Ritningar
Kenning og sáttmálar 119


119. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 8. júlí 1838, sem svar við bæninni: „Ó Drottinn! Sýn þjónum þínum hve mikils þú krefst af eigum fólks þíns í tíund.“ Tíundarlögmálið, í þeim skilningi sem það er nú, hafði ekki verið gefið kirkjunni fyrir þessa opinberun. Orðið tíund í fyrrgreindri bæn og í fyrri opinberunum (64:23, 85:3, 97:11) þýddi ekki aðeins einn tíunda hluta, heldur allar fórnir og framlög, sem af frjálsum vilja voru gefin sjóðum kirkjunnar. Drottinn hafði áður gefið kirkjunni helgunarlögmálið og ráðsmennsku eigna, sem meðlimirnir (aðallega leiðandi öldungar) tóku að sér með sáttmála, sem vera skyldi ævarandi. Vegna þess að margir héldu ekki þennan sáttmála, dró Drottinn hann til baka um hríð og gaf allri kirkjunni þess í stað tíundarlögmálið. Spámaðurinn spurði Drottin, hve mikið af eigum þeirra hann krefðist í þessum heilaga tilgangi. Svarið var þessi opinberun.

1–5, Hinir heilögu skulu greiða umframeigur og síðan gefa sem tíund einn tíunda hluta af ábata sínum árlega; 6–7, Slíkur málstaður mun helga Síonarland.

1 Sannlega, svo segir Drottinn: Ég krefst þess, að allar aumframeigur verði afhentar biskupi kirkju minnar í Síon.

2 Til byggingar ahúss míns og til að leggja grundvöllinn að Síon, og til prestdæmisins og til greiðslu á skuldum forsætisráðs kirkju minnar.

3 Og þetta skal verða upphaf atíundargreiðslu fólks míns.

4 Og eftir það skulu þeir, sem þannig hafa goldið tíund, greiða einn tíunda hluta alls ábata síns árlega, og þetta skal vera þeim gildandi lögmál að eilífu fyrir heilagt prestdæmi mitt, segir Drottinn.

5 Sannlega segi ég yður, að svo mun bera við, að allir þeir, sem safnast til lands aSíonar, skulu greiða umframeigur sínar í tíund, og skulu virða þetta lögmál, ella munu þeir ekki teljast verðugir þess að búa meðal yðar.

6 Og ég segi yður, að ef fólk mitt virðir ekki þetta lögmál eða heldur það heilagt og helgar ekki land aSíonar fyrir mig með þessu lögmáli, svo að ákvæði mín og reglur séu haldin þar, og hún verði hin helgasta, sjá, sannlega segi ég yður, þá mun það ekki verða yður land Síonar.

7 Og þetta er öllum astikum Síonar til eftirbreytni. Já, vissulega. Amen.