Bók Mósía

28. Kapítuli

Synir Mósía fara og prédika fyrir Lamanítum — Með aðstoð steinanna tveggja þýðir Mósía Jaredítatöflurnar. Um 92 f.Kr.

1 Nú bar svo við, að þegar asynir Mósía höfðu lokið öllu þessu, tóku þeir fámennan hóp með sér og sneru aftur til föður síns, konungsins, og fóru þess á leit, að hann leyfði þeim ásamt þeim, sem þeir höfðu valið, að halda til bNefílands til að prédika það, sem þeir höfðu heyrt, svo að þeir gætu fært bræðrum sínum, Lamanítum, orð Guðs —

2 Svo að þeim tækist ef til vill að leiða þá til þekkingar á Drottni, Guði sínum, og sannfæra þá um misgjörðir feðra sinna. Svo að þeim mætti ef til vill takast að lækna þá af ahatri sínu til Nefíta, til þess að þeir gætu einnig fagnað í Drottni, Guði sínum, og orðið vinsamlegir hver við annan og engin frekari misklíð yrði í öllu því landi, sem Drottinn Guð þeirra hafði gefið þeim.

3 Og þeir þráðu, að hverri skepnu yrði boðuð sáluhjálp, því að þeir amáttu ekki til þess hugsa, að nokkur bmannssál færist. Já, jafnvel hugsunin ein um að nokkur sál yrði að þola cóendanlega kvöl kom þeim til að nötra og skjálfa.

4 Og þannig vann andi Drottins á þeim, því að þeir voru hinir asvívirðilegustu meðal syndara. En í takmarkalausri bmiskunn sinni þóknaðist Drottni að hlífa þeim. Engu að síður máttu þeir þola mikla sálarangist vegna misgjörða sinna, og þeir liðu miklar þjáningar og óttuðust, að þeim yrði vísað frá að eilífu.

5 Og svo bar við, að dögum saman báðu þeir föður sinn um leyfi til að fara upp til Nefílands.

6 Og Mósía konungur spurði Drottin, hvort hann ætti að leyfa sonum sínum að fara til Lamanítanna og boða orðið.

7 Og Drottinn sagði við Mósía: Leyf þeim að fara, því að margir munu trúa á orð þeirra, og þeir munu öðlast eilíft líf. Og ég mun abjarga sonum þínum úr höndum Lamaníta.

8 Og svo bar við, að Mósía varð við bón þeirra og leyfði þeim að fara.

9 Og þeir alögðu leið sína út í óbyggðirnar til að komast til Lamaníta og flytja þeim orðið. En síðar mun ég bgjöra grein fyrir því, sem þeir tóku sér fyrir hendur.

10 Og Mósía konungur gat engum veitt konungdóminn, því að enginn sona hans vildi taka við honum.

11 Hann tók þess vegna heimildirnar, sem letraðar voru á alátúnstöflurnar og auk þess töflur Nefís og allt, sem hann hafði haldið til haga og varðveitt að boði Guðs, eftir að hafa þýtt og látið færa í letur heimildirnar, sem voru á bgulltöflunum og fólk Limís hafði fundið og Limí sjálfur afhent honum —

12 Og þetta gjörði hann að þrábeiðni þjóðar sinnar, því að hana fýsti takmarkalaust að vita eitthvað um þá þjóð, sem hafði verið tortímt.

13 Og hann þýddi þær með aðstoð asteinanna tveggja, sem festir voru hvor sínu megin á boga.

14 Og þessir gripir höfðu verið undirbúnir frá upphafi í þeim tilgangi að þýða tungur og höfðu varðveist mann fram af manni —

15 Og Drottinn hafði verndað þá og varðveitt eigin hendi, svo að hann gæti frætt hvern þann, sem eignaðist landið, um misgjörðir og viðurstyggð lýðs síns —

16 Og sá, sem hefur þessa gripi, nefnist asjáandi, að fornum hætti.

17 Þegar Mósía hafði lokið þýðingu þessara heimilda, þá sjá. Þar var greint frá þeirri þjóð, sem atortímt var, allt frá þeim tíma er þeim var tortímt aftur til þess tíma, er hinn bmikli turn var reistur og Drottinn cruglaði tungu fólksins og það dreifðist um allt yfirborð jarðar — og jafnvel frá þeim tíma allt aftur til sköpunar Adams.

18 Og þessi frásögn olli þegnum Mósía mikilli sorg, já, þeir fylltust trega. Þó veitti hún þeim mikla þekkingu, sem gladdi þá.

19 Og þessi frásögn mun færð í letur síðar, því að sjá. Æskilegt er, að öllum verði kunnugt um þá hluti, sem færðir hafa verið í letur í þessari frásögn.

20 Og nú þegar Mósía konungur hafði gjört allt þetta, tók hann alátúnstöflurnar, eins og ég sagði ykkur, og allt, sem hann hafði haldið til haga, og fól það í umsjá Alma, sem var sonur Alma. Já, hann fól honum umsjá með öllum heimildunum og einnig bútleggjurunum, og gaf honum fyrirmæli um að halda þeim til haga og cvarðveita þær og auk þess skrá heimildir um þjóðina og láta þær ganga frá einni kynslóð til annarrar á sama hátt og þær höfðu verið látnar ganga frá þeim tíma, er Lehí yfirgaf Jerúsalem.