Bók Morónís

4. Kapítuli

Útskýrt hvernig öldungar og prestar þjónusta sakramentisbrauðið. Um 401–21 e.Kr.

1 aAðferð böldunga þeirra og presta við að þjónusta hold og blóð Krists fyrir kirkjuna. Og þeir cbrutu það og blessuðu í samræmi við boðorð Krists. Þess vegna vitum við, að sú aðferð er sönn. Öldungurinn eða presturinn braut það og blessaði —

2 Og þeir krupu á kné með söfnuðinum og báðu til föðurins í nafni Krists og sögðu:

3 Ó Guð, eilífi faðir. Í nafni sonar þíns, Jesú Krists, biðjum vér þig að blessa og helga þetta abrauð fyrir sálir allra, er þess neyta; að þau neyti þess til bminningar um líkama sonar þíns og vitni fyrir þér, ó Guð, eilífi faðir, að þau séu fús til að taka á sig nafn csonar þíns, og hafa hann ávallt í huga og halda boðorð hans, sem hann hefur gefið þeim, svo að dandi hans sé ætíð með þeim. Amen.