Bók Jakobs Bróður Nefís

4. Kapítuli

Allir spámennirnir tilbáðu föðurinn í nafni Krists — Fórn Abrahams á Ísak er hliðstæða við Guð og hans eingetna son — Menn ættu að leita sátta Guðs með friðþægingunni — Gyðingarnir munu hafna bjarginu, hinni traustu undirstöðu. Um 544–421 f.Kr.

1 En sjá. Nú bar svo við, að ég, Jakob, hafði þjónað þjóð minni mikið með orðum, (en ég get ekki fært nema lítið af orðum mínum í letur, vegna þess hve erfitt er að letra orð okkar á töflurnar) og vér vitum, að það, sem letrað er á töflurnar, hlýtur að haldast —

2 Hins vegar hlýtur það, sem vér letrum á eitthvað annað en töflur, að eyðast og mást út, en vér getum letrað nokkur orð á töflur, sem veita munu börnum vorum og ástkærum bræðrum örlitla þekkingu á oss eða feðrum sínum —

3 En yfir þessu gleðjumst vér, og vér vinnum ötullega að því að letra þessi orð á töflurnar í von um, að ástkærir bræður vorir og börn muni taka við þeim með þakklátu hjarta og skoða þær til að fræðast í gleði, en hvorki sorg né fyrirlitningu, um fyrstu foreldra sína.

4 Og í þeim tilgangi höfum vér fært þetta í letur, að þeir megi vita, að vér aþekktum til Krists og lifðum í von um dýrð hans mörg hundruð árum fyrir komu hans. Og vér lifðum ekki einir í von um dýrð hans, heldur einnig allir hinir heilögu bspámenn, sem á undan oss komu.

5 Sjá, þeir trúðu á Krist og atilbáðu föðurinn í hans nafni, og vér tilbiðjum einnig föðurinn í hans nafni. Og í þeim tilgangi höldum vér blögmál Móse, að það cbeini sálum vorum til hans. Og af þeim sökum er það helgað oss til réttlætis á sama hátt og það var talið Abraham til réttlætis í eyðimörkinni að hlýðnast boði Guðs um að fórna syni sínum, Ísak, sem er í líkingu við Guð og hans deingetna son.

6 Þess vegna kynnum vér oss spámennina og vér höfum margar opinberanir og aspásagnaranda. Og með öllum þeim bvitnisburði öðlumst vér von, og trú vor verður óhagganleg, slík, að vér getum vissulega cskipað fyrir í dnafni Jesú, og sjálf trén hlýða oss, eða fjöllin, eða öldur sjávar.

7 Samt sýnir Drottinn Guð oss aveikleika vorn, til að vér megum vita, að það er fyrir náð hans og mikið lítillæti gagnvart mannanna börnum, að vér höfum kraft til að gjöra slíkt.

8 Sjá. Mikil og undursamleg eru verk Drottins. Hve aókannanleg eru ekki djúp bleyndardóma hans, og útilokað er, að maðurinn finni allar leiðir hans. Enginn maður cþekkir dleiðir hans, nema þær séu opinberaðar honum. Þess vegna bræður, skuluð þér ekki forsmá opinberanir Guðs.

9 Því að sjá. Með krafti aorðs hans varð bmaðurinn til á yfirborði jarðar, þeirrar jarðar, sem sköpuð var með krafti orðs hans. Og ef Guð gat mælt þannig, að heimurinn varð til, og mælt þannig, að maðurinn varð til, hví skyldi hann þá ekki eins geta skipað cjörðunni og sköpunarverki sínu á yfirborði hennar, sem honum þóknast og að eigin vild?

10 Bræður, leitist þess vegna ekki við að gefa Drottni aráð, heldur leitið ráða hans. Því að sjá. Þér vitið sjálfir, að hann stjórnar öllum verkum sínum af bvisku, réttvísi og mikilli miskunn.

11 Ástkæru bræður, leitið þess vegna sátta hans fyrir afriðþægingu Krists, hans beingetna sonar, og þá verður cupprisan yðar, samkvæmt þeim krafti upprisunnar, sem býr í Kristi, og þér verðið kynntir fyrir Guði, sem dfrumgróði Krists, þar eð þér eigið trú og hafið góða von um að vegsamast í honum, áður en hann birtist í holdinu.

12 Og þér skuluð ekki undrast, mínir elskuðu, að ég segi yður þetta. Því að hvers vegna skyldi ekki atalað um friðþægingu Krists til að gjörkynnast honum og þar með öðlast vitneskju um upprisuna og þá veröld, sem í vændum er?

13 Sjá, bræður mínir. Látum þann, sem spáir, spá þannig, að menn skilji, því að aandinn segir sannleikann, en lýgur ekki. Þess vegna talar andinn um hlutina eins og þeir í raun beru og eins og þeir í raun munu verða. Þess vegna eru oss sýndir þessir hlutir cgreinilega, að það verði sálum vorum til hjálpræðis. En sjá. Vér erum ekki einir til vitnis um þetta, því að Guð talaði einnig um það við hina fornu spámenn.

14 En sjá. Gyðingar voru aþrjóskufull þjóð, og þeir bfyrirlitu einföld og afdráttarlaus orð, réðu spámennina af dögum og sóttust eftir því, sem þeir skildu ekki. Og vegna cblindu sinnar, blindu sem hlaust af því að horfa yfir markið, hljóta þeir að falla, því að Guð hefur samkvæmt þeirra eigin vilja tekið frá þeim hinn skýra einfaldleik sinn og látið þeim í té margt, sem þeir fá eigi dskilið. Og að ósk þeirra gjörði Drottinn þetta, svo að þeir megi hrasa.

15 Og nú leiðir andinn mig, Jakob, til að spá. Því að ég verð þess var fyrir áhrif andans, sem í mér starfar, að með ahrösun sinni munu Gyðingar bhafna cbjarginu, sem þeir gætu byggt á og gert að traustri undirstöðu.

16 En sjá. Þetta abjarg mun samkvæmt ritningunum verða hinn mikli, hinn síðasti og hinn eini trausti bgrundvöllur, sem Gyðingar geta byggt á.

17 Og hvernig má það vera, mínir elskuðu, að þeir geti anokkru sinni byggt á hinum trausta grundvelli eftir að hafa afneitað honum, þannig að hann verði meginhyrningarsteinn þeirra?

18 Sjá, ástkæru bræður mínir. Þennan leyndardóm mun ég afhjúpa fyrir yður, ef ég hvika ekki á einhvern hátt frá staðfestu minni í andanum og hrasa ekki vegna ofurkvíðans, sem ég ber í brjósti yðar vegna.