Bók Mósía

Mósía 

1. Kapítuli

Benjamín konungur kennir sonum sínum tungu feðra sinna og spádóma — Trúarbrögð þeirra og menning hefur varðveist vegna þeirra heimilda sem geymst hafa á ýmsum töflum — Mósía er valinn konungur og honum falin umsjón með heimildunum og fleiru. Um 130–124 f.Kr.

2. Kapítuli

Benjamín konungur ávarpar þegna sína — Hann gjörir grein fyrir réttlæti, sanngirni og trúarlegum þætti stjórnar sinnar — Hann ráðleggur þeim að þjóna himneskum konungi sínum — Þeir sem rísa gegn Guði munu þola kvöl líkt og í óslökkvandi eldi. Um 124 f.Kr.

3. Kapítuli

Benjamín konungur heldur áfram ávarpi sínu — Drottinn almáttugur mun þjóna meðal manna í musteri úr leir — Blóð mun drjúpa úr hverri svitaholu þegar hann friðþægir fyrir syndir heimsins — Nafn hans er eina nafnið sem frelsað getur manninn — Menn geta losnað úr viðjum hins náttúrlega manns og orðið heilagir með friðþægingunni — Kvöl hinna ranglátu verður sem díki elds og brennisteins. Um 124 f.Kr.

4. Kapítuli

Benjamín konungur heldur áfram ávarpi sínu — Sáluhjálpin kemur með friðþægingunni — Trúið á Guð til að frelsast — Fáið fyrirgefningu syndanna með trúmennsku — Gefið af eigum yðar til hinna fátæku — Gerið allt með visku og reglu. Um 124 f.Kr.

5. Kapítuli

Hinir heilögu verða synir og dætur Krists með trú sinni — Þeir verða kallaðir í nafni Krists — Benjamín konungur hvetur þá til að vera staðfastir og óbifanlegir og ríkir af góðum verkum. Um 124 f.Kr.

6. Kapítuli

Benjamín konungur skráir nöfn fólksins og tilnefnir presta til að kenna því — Mósía ríkir sem réttlátur konungur. Um 124–121 f.Kr.

7. Kapítuli

Ammon finnur land Lehí-Nefís, þar sem Limí er konungur — Þegnar Limís eru í ánauð hjá Lamanítum — Limí segir sögu þeirra — Spámaður (Abinadí) hafði borið vitni um að Kristur væri Guð og faðir alls og allra — Þeir sem sá sora munu uppskera hismi hans í hvirfilvindi, og þeir sem setja traust sitt á Drottin munu frelsast. Um 121 f.Kr.

8. Kapítuli

Ammon kennir fólki Limís — Hann fær vitneskju um Jaredítatöflurnar tuttugu og fjórar — Sjáendur geta þýtt fornar heimildir — Engin gjöf er stærri en sjáandans. Um 121 f.Kr.

Heimildaskrá Seniffs — Frásögn af fólki hans, frá því að það yfirgaf Sarahemlaland til þess tíma, er það var frelsað undan Lamanítum.

Nær yfir 9. til og með 22. kapítula.

9. Kapítuli

Seniff fer fyrir hópi manna frá Sarahemla til að leggja undir sig land Lehí-Nefís — Konungur Lamaníta leyfir þeim að slá eign sinni á landið — Stríð á milli Lamaníta og fólks Seniffs. Um 200–187 f.Kr.

10. Kapítuli

Laman konungur fellur frá — Menn hans eru villtir og grimmir og trúa á falskar arfsagnir — Seniff og fólk hans vinnur sigur á þeim. Um 187–160 f.Kr.

11. Kapítuli

Nóa konungur stjórnar í ranglæti — Hann lifir gálausu lífi með eiginkonum sínum og hjákonum — Abinadí spáir og segir að fólkið verði hneppt í ánauð — Nóa konungur sækist eftir lífi hans. 160–150 f.Kr.

12. Kapítuli

Abinadí er varpað í fangelsi fyrir spádóma um tortímingu fólksins og dauða Nóa konungs — Falsprestarnir vitna í ritningarnar og látast halda lögmál Móse — Abinadí fer að kenna þeim boðorðin tíu. Um 148 f.Kr.

13. Kapítuli

Guðlegur kraftur verndar Abinadí — Hann kennir boðorðin tíu — Sáluhjálp kemur ekki með lögmáli Móse einu saman — Guð sjálfur mun friðþægja fyrir fólk sitt og endurleysa það. Um 148 f.Kr.

14. Kapítuli

Jesaja talar um Messías — Sagt er frá auðmýkingu og þjáningum Messíasar — Hann gjörir sál sína að syndafórn og gjörist meðalgöngumaður hinna brotlegu — Samanber Jesaja 53. Um 148 f.Kr.

