Ritningar
Kenning og sáttmálar 109


109. Kafli

Bæn flutt við helgun musterisins í Kirtland, Ohio, 27. mars 1836. Samkvæmt skráðri yfirlýsingu spámannsins fékk hann þessa bæn með opinberun.

1–5, Kirtland musterið var reist sem vitjunarstaður mannssonarins; 6–21, Það skal vera hús bænar, föstu, trúar, lærdóms, dýrðar, og reglu, og hús Guðs; 22–33, Megi þeir, sem ekki iðrast og rísa gegn fólki Drottins, verða smánaðir; 34–42, Megi hinir heilögu ganga fram í krafti og safna hinum réttlátu til Síonar; 43–53, Megi hinum heilögu forðað frá því hræðilega, sem úthellt verður yfir hina ranglátu á síðustu dögum; 54–58, Megi þjóðir og lýðir og kirkjur verða undir fagnaðarerindið búin; 59–67, Megi Gyðingar, Lamanítar og allur Ísrael, verða endurleystir; 68–80, Megi hinir heilögu krýndir dýrð og heiðri og öðlast eilífa sáluhjálp.

1 aÞakkir séu nafni þínu, ó, Drottinn Guð Ísraels, sem heldur bsáttmála og sýnir miskunn þjónum þínum, sem af öllu hjarta sínu ganga grandvarir fyrir þér —

2 Þú, sem hefur boðið þjónum þínum að areisa nafni þínu hús á þessum stað [Kirtland].

3 Og nú sérð þú, ó Drottinn, að þjónar þínir hafa farið að boði þínu.

4 Og nú biðjum vér þig, heilagi faðir, í nafni Jesú Krists eigin sonar þíns, en aðeins í hans nafni getur hjálpræðið veist mannanna börnum, vér biðjum þig, ó Drottinn, að þekkjast þetta ahús, bhandaverk vor, þjóna þinna, sem þú bauðst oss að reisa.

5 Því að þú veist að verk þetta höfum vér unnið við mikið andstreymi og af fátækt vorri höfum vér gefið af eigum vorum til að reisa nafni þínu ahús, svo að mannssonurinn hafi stað til að opinbera sig fólki sínu.

6 Og eins og þú hefur sagt í aopinberun, sem oss var gefin, er þú kallaðir oss vini og sagðir — Boðið til hátíðarsamkomu, eins og ég hef boðið yður —

7 Og þar eð ekki eiga allir trú, skuluð þér af kostgæfni leita vísdómsorða og kenna þau hver öðrum. Já, leitið að vísdómsorðum í hinum bestu bókum, sækist eftir fræðslu með námi og einnig með trú —

8 Komið reglu á líf yðar, gjörið allt gagnlegt til reiðu og stofnið hús, já, hús bænar, hús föstu, hús trúar, hús lærdóms, hús dýrðar, hús reglu, hús Guðs —

9 Að innganga yðar verði í nafni Drottins, að útganga yðar verði í nafni Drottins, að allar kveðjur yðar verði í nafni Drottins, með upplyftum örmum í átt til hins hæsta —

10 Og nú biðjum vér þig, heilagi faðir, að hjálpa oss, fólki þínu, af náð þinni, við boðun hátíðarsamkomu vorrar, svo að hún megi verða þér til heiðurs og guðdómlegrar velþóknunar —

11 Og á þann hátt, að vér reynumst verðug í augum þínum, til að tryggja uppfyllingu afyrirheitanna, sem þú hefur gefið oss, fólki þínu, í opinberunum þeim, sem vér höfum fengið —

12 adýrð þín megi hvíla á fólki þínu og á þessu húsi þínu, sem vér nú helgum þér, að það megi heilagt og helgað verða, og að heilög návist þín megi stöðugt verða í þessu húsi —

13 Og að allir þeir, sem ganga inn fyrir þröskuld húss Drottins, megi finna kraft þinn og finna sig knúna til að viðurkenna, að þú hefur helgað það og að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns.

