Bók Mósía

21. Kapítuli

Lamanítar ljósta þegna Limís og sigra þá — Þegnar Limís hitta Ammon og snúast til trúar — Þeir segja Ammon frá Jaredítatöflunum tuttugu og fjórum. Um 122–121 f.Kr.

1 Og svo bar við, að Limí og menn hans sneru aftur til Nefíborgar og nutu enn á ný friðar í landinu.

2 Og svo bar við, að eftir langa hríð fóru Lamanítar að reiðast Nefítum á ný og koma inn yfir landamærin umhverfis landið.

3 En þeir þorðu ekki að drepa þá vegna heitsins, sem konungur þeirra hafði gefið Limí, en þeir tóku að alöðrunga þá og ráðskast með þá. Og þeir hlóðu þungum bklyfjum á bak þeirra og ráku þá áfram eins og skynlausar skepnur —

4 Já, allt gjörðist þetta, til þess að orð Drottins mætti rætast.

5 Og þrengingar Nefíta voru sárar og engin leið að losna undan þeim, því að Lamanítar höfðu umkringt þá frá öllum hliðum.

6 Og svo bar við, að þegnarnir tóku að bera sig illa við konung vegna þrenginga sinna og tóku að þrá að fara gegn þeim og berjast. Og þeir þrengdu mjög að konungi með kvörtunum sínum, og því leyfði hann þeim að gjöra eins og þá langaði til.

7 Og þeir söfnuðust saman á ný, klæddust herklæðum og héldu fram gegn Lamanítum til að reka þá af landi sínu.

8 Og svo bar við, að Lamanítar sigruðu þá, gjörðu þá afturreka og drápu marga þeirra.

9 Og mikill aharmur og miklir kveinstafir upphófust meðal Limíþjóðarinnar, ekkjan syrgði eiginmann sinn, sonurinn og dóttirin föður sinn og bræður bræður sína.

10 Nú voru fjölmargar ekkjur í landinu, og grétu þær sárt dag eftir dag, því að mikill ótti við Lamaníta greip þær.

11 Og svo bar við, að hinn stöðugi grátur þeirra vakti reiði annarra Limíþegna gegn Lamanítum, og þeir lögðu enn af stað til að berjast, en voru enn gjörðir afturreka eftir mikið mannfall.

12 Já, þeir héldu jafnvel af stað í þriðja sinn, en urðu enn fyrir því sama. Og þeir, sem ekki féllu, sneru aftur til Nefíborgar.

13 Og þeir auðmýktu sig í duftið, gengust undir ok ánauðarinnar og sættu sig við að vera barðir og reknir fram og aftur hlaðnir klyfjum, sem óvinunum þóknaðist að hlaða á þá.

14 Og þeir aauðmýktu sig niður í djúp auðmýktar, og þeir ákölluðu Guð hástöfum. Já, þeir ákölluðu Guð sinn allan liðlangan daginn, að hann bjargaði þeim frá þrengingum þeirra.

15 En Drottinn var atregur til að heyra hróp þeirra vegna misgjörða þeirra. Engu að síður heyrði Drottinn hróp þeirra og tók að milda hjörtu Lamaníta, svo að þeir léttu á byrðum þeirra. Samt þóknaðist Drottni ekki að leysa þá úr ánauð

16 Og svo bar við, að smám saman tók þeim að vegna betur í landinu. Þeir tóku að rækta meira korn en áður og koma sér upp hjörðum af búfénaði, svo að hungur skyldi ekki hrjá þá.

17 Fjöldi kvennanna var mikill, og voru þær fleiri en karlmennirnir. Þess vegna gaf Limí konungur þau fyrirmæli, að sérhver maður skyldi aleggja eitthvað af mörkum til framdráttar bekkjum og börnum þeirra, svo að þau færust ekki úr hungri. Og þetta gjörðu þeir vegna þess, hve margir höfðu verið ráðnir af dögum.

18 Limíþjóðin hélt hópinn eftir föngum og stóð vörð um korn sitt og hjarðir —

19 En sjálfur vogaði konungur sér ekki út fyrir borgarmúrana, nema taka verði sína með sér, þar sem hann óttaðist, að hann félli með einhverjum hætti Lamanítum í hendur.

