Bók Mormóns

Mormón 

1. Kapítuli

Ammaron gefur Mormón leiðbeiningar varðandi hinar helgu heimildir — Stríð hefst milli Nefíta og Lamaníta — Nefítarnir þrír eru teknir burtu — Ranglæti, vantrú, seiðir og galdrar eru allsráðandi. Um 321–326 e.Kr.

2. Kapítuli

Mormón leiðir Nefítaherina — Blóðbað og manndráp um allt land — Nefítar trega og syrgja en hryggð þeirra er hryggð hinna fordæmdu — Náðardagur þeirra er liðinn — Mormón fær töflur Nefís — Áframhaldandi styrjaldir. Um 327–350 e.Kr.

3. Kapítuli

Mormón kallar Nefíta til iðrunar — Þeir vinna mikinn sigur og miklast yfir eigin styrk — Mormón neitar að vera herforingi þeirra og bænir hans fyrir þeim eru án trúar — Mormónsbók býður hinum tólf ættkvíslum Ísraels að trúa fagnaðarerindinu. Um 360–362 e.Kr.

4. Kapítuli

Áframhaldandi styrjaldir og manndráp — Hinir ranglátu refsa hinum ranglátu — Meira ranglæti ríkir en nokkru sinni fyrr í öllum Ísrael — Konur og börn færð skurðgoðum að fórn — Lamanítar taka að sópa Nefítum burt. 363–375 e.Kr.

5. Kapítuli

Mormón leiðir Nefítaherina á ný í blóðugum orrustum — Mormónsbók mun birtast til að sannfæra allan Ísrael um að Jesús er Kristur — Vegna vantrúar sinnar mun Lamanítum dreift og andinn mun hætta að takast á við þá — Þeir munu hljóta fagnaðarerindið frá Þjóðunum á síðari dögum. Um 375–384 e.Kr.

6. Kapítuli

Nefítar safnast saman til lokabardaga í landi Kúmóra — Mormón felur helgu heimildirnar í Kúmórahæðinni — Lamanítar sigra og Nefíþjóðinni er tortímt — Hundruð þúsunda drepnir með sverði. Um 385 e.Kr.

7. Kapítuli

Mormón býður Lamanítum á síðari dögum að trúa á Krist, meðtaka fagnaðarerindi hans og verða hólpnir — Allir sem trúa Biblíunni munu einnig trúa Mormónsbók. Um 385 e.Kr.

8. Kapítuli

Lamanítar leita Nefíta og tortíma þeim — Mormónsbók mun birtast fyrir kraft Guðs — Eymd verður hlutskipti þeirra, sem anda frá sér reiði og stríða gegn verki Drottins — Heimildir Nefíta koma fram á tímum ranglætis, hnignunar og fráhvarfs. Um 400–421 e.Kr.

9. Kapítuli

Moróní kallar þá til iðrunar, sem ekki trúa á Krist — Hann boðar Guð kraftaverka, sem veitir opinberanir og úthellir gjöfum og táknum yfir hina trúföstu — Kraftaverk hverfa vegna vantrúar — Menn hvattir til að vera skynsamir og halda boðorðin. Um 401–421 e.Kr.