14 Og veit þú, heilagi faðir, að öllum þeim, sem tilbiðja í þessu húsi, verði kennd vísdómsorð úr hinum bestu bókum, og þeir sækist eftir lærdómi með námi og einnig með trú, eins og þú hefur sagt —

15 Og að þeir megi vaxa í þér og hljóta fyllingu heilags anda og laga sig að lögmálum þínum og verða undir það búnir að öðlast allt, sem gagnlegt er —

16 Og að þetta hús verði hús bænar, hús föstu, hús trúar, hús dýrðar og Guðs, já, þitt hús —

17 Að öll innganga fólks þíns í þetta hús verði í nafni Drottins —

18 Að öll útganga þess úr húsi þessu verði í nafni Drottins —

19 Og að allar kveðjur þess verði í nafni Drottins, með heilögum örmum og upplyftum í átt til hins hæsta —

20 Og að ekkert aóhreint fái að koma inn í hús þitt til að vanhelga það —

21 Og brjóti einhver af fólki þínu af sér, megi það iðrast fljótt og snúa aftur til þín og finna náð fyrir augum þínum og hljóta aftur þær blessanir, sem þú hefur ákveðið að úthellt verði yfir þá, sem veita þér alotningu í húsi þínu.

22 Og vér biðjum þig, heilagi faðir, að þjónar þínir megi fara úr þessu húsi brynjaðir krafti þínum, og að nafn þitt hvíli á þeim og dýrð þín umljúki þá og aenglar þínir vaki yfir þeim —

23 Og frá þessum stað megi þeir flytja í sannleika stórfengleg og dýrðleg tíðindi til aendimarka jarðarinnar. Að þeir megi vita að þetta er þitt verk og að þú hefur rétt út hönd þína til að uppfylla það, sem þú hefur talað um fyrir munn spámannanna varðandi síðustu daga.

24 Vér biðjum þig, heilagi faðir, að rótfesta þá, sem tilbiðja munu og heiðarlega halda nafni og stöðu sinni í þessu húsi þínu, í alla ættliði og að eilífu —

25 Að engin vopn, sem asmíðuð verða gegn þeim, verði sigursæl. Að sá, sem grefur þeim bgröf, falli sjálfur í hana —

26 Að engin ranglát samtök hafi kraft til að rísa upp og asigrast á fólki þínu, sem gengst undir bnafn þitt í þessu húsi —

27 Og rísi einhverjir gegn þessu fólki, þá verði reiði þín tendruð gegn þeim —

28 Og ljósti þeir þetta fólk, þá ljóstir þú þá, að þú munir berjast fyrir fólk þitt eins og þú gjörðir á orrustustundum, svo að því megi bjargað verða úr höndum óvina sinna.

29 Vér biðjum þig, heilagi faðir, að niðurlægja og skelfa og leiða smán og glundroða yfir alla þá, sem breiða lygi út um heiminn, gegn þjóni þínum eða þjónum, vilji þeir ekki iðrast, þegar hið ævarandi fagnaðarerindi berst þeim til eyrna —

30 Og að öll verk þeirra verði að engu gjörð og sópuð burt með ahagli og þeim dómum, sem þú munt senda yfir þá í reiði þinni, svo að endir verði á blygi og rógburði um fólk þitt.

31 Því að þú veist, ó Drottinn, að þjónar þínir hafa í sakleysi borið nafni þínu vitni, og fyrir það hafa þeir þjáðst.

32 Þess vegna sárbiðjum vér þig um fullkomna lausn undan þessu aoki —

33 Brjót það sundur, ó Drottinn. Brjót það sundur af hálsi þjóna þinna með krafti þínum, svo að vér fáum risið upp meðal þessarar kynslóðar og unnið verk þitt.

34 Ó Jehóva, ver þessu fólki miskunnsamur, og þar sem allir menn asyndga, fyrirgef brot fólks þíns og lát afmá þau að eilífu.

35 Lát asmurningu þjóna þinna verða innsiglaða með valdi frá upphæðum.

36 Lát það rætast á þeim, eins og á dögum hvítasunnunnar. Lát atungutalsgjöf verða úthellt yfir fólk þitt, jafnvel tungur, er bkvíslast sem af eldi, og útleggingu þeirra.

37 Og lát hús þitt fyllast af adýrð þinni, sem af gný máttugra vinda.

38 Veit þjónum þínum avitnisburð sáttmálans, svo að þegar þeir fara og boða orð þitt geti þeir binnsiglað lögmálið og búið hjörtu þinna heilögu undir alla þá dóma, sem þú hefur í hyggju að senda í heilagri reiði þinni yfir íbúa cjarðarinnar vegna brota þeirra. Svo að fólk þitt láti eigi hugfallast á erfiðleikatímum.

