5. kapítuli

Aðferðin við að þjónusta sakramentisvínið. Um 401–21 e.Kr.

  Aðferð við að blessa vínið—Sjá. Þeir tóku bikarinn og sögðu:

  Ó Guð, eilífi faðir. Í nafni sonar þíns, Jesú Krists, biðjum vér þig að blessa og helga þetta vín fyrir sálir allra, er það drekka; að þau gjöri svo til minningar um blóð sonar þíns, sem úthellt var fyrir þau; að þau vitni fyrir þér, ó Guð, eilífi faðir, að þau hafi hann ávallt í huga, svo að andi hans sé með þeim. Amen.