Bók Jakobs Bróður Nefís

Kapítular 

Orðin sem hann prédikaði fyrir bræðrum sínum. Hann lætur mann nokkurn, sem leitast við að kollvarpa kenningum Krists, verða sér til minnkunar. Nokkur orð um sögu Nefíþjóðarinnar.
1. Kapítuli
Jakob og Jósef reyna að fá menn til að trúa á Krist og halda boðorð hans — Nefí deyr — Ranglæti ríkir meðal Nefíta. Um 544–421 f.Kr.
2. Kapítuli
Jakob fordæmir ást á auðæfum, hroka og óskírlífi — Menn mega leita auðæfanna til að hjálpa meðbræðrum sínum — Drottinn býður að engir menn á meðal Nefíta megi eiga fleiri en eina eiginkonu — Drottinn hefur velþóknun á hreinleika kvenna. Um 544–421 f.Kr.
3. Kapítuli
Hinir hjartahreinu hljóta hið hugljúfa orð Guðs — Réttlæti Lamaníta meira en Nefíta — Jakob varar við saurlífi, losta og hvers kyns synd. Um 544–421 f.Kr.
4. Kapítuli
Allir spámennirnir tilbáðu föðurinn í nafni Krists — Fórn Abrahams á Ísak er hliðstæða við Guð og hans eingetna son — Menn ættu að leita sátta Guðs með friðþægingunni — Gyðingarnir munu hafna bjarginu, hinni traustu undirstöðu. Um 544–421 f.Kr.
5. Kapítuli
Jakob vitnar í Senos varðandi líkinguna um tömdu og villtu olífutrén — Þau eru í líkingu Ísraels og Þjóðanna — Tvístrun og samansöfnun Ísraels er fyrirboðuð — Óbein tilvísun til Nefíta og Lamaníta og allrar Ísraelsættar — Þjóðirnar munu græddar á Ísrael — Að endingu verður víngarðurinn brenndur. Um 544–421 f.Kr.
6. Kapítuli
Drottinn mun endurheimta Ísrael á síðustu dögum — Veröldin mun brenna í eldi — Menn verða að fylgja Kristi til að forðast díki elds og brennisteins. Um 544–421 f.Kr.
7. Kapítuli
Serem afneitar Kristi, deilir við Jakob, heimtar tákn og er lostinn af Guði — Allir spámennirnir hafa talað um Krist og friðþægingu hans — Nefítar voru sem ferðalangar, fæddir í andstreymi og fyrirlitnir af Lamanítum. Um 544–421 f.Kr.