39 Lát frið þinn og hjálpræði hvíla á hverri þeirri borg, sem þjónar þínir koma í, ef íbúar hennar veita vitnisburði þeirra viðtöku, svo að þeir geti safnað hinum réttlátu úr þeirri borg og þeir geti komið til aSíonar eða í stikur hennar, hina útnefndu staði þína, með söngvum ævarandi gleði —

40 Og lát eigi dóma þína falla yfir þá borg, fyrr en því er náð.

41 Og fyrir hverri þeirri borg, sem þjónar þínir koma inn í og íbúar hennar meðtaka ekki vitnisburð þjóna þinna, og þjónar þínir hvetja þá til að forða sér frá þessari rangsnúnu kynslóð, lát þú fara fyrir þeirri borg eins og þú hefur mælt fyrir munn spámanna þinna.

42 En bjarga þú, ó Jehóva, vér grátbænum þig, þjónum þínum úr höndum þeirra og hreinsa þá af blóði þeirra.

43 Ó Drottinn, vér gleðjumst ekki yfir tortímingu meðbræðra vorra. aSálir þeirra eru þér dýrmætar —

44 En orð þitt hlýtur að uppfyllast. Hjálpa þjónum þínum til að segja með anáð þinni: Verði þinn vilji, ó Drottinn, en ekki vor.

45 Vér vitum að þú hefur fyrir munn spámanna þinna sagt ógnvekjandi hluti um hina ranglátu á asíðustu dögum — að þú munir takmarkalaust úthella dómum þínum —

46 Bjarga þess vegna, ó Drottinn, fólki þínu frá hörmungum hinna ranglátu. Gjör þjónum þínum kleift að innsigla lögmálið og binda vitnisburðinn, svo að þeir verði undir dag brennunnar búnir.

47 Vér biðjum þig, heilagi faðir, að minnast þeirra, sem íbúar Jacksonsýslu, Missouri, hafa hrakið frá erfðalöndum sínum, og brjót þú sundur, ó Drottinn, þetta þrengingaok, sem á þá hefur verið lagt.

48 Þú veist, ó Drottinn, að ranglátir menn hafa sárlega kúgað þá og þrengt að þeim, og hjörtu vor eru afull hryggðar vegna hinna þungu byrða þeirra.

49 Ó Drottinn, ahversu lengi ætlar þú að líða að þetta fólk þoli þessar þrengingar, og að hróp hinna saklausu berist þér til eyrna, og bblóð þeirra stígi sem vitnisburður upp til þín, án þess að þú vitnir þeirra vegna?

50 Haf amiskunnsemi, ó Drottinn, með hinum rangláta múg, sem hrakið hefur fólk þitt, svo að hann láti af yfirgangi sínum, að hann iðrist synda sinna, sé iðrun möguleg —

51 En vilji þeir það ekki, gjör þá beran armlegg þinn, ó Drottinn, og aendurheimt það, sem þú útnefndir fólki þínu sem Síon.

52 Og sé engin önnur leið til að málstaður fólks þíns bregðist þér ekki, megi þá reiði þín tendrast og réttlát reiði þín falla yfir þá, svo að þeir þurrkist burt undan himninum, bæði rætur og greinar —

53 En sem þeir iðrast, svo ert þú náðugur og miskunnsamur og munt snúa frá heilagri reiði þinni, þegar þú lítur ásjónu þíns smurða.

54 Sýn miskunn, ó Drottinn, öllum þjóðum jarðar. Sýn miskunn stjórnendum lands vors. Megi þær reglur, sem feður vorir vörðu svo heiðarlega og göfugmannlega, það er astjórnarskrá lands vors, standa að eilífu.

55 Minnst þú konunga, höfðingja, aðalsmanna og stórmenna jarðarinnar, og alls fólks, og kirkna, allra hinna fátæku og þurfandi og aðþrengdu á jörðu —

56 Að hjörtu þeirra megi mildast, þegar þjónar þínir fara úr húsi þínu, ó Jehóva, til að bera nafni þínu vitni, að fordómar þeirra víki fyrir asannleikanum og fólk þitt öðlist hylli fyrir allra augum —

57 Að endimörk jarðarinnar megi vita að vér, þjónar þínir, höfum aheyrt rödd þína og að þú hafir sent oss —

58 Að frá þeim öllum megi þjónar þínir, synir Jakobs, safna saman hinum réttlátu og reisa nafni þínu helga borg, eins og þú hefur boðið þeim.

59 Vér biðjum þig að útnefna aðrar astikur í Síon auk þessarar, sem þú hefur útnefnt, svo að bsamansöfnun fólks þíns megi miða áfram af miklum krafti og tign, að verki þínu verði með chraða lokið í réttlæti.

60 Þessi orð, ó Drottinn, höfum vér mælt til þín, varðandi opinberanirnar og fyrirmælin, sem þú hefur gefið oss, er teljumst með aÞjóðunum.

