki gegn Guði né breita hann til reiði, heldur að allir menn vildu trúa á Krist og íhuga dauða hans og þola ckross hans og bera smán heimsins. Ég, Jakob, tek þess vegna á mig að uppfylla fyrirmæli bróður míns, Nefís.

9 Nú tók Nefí að eldast, og hann sá, að brátt hlyti hann að adeyja. Þess vegna bsmurði hann mann til konungs og stjórnanda þjóðar sinnar að stjórnarhætti ckonunganna.

10 Fólkið hafði unnað Nefí heitt, enda hafði hann verið mikill verndari þess og sveiflað asverði Labans því til varnar og unnið alla sína ævidaga að velferð þess —

11 Og þjóðin vildi varðveita minninguna um nafn hans og kallaði því þann, sem ríkja skyldi í hans stað, Nefí annan, Nefí þriðja og svo framvegis í samræmi við stjórnartíð konunganna. Og þetta kallaði þjóðin þá, hvert svo sem nafn þeirra var.

12 Og svo bar við, að Nefí lést.

13 Þeir, sem ekki voru aLamanítar, voru bNefítar, en reyndar voru þeir kallaðir Nefítar, Jakobítar, Jósefítar, cSóramítar, Lamanítar, Lemúelítar og Ísmaelítar.

14 En hér á eftir mun ég, Jakob, ekki aðgreina þá með þessum nöfnum, heldur mun ég kalla þá aLamaníta, sem leitast við að tortíma Nefíþjóðinni, en þá, sem vinveittir eru Nefí, mun ég kalla bNefíta eða cfólk Nefís að stjórnarhætti konunganna.

15 En nú bar svo við, að í stjórnartíð annars konungsins tók Nefíþjóðin að gjörast harðúðug í hjarta og iðka ranglátt athæfi, eins og Davíð og Salómon sonur hans forðum, þegar þeir girntust margar aeiginkonur og hjákonur.

16 Já, menn tóku einnig að sækjast eftir gulli og silfri í miklum mæli og hófu að hreykja sér hátt.

17 Þess vegna lét ég, Jakob, þeim þessi orð í té, eins og ég kenndi þau í amusterinu, eftir að Drottinn hafði fyrst bfalið mér það.

18 Því að af hendi Nefís höfðum við, ég, Jakob, og bróðir minn, Jósef, verið avígðir til prests og kennara þessarar þjóðar.

19 Og við efldum aembætti okkar fyrir Drottin, bárum á því bábyrgð og svöruðum sjálfir til saka fyrir syndir þjóðarinnar, ef við kenndum henni ekki orð Guðs af fullri kostgæfni. Ef við þess vegna legðum okkur fram af öllum mætti, mundi cblóð þeirra ekki falla á klæði okkar, en að öðrum kosti mundi blóð þeirra falla á klæði okkar, og við yrðum ekki flekklausir á efsta degi.