20 Og hann lét þegna sína hafa gát á nærliggjandi landsvæðum til að geta með einhverjum ráðum náð prestunum, sem flúið höfðu út í óbyggðirnar, stolið adætrum Lamaníta og leitt svo mikla tortímingu yfir þá.

21 Því að þá langaði að ná þeim til að refsa þeim, þar sem þeir höfðu farið inn í Nefíland að næturlagi og haft á brott með sér korn þeirra og ýmis verðmæti. Þess vegna sátu þeir fyrir þeim í leyni.

22 Og svo bar við, að ekki kom til frekari árekstra á milli Lamaníta og Limíþjóðarinnar, allt fram að því að aAmmon og bræður hans komu inn í landið.

23 Og konungur, sem verið hafði utan borgarhliðsins með vörðum sínum, fann Ammon og bræður hans. Og þar eð hann áleit þá presta Nóa, lét hann handtaka þá, fjötra þá og varpa þeim í afangelsi. Og hefðu þeir verið prestar Nóa, hefði hann látið taka þá af lífi.

24 En þegar hann uppgötvaði, að þeir voru það ekki, heldur bræður hans komnir frá Sarahemlalandi, fylltist hann mikilli gleði.

25 Og Limí konungur hafði sent asmáhóp manna, áður en Ammon kom, til að bleita að Sarahemlalandi, en þeir fundu það ekki og villtust í óbyggðunum.

26 En engu að síður fundu þeir land, þar sem mannabyggð hafði verið, já, land, sem þakið var uppþornuðum abeinum. Já, þeir fundu land, sem byggt hafði verið, en lagt í eyði. Og þar eð þeir töldu þetta Sarahemlaland, sneru þeir aftur til Nefílands og komu að landamærunum, nokkru fyrir komu Ammons.

27 Og þeir fluttu með sér heimildaskrá, já, heimildaskrá þeirrar þjóðar, hverrar bein þeir höfðu fundið, og hún var letruð á töflur úr málmi.

28 Og nú varð Limí aftur gagntekinn gleði við að fregna af vörum Ammons, að Guð hefði veitt Mósía konungi agjöf, sem gjörði honum kleift að útleggja slíkar áletranir. Já, og Ammon gladdist einnig.

29 Þó voru Ammon og bræður hans fullir hryggðar, vegna þess hve margir bræðra þeirra höfðu verið drepnir —

30 Þeir voru einnig hryggir vegna þess, að Nóa konungur og prestar hans höfðu orðið þess valdandi, að þjóðin gjörðist sek um margar syndir og misgjörðir gegn Guði. Og þeir hörmuðu einnig fráfall aAbinadís og einnig bbrottför Alma og fylgjenda hans, sem stofnað höfðu kirkju Guðs fyrir styrk og kraft Guðs og trúna á orðin, sem Abinadí hafði mælt.

31 Já, þeir hörmuðu brottför þeirra, því að þeir vissu ekki, hvert þeir höfðu flúið. Nú hefðu þeir fúslega viljað ganga í lið með þeim, því að sjálfir höfðu þeir gjört sáttmála við Guð um að þjóna honum og halda boðorð hans.

32 Og eftir komu Ammons hafði Limí konungur ásamt mörgum þegna sinna gjört sáttmála við Guð um að þjóna honum og halda boðorð hans.

33 Og svo bar við, að Limí konungur og margir þegna hans höfðu hug á að láta skírast, en enginn í landinu hafði avald frá Guði. Og Ammon færðist undan því, þar eð hann áleit sig óverðugan þjón.

34 Þess vegna stofnuðu þeir ekki kirkju að svo stöddu, heldur biðu anda Drottins. En þeir þráðu að verða eins og Alma og bræður hans, sem höfðu flúið út í óbyggðirnar.

35 Þeir þráðu að láta skírast sem sönnun og vitni þess, að þeir væru reiðubúnir að þjóna Guði af öllu hjarta sínu. Engu að síður slógu þeir því á frest, en frásögn um skírn þeirra mun afylgja síðar.

36 Og það eina, sem Ammon og fólk hans og Limí konungur og fólk hans hugsaði um nú, var að losna úr greipum Lamaníta og úr ánauð.