61 En þú veist að þú hefur mikla ást á börnum Jakobs, sem dreifð hafa verið á fjöllunum um langan tíma, um dimman og þungbúinn dag.

62 Vér biðjum þig þess vegna að auðsýna börnum Jakobs miskunn, að frá þessari stundu megi endurreisn aJerúsalem hefjast.

63 Og ok ánauðar fari að brotna af húsi aDavíðs.

64 Og að börn aJúda megi fara að snúa aftur til blandanna, sem þú gafst Abraham, föður þeirra.

65 Og lát aleifar Jakobs, sem hafa verið fordæmdar og lostnar vegna lögmálsbrota sinna, bsnúa frá hinum villtu og frumstæðu háttum sínum að fyllingu hins ævarandi fagnaðarerindis —

66 Svo að þeir leggi niður blóðug vopn sín og láti af uppreisn sinni.

67 Og megi allar dreifðar leifar aÍsraels, sem hrakist hafa til endimarka jarðarinnar, öðlast þekkingu á sannleikanum, trúa á Messías og verða leystar undan áþján og fagna frammi fyrir þér.

68 Ó Drottinn, minnst þú þjóns þíns Josephs Smith yngri, og allra þrenginga hans og ofsókna — að hann hefur gjört asáttmála við bJehóva og unnið þér eið, ó, máttugi Guð Jakobs — og fyrirmæla þeirra, sem þú hefur gefið honum, og að hann hefur einlæglega kappkostað að fara að vilja þínum.

69 Sýn miskunn, ó Drottinn, konu hans og börnum, svo að þau megi upphafin verða í návist þinni og varðveitt verða af föðurlegri hendi þinni.

70 Auðsýn miskunn öllum þeirra anánustu, að fordómar þeirra leysist upp og sópist burtu, líkt og af flóði, og þau megi snúa til trúar og endurleyst verða með Ísrael, og vita að þú ert Guð.

71 Minnst þú, ó Drottinn, forsetanna, já, allra forseta kirkjunnar, að hægri hönd þín megi upphefja þá, ásamt öllum fjölskyldum þeirra og þeirra nánustu, að nöfn þeirra verði varðveitt og í ævarandi minnum höfð frá kyni til kyns.

72 Minnst þú allra safnaða þinna, ó Drottinn, ásamt öllum fjölskyldum þeirra og allra þeirra nánustu, ásamt öllum þeirra sjúku og aðþrengdu og öllum fátækum og hógværum á jörðunni, svo að aríkið, sem þú hefur reist án þess að mannshöndin snerti það, verði að stóru fjalli og fylli alla jörðina —

73 Og kirkja þín komi út úr eyðimörk myrkursins og ljómi björt sem amáninn og heið sem sólin og ógnvekjandi sem her undir merkjum —

74 Og verði prýdd sem brúður fyrir þann dag, þegar þú munt afhjúpa himnana og láta fjöllin ahjaðna og bdalina upphefjast við návist þína, og hamrana verða að dalgrundum, svo að dýrð þín fylli jörðina —

75 Að þegar lúðurinn hljómar fyrir hina dánu, verðum vér ahrifin upp í skýinu til móts við þig, að vér megum ætíð vera með Drottni —

76 Að klæði vor verði hrein, að vér megum íklæðast askikkjum réttlætisins, með pálma í höndum vorum og bdýrðarkórónur á höfðum vorum, og fáum uppskorið eilífa cgleði fyrir allar dþjáningar vorar.

77 Ó, Drottinn Guð almáttugur, heyr þessar bænir vorar og svara oss frá himni, þínum heilaga bústað, þar sem þú situr í hásæti, krýndur adýrð, heiðri, krafti, tign, mætti, yfirráðum, sannleika, réttvísi, dómi, miskunn og algjörri fylling frá eilífð til eilífðar.

78 Ó heyr, ó heyr, ó heyr oss, ó Drottinn! Vér biðjum þig að svara þessum bænum og þekkjast helgun þessa húss til þín, þessa handaverks vors, sem vér höfum reist nafni þínu —

79 Og einnig þessa kirkju, og set á hana nafn þitt. Og hjálpa oss með krafti anda þíns, svo að vér getum tekið undir með hinum björtu og ljómandi aseröfum umhverfis hásæti þitt, með einróma lofi, og sungið hósanna Guði og blambinu!

80 Og lát þú þessa, þína smurðu, asveipast sáluhjálp, og þína heilögu hrópa hátt af gleði. Amen og amen.