Ritningar
Mósía 6


6. Kapítuli

Benjamín konungur skráir nöfn fólksins og tilnefnir presta til að kenna því — Mósía ríkir sem réttlátur konungur. Um 124–121 f.Kr.

1 Og nú, þegar Benjamín konungur hafði lokið að tala til þjóðarinnar, taldi hann ráðlegast að skrá anöfn allra, sem gjört höfðu sáttmála við Guð um að halda boðorð hans.

2 Og svo bar við, að hver einasta sál, að smábörnum undanskildum, hafði gjört sáttmálann og tekið á sig nafn Krists.

3 Og enn bar svo við, að þegar Benjamín konungur hafði lokið öllu þessu, hafði vígt son sinn aMósía til stjórnanda og konungs yfir þjóð sinni og falið honum alla umsjón ríkisins, bútnefnt presta til að ckenna fólkinu, svo að það gæti þar með heyrt og þekkt boðorð Guðs og haft í minnum deiðinn, sem það sór, sendi hann mannfjöldann burtu, og allir sneru aftur til eigin híbýla, hver og einn með fjölskyldu sinni.

4 Og aMósía tók við völdum í stað föður síns. Og hann tók við stjórn á þrítugasta aldursári sínu, og þá voru liðin samtals um fjögur hundruð sjötíu og sex ár, frá bþví að Lehí yfirgaf Jerúsalem.

5 Og Benjamín konungur lifði enn í þrjú ár, en þá dó hann.

6 Og svo bar við, að Mósía konungur gekk á vegum Drottins og virti ákvæði hans og reglur og hélt að öllu leyti þau boð, sem hann gaf honum.

7 Og Mósía konungur lét þegna sína yrkja jörðina. Og sjálfur yrkti hann jörðina til að verða aekki þegnum sínum til byrði og fór í einu og öllu að dæmi föður síns. Og enginn ágreiningur kom upp meðal þegna hans um þriggja ára bil.