Ritningar
Moróní 8


8. Kapítuli

Skírn lítilla barna er ill viðurstyggð — Smábörn eru lifandi í Kristi vegna friðþægingarinnar — Trú, iðrun, auðmýkt, lítillæti og samfélag heilags anda og staðfesta allt til enda leiðir til sáluhjálpar. Um 401–21 e.Kr.

1 Bréf frá aföður mínum Mormón, sem hann ritaði mér, Moróní, skömmu eftir köllun mína til hinnar helgu þjónustu, en hann skrifaði mér svohljóðandi og sagði:

2 Ástkær sonur minn, Moróní. Ég gleðst innilega yfir því, að Drottinn þinn, Jesús Kristur, hefur haft þig í huga og kallað þig til helgrar þjónustu sinnar og síns heilaga verks.

3 Ég minnist þín ætíð í bænum mínum og bið þess án afláts til Guðs föðurins í nafni hans heilaga barns, Jesú, að hann, í óþrjótandi agæsku sinni og bnáð, varðveiti þig í trúfesti á nafn hans allt til enda.

4 Og nú tala ég til þín, sonur minn, um það, sem hryggir mig ákaft. Því að það hryggir mig, að adeilur skuli rísa meðal ykkar.

5 Því að sé það sannleikur, sem ég hef heyrt, þá hafa deilur risið meðal ykkar um skírn litlu barnanna ykkar.

6 Og nú vil ég, sonur minn, að þið vinnið ötullega að því að losa ykkur við þessa miklu villu, og í þeim tilgangi skrifa ég þetta bréf.

7 Því að strax og ég hafði fregnað þetta af ykkur, spurði ég Drottin um þetta atriði. Og aorð Drottins kom til mín fyrir kraft heilags anda og sagði:

8 Hlýð á orð Krists, lausnara þíns, Drottins þíns og Guðs þíns. Sjá, ég kom ekki í heiminn til að kalla réttláta heldur syndara til iðrunar. Hinir aheilu þurfa ekki læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru. Lítil bbörn eru þess vegna cheil, því að þau geta ekki drýgt dsynd. Þess vegna er bölvun eAdams frá þeim tekin í mér, svo að hún hafi ekkert vald yfir þeim, og lögmál fumskurnar er afnumið í mér.

9 Og á þennan hátt opinberaði heilagur andi mér orð Guðs. Þess vegna veit ég, ástkær sonur minn, að það er alvarleg háðung frammi fyrir Guði, að þið látið skíra lítil börn.

10 Sjá, ég segi þér, að þetta skuluð þið kenna — iðrun og skírn þeim, sem aábyrg eru og geta drýgt synd. Já, kennið foreldrum, að þeir verði að iðrast og láta skírast og auðmýkja sig eins og lítil bbörn þeirra, og þeir munu allir frelsast ásamt litlum börnum sínum.

11 Og lítil abörn þeirra þarfnast hvorki iðrunar né skírnar. Sjá, skírn er til iðrunar til uppfyllingar boðorðunum um bfyrirgefningu syndanna.

12 En lítil abörn eru lifandi í Kristi, allt frá grundvöllun heimsins. Væri ekki svo, væri Guð hlutdrægur Guð og einnig hverflyndur Guð og fer í bmanngreinarálit. Því að hversu mörg lítil börn hafa dáið án skírnar!

13 Ef þess vegna lítil börn gátu ekki frelsast án skírnar, hlytu þau að hafa farið til óendanlegs vítis.

14 Sjá, ég segi yður, að sá, sem telur, að lítil börn þarfnist skírnar, er í beiskjugalli og í fjötrum misgjörða, því að hann á hvorki atrú, von né kærleika. Og yrði hann því burtu tekinn, meðan hann hugsar svo, hlyti hann að fara niður til heljar.

15 Því að hræðilegt ranglæti er að telja, að Guð frelsi eitt barn vegna skírnar, en annað farist, vegna þess að það hefur ekki verið skírt.

16 Vei sé þeim, sem rangsnýr vegum Drottins á þennan hátt, því að þeir munu farast, ef þeir iðrast ekki. Sjá, ég tala djarflega og með avaldi Guðs. Og ég óttast ekki það, sem maðurinn getur gjört, því að fullkomin belska crekur allan ótta á braut.

17 Og ég er fullur akærleika, sem er ævarandi elska. Þess vegna eru öll börn eins fyrir mér, þess vegna belska ég lítil börn með fullkominni ást, og þau eru öll jöfn og hluttakendur að sáluhjálp.

18 Því að ég veit, að Guð er ekki hlutdrægur Guð, né heldur hverflyndur, heldur er hann aóumbreytanlegur frá ballri eilífð til allrar eilífðar.

19 Lítil abörn geta ekki iðrast. Þess vegna er það hörmulegt ranglæti, að neita þeim um sanna miskunn Guðs, því að þau eru öll lifandi í honum vegna bmiskunnar hans.

20 Og sá, sem segir, að lítil börn þarfnist skírnar, afneitar miskunn Krists, og metur afriðþægingu hans og endurlausnarkraft einskis.

21 Vei sé slíkum, því að þeir eiga á hættu dauða, ahel og bóendanlega kvöl. Ég tala djarflega. Guð hefur boðið mér það. Hlýðið á og gefið því gaum, ella mun það standa gegn yður við cdómstól Krists.

22 Því að sjáið, að öll lítil börn eru alifandi í Kristi og einnig allir þeir, sem án blögmálsins eru. Því að cendurlausnarkrafturinn nær til allra þeirra, sem án lögmálsins eru. Þess vegna getur sá, sem ekki er fordæmdur, eða sá, sem ekki er undir fordæmingu, ekki iðrast. Og skírn gagnar slíkum ekkert —

23 En það er guðlast að afneita miskunn Krists og krafti hans heilaga anda og setja traust sitt á adauð verk.

24 Sjá, sonur minn. Þetta ætti ekki að vera svo, því að aiðrun er aðeins fyrir þá, sem undir fordæmingu eru og undir bölvun rofins lögmáls.

25 Og frumgróði aiðrunarinnar er bskírnin, en skírnin verður fyrir trú til uppfyllingar boðorðunum. Og uppfylling boðorðanna leiðir til cfyrirgefningar syndanna.

26 Og fyrirgefning syndanna leiðir til ahógværðar og lítillætis hjartans. Og vegna hógværðar og lítillætis hjartans kemur vitjun bheilags anda, en sá chuggari fyllir oss dvon og fullkominni eelsku, sem stenst með fstöðugri gbæn, þar til endalokin verða, þegar allir hinir hheilögu skulu dvelja með Guði.

27 Sjá, sonur minn. Ég mun rita þér aftur, ef ég fer ekki bráðlega gegn Lamanítum. Sjá. aHroki þessarar þjóðar, eða Nefítaþjóðarinnar, verður henni til tortímingar, ef hún iðrast ekki.

28 Bið fyrir þeim, sonur minn, að þeir iðrist. En sjá. Ég óttast, að andinn sé hættur að atakast á við þá, og í þessum hluta landsins leitast þeir við að brjóta niður allan kraft og allt vald, sem frá Guði er. Og þeir bafneita heilögum anda.

29 Og eftir að hafa afneitað svo stórkostlegri vitneskju, sonur minn, hljóta þeir að farast brátt, svo að spádómarnir uppfyllist, sem spámennirnir mæltu fram, sem og orð sjálfs frelsara okkar.

30 Far heill, sonur minn, þar til ég skrifa þér eða hitti þig aftur. Amen.