Bók Morónís

3. Kapítuli

Skýringar á því, hvernig öldungar vígja presta og kennara með handayfirlagningu. Um 401–21 e.Kr.

1 Háttur sá, er lærisveinarnir, sem nefndust aöldungar kirkjunnar, höfðu á við bvígslu presta og kennara —

2 Þegar þeir höfðu beðið til föðurins í nafni Krists, lögðu þeir hendur yfir þá og sögðu:

3 Í nafni Jesú Krists vígi ég þig til prests, (eða ef um kennara var að ræða vígi ég þig til kennara) til að boða iðrun og afyrirgefningu syndanna fyrir Jesú Krist og trúfestu á nafn hans allt til enda. Amen.

4 Og á þennan hátt avígðu þeir presta og kennara í samræmi við bgjafir og köllun Guðs til mannanna. Og þeir vígðu þá með ckrafti heilags anda, sem í þeim bjó.