Ritningar
Mósía 20


20. Kapítuli

Prestar Nóa nema nokkrar dætur Lamaníta á brott — Lamanítar ráðast á Limí og fólk hans — Herir Lamaníta eru gerðir afturreka og þeir stillast. Um 145–123 f.Kr.

1 Á stað einum í Semlon voru dætur Lamaníta vanar að koma saman til að syngja, dansa og skemmta sér.

2 Og svo bar við, að dag nokkurn var smáhópur þeirra saman kominn til að syngja og dansa.

3 Og prestar Nóa konungs blygðuðust sín fyrir að snúa aftur til Nefíborgar, já, og óttuðust auk þess að fólkið dræpi þá. Þess vegna þorðu þeir ekki að hverfa aftur til eiginkvenna sinna og barna.

4 Og meðan þeir dvöldust í óbyggðunum, sáu þeir dætur Lamaníta og lögðust niður og virtu þær fyrir sér —

5 Og þegar aðeins fáar þeirra voru saman komnar til að dansa, komu þeir fram úr fylgsnum sínum, tóku þær og báru út í óbyggðirnar, já, tuttugu og fjórar dætur Lamaníta báru þeir út í óbyggðirnar.

6 Og svo bar við, að þegar Lamanítar söknuðu dætra sinna, reiddust þeir Limíþjóðinni, því að þeir héldu, að hún væri völd að hvarfi þeirra.

7 Þess vegna sendu þeir heri sína fram. Já, jafnvel konungurinn sjálfur fór fyrir fólki sínu. Og þeir héldu til Nefílands til að tortíma fólki Limís.

8 En Limí hafði séð þá úr turninum, hann sá meira að segja allan stríðsundirbúning þeirra. Þess vegna safnaði hann mönnum sínum saman og lá í leyni fyrir þeim á ökrunum og í skógunum.

9 Og svo bar við, að þegar Lamanítar nálguðust, réðust menn Limís á þá úr fylgsnum sínum og tóku að drepa þá.

10 Og svo bar við, að bardaginn varð afar harður, því að þeir börðust eins og ljón um bráð sína.

11 Og svo bar við, að Limímenn tóku að reka Lamaníta á undan sér, enda þótt þeir væru helmingi færri en Lamanítar. En þeir abörðust fyrir lífi sínu, og fyrir eiginkonum sínum og börnum, því lögðu þeir sig alla fram og börðust eins og drekar.

12 Og svo bar við, að þeir fundu konung Lamaníta meðal fjölda þeirra föllnu. Hann var samt ekki dáinn, heldur hafði hann særst og verið skilinn eftir liggjandi á jörðunni, svo hratt flúðu menn hans.

13 Og þeir tóku hann, bjuggu um sár hans og færðu hann fyrir Limí og sögðu: Sjá, hér er konungur Lamaníta, hann hefur hlotið sár og hnigið niður meðal þeirra föllnu, og þeir hafa skilið hann eftir. Sjá, við erum komnir með hann til þín, en nú skulum við drepa hann.

14 En Limí sagði við þá: Þið skuluð ekki drepa hann, heldur koma með hann hingað, svo að ég geti séð hann. Og þeir komu með hann. Og Limí sagði við hann: Hvaða ástæðu hefur þú til að fara með stríði á hendur þjóð minni? Sjá, þjóð mín hefur ekki rofið aeiðinn, sem ég sór þér. Hví skyldir þú þá rjúfa eiðinn, sem þú sórst þjóð minni?

15 Og þá sagði konungur. Ég hef rofið eiðinn vegna þess, að menn þínir hafa numið dætur fólks míns á brott. Í reiði minni lét ég þess vegna menn mína fara með stríði á hendur þjóð þinni.

16 En Limí, sem ekkert hafði heyrt um þetta mál, sagði: Ég skal gjöra leit meðal fólks míns, og hver sá, sem þetta hefur gjört, skal farast. Hann lét þess vegna gjöra leit meðal þegna sinna.

17 Þegar aGídeon, sem var höfuðsmaður konungs, heyrði þetta, gekk hann fram og sagði við konung: Ég bið þig að sýna þolinmæði og láta hvorki leita hjá þessu fólki né gjöra það ábyrgt í þessu máli.

18 Því að minnist þú ekki presta föður þíns, sem þegnar þínir reyndu að tortíma? Og eru þeir ekki úti í óbyggðunum? Og eru það ekki þeir, sem stolið hafa dætrum Lamaníta?

19 Og sjá. Nú skalt þú segja konungi frá þessu, svo að hann geti friðað menn sína í okkar garð. Því að sjá, þeir eru nú þegar að undirbúa árás gegn okkur, og sjá einnig, hversu fáir við erum.

20 En sjá. Þeir koma með fjölmennar hersveitir sínar, og takist konungi ekki að friða þá í okkar garð, hljótum við að farast.

21 Því að hefur ekki spá Abinadís gegn okkur aræst — og það allt vegna þess, að við vildum ekki hlýða á orð Drottins og snúa frá misgjörðum okkar?

22 Og nú skulum við friða konung og standa við eiðinn, sem við sórum honum, því að betra er, að við séum í ánauð, en að við látum líf okkar. Bindum þess vegna endi á þessar miklu blóðsúthellingar.

23 Og nú sagði Limí konungi allt um föður sinn og aprestana, sem flúið höfðu út í óbyggðirnar, og eignaði þeim brottnám dætra þeirra.

24 Og svo bar við, að konungur lét stillast í garð fólks hans, og hann sagði við þá: Förum til móts við menn mína, vopnlausir, og ég sver þess eið, að menn mínir munu ekki drepa þitt fólk.

25 Og svo bar við, að þeir fylgdu konunginum og gengu vopnlausir fram til móts við Lamaníta. Og svo bar við, að þeir hittu Lamaníta, og konungur Lamaníta laut þeim og beiddist miskunnar fyrir Limíþjóðina.

26 Og þegar Lamanítar sáu, að Limímenn voru vopnlausir, fundu þeir til asamúðar með þeim og létu friðast í þeirra garð og sneru í friði aftur til síns eigin lands með konungi sínum.