15. Kapítuli

Af hverju Kristur er bæði nefndur faðirinn og sonurinn — Hann verður meðalgöngumaðurinn og mun bera syndir fólks síns — Hans fólk og allir hinir heilögu spámenn eru niðjar hans — Hann gjörir upprisuna að veruleika — Lítil börn eiga eilíft líf. Um 148 f.Kr.

16. Kapítuli

Guð endurleysir menn frá glötuðu og föllnu ástandi þeirra — Þeir sem eru holdlegir verða áfram líkt og engin endurlausn hafi átt sér stað — Kristur gjörir að veruleika upprisu til óendanlegs lífs eða óendanlegrar fordæmingar. Um 148 f.Kr.

17. Kapítuli

Alma trúir orðum Abinadís og færir þau í letur — Abinadí lætur líf sitt á báli — Hann spáir því að morðingjar hans megi líða sjúkdóma og dauða í eldi. Um 148 f.Kr.

18. Kapítuli

Alma prédikar í leynum — Hann setur fram skírnarsáttmálann og skírir í Mormónsvötnum — Hann stofnar kirkju Krists og vígir presta — Þeir sjá fyrir sér sjálfir og kenna fólkinu — Alma og fólk hans flýr undan Nóa konungi og út í óbyggðirnar. Um 147–145 f.Kr.

19. Kapítuli

Gídeon reynir að drepa Nóa konung — Lamanítar ráðast inn í landið — Nóa konungur lætur líf sitt á báli — Limí ríkir sem undirkonungur. Um 145–121 f.Kr.

20. Kapítuli

Prestar Nóa nema nokkrar dætur Lamaníta á brott — Lamanítar ráðast á Limí og fólk hans — Herir Lamaníta eru gerðir afturreka og þeir stillast. Um 145–123 f.Kr.

21. Kapítuli

Lamanítar ljósta þegna Limís og sigra þá — Þegnar Limís hitta Ammon og snúast til trúar — Þeir segja Ammon frá Jaredítatöflunum tuttugu og fjórum. Um 122–121 f.Kr.

22. Kapítuli

Áætlanir gerðar um lausn fólksins undan ánauð Lamaníta — Lamanítar gjörðir ofurölvi — Fólkið flýr, snýr aftur til Sarahemla og gjörist þegnar Mósía konungs. Um 121 f.Kr.

Frásögn Alma og barna Drottins, sem menn Nóa konungs ráku út í óbyggðirnar.

Nær yfir 23. og 24. kapítula.

23. Kapítuli

Alma neitar að vera konungur — Hann þjónar sem æðsti prestur — Drottinn agar fólk sitt og Lamanítar fara með sigur af hólmi í Helamslandi — Amúlon, leiðtogi hinna ranglátu presta Nóa konungs, ræður ríkjum undir yfirstjórn hins einvalda konungs Lamaníta. Um 145–122 f.Kr.

24. Kapítuli

Amúlon ofsækir Alma og fylgjendur hans — Þeir verða drepnir ef þeir biðjast fyrir — Drottinn léttir byrðar þeirra — Hann leysir þá úr ánauð og þeir hverfa aftur til Sarahemla. Um 145–122 f.Kr.

25. Kapítuli

Afkomendur Múleks í Sarahemla verða Nefítar — Þeir fræðast um fólk Alma og Seniffs — Alma skírir Limí og alla þegna hans — Mósía felur Alma að skipuleggja kirkju Guðs. Um 122 f.Kr.

26. Kapítuli

Trúleysingjar tæla marga meðlimi kirkjunnar til synda — Alma er heitið eilífu lífi — Þeir sem iðrast og láta skírast hljóta fyrirgefningu — Kirkjumeðlimir sem syndga en iðrast og játa syndir sínar fyrir Alma og Drottni munu hljóta fyrirgefningu, ella verða þeir ekki taldir meðal þeirra sem í kirkjunni eru. Um 120–100 f.Kr.

27. Kapítuli

Mósía bannar ofsóknir og fyrirskipar jafnrétti — Alma yngri og fjórir synir Mósía reyna að tortíma kirkjunni — Engill birtist og býður þeim að breyta um stefnu — Alma missir málið — Allt mannkyn verður að endurfæðast til að hljóta sáluhjálp — Alma og synir Mósía boða gleðitíðindin. Um 100–92 f.Kr.

28. Kapítuli

Synir Mósía fara og prédika fyrir Lamanítum — Með aðstoð steinanna tveggja þýðir Mósía Jaredítatöflurnar. Um 92 f.Kr.

29. Kapítuli

Mósía leggur til að dómarar verði valdir í stað konungs — Ranglátir konungar leiða fólkið í synd — Fólkið velur Alma yngri sem yfirdómara — Hann er einnig æðsti prestur kirkjunnar — Alma eldri og Mósía andast. Um 92–91 f